Samfélagsmiðlar

Bretar slaka á aðgerðum við landamærin

Þeir sem ferðast til Bretlands á föstudag þurfa ekki að fara í Covid próf fyrir ferðalagið.

Þegar ómíkrón afbrigði kórónuveirunnar kom til sögunnar í lok nóvember síðastliðinn þá hertu bresk stjórnvöld reglur varðandi komur fólks til landsins. Allir urðu að framvísa nýjum neikvæðum niðurstöðum úr Covid-19 prófi og fara í PCR-próf þar í landi innan við tveimur sólarhringum eftir komu.

Nú á föstudaginn falla þessar reglur hins vegar úr gildi samkvæmt því sem fram kom í máli Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á breska þinginu seinnipartinn í dag og The Independent greinir frá.

Ferðamenn á leið til Bretlands þurfa því ekki lengur að fara í Covid-próf fyrir brottför en eiga engu að síður að fara í próf í Bretlandi ekki síðar en tveimur sólarhringum eftir komuna. Það dugar hins vegar að fara í hraðpróf í stað PCR-prófs. Einnig verður ekki gerð krafa um einangrun þar til að niðurstöður liggja fyrir eins og gert hefur verið síðan í lok nóvember.

Reglurnar sem gilda frá og með föstudeginum eru þær sömu og giltu áður en hert var á aðgerðum vegna ómíkrón í lok nóvember eins og fram kemur í nýju tísti Grant Shapps, samgönguráðherra Breta, eins og sjá má hér fyrir neðan.

Þessar breytingar eiga eingöngu við þá sem hafa verið fullbólusettir því þeir sem ekki tilheyra þeim hópi verða að fara í tíu daga einangrun við komuna til Bretlands.

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …