Samfélagsmiðlar

Stjórnarmaðurinn fjárfesti í félagi sem Icelandair var nýbúið að gera samkomulag við

Hjá Icelandair er ekki talin ástæða til að greina frá aðkomu stjórnarmanns að stofnun nýs flugfélags eða fjárfestingu hans í fyrirtæki sem Icelandair er í samstarfi við.

Aðalfundur Icelandair Group fer fram í næstu viku og af því tilefni sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu fyrir helgi með upplýsingum um þau fimm sem eru í framboði til stjórnar. Þau sitja öll í stjórninni í dag enda kom ekkert mótframboð fram.

Í fyrrnefndri tilkynningunni eru núverandi og fyrrum störf stjórnarmannanna tiltekin og um leið eru hagsmunatengsl þeirra við viðskiptavini og keppinauta útilokuð.

Ekkert um Connect Airlines

Sjá má á ferilskrám tveggja stjórnarmannanna að bæði tengjast þau bandaríska flugfélaginu Waltzing Matilda. Það félag sérhæfir sig í flugi einkaþota og er í eigu John Thomas, stjórnarmanns í Icelandair. Nina Jonsson, sem kom inn í stjórn Icelandair með Thomas fyrir tveimur árum, situr í ráðgjafaráði Waltzing Matilda í tengslum við stofnun nýs flugfélags að því segir í tilkynningunni.

Heiti nýja flugfélagsins kemur ekki fram í tilkynningunni en þarna er væntanlega verið að vísa í Connect Airlines. En fyrrnefndur John Thomas hefur unnið að stofnun þess síðustu misseri og rætt áformin í viðtölum og þá komið fram sem eigandi og framkvæmdastjóri.

Connect Airlines er ætlað að sinna áætlunarflugi frá Toronto í Kanada til nærliggjandi borga í Bandaríkjunum. Flugmálayfirvöld vestanhafs hafa reyndar ekki ennþá veitt Connect Airlines leyfi til áætlunarflugs. Starfsemin átti upphaflega að hefjast sl. haust en nú er horft til þess að jómfrúarferðin verði farin í maí.

Fjárfestir í sama orkuskiptabúnaði og Icelandair er með til skoðunar

Í tilkynningu Icelandair til hlutahafa er heldur ekki tilgreint að stjórnarmaðurinn, í gegnum fyrrnefnt Waltzing Matilda, er meðal hluthafa í fyrirtækinu Universal Hydrogen. En Icelandair skrifaði undir viljayfirlýsingu við þetta sama fyrirtæki í júlí sl. um þróun á búnaði sem gæti nýst til að breyta gömlum Dash-8 vélum Icelandair í vetnisknúnar flugvélar.

Þremur mánuðum eftir samkomulagið við Icelandair þá efndi Universal Hydrogen til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 62 milljónir dollara eða um 8 milljarða króna. Í fréttatilkynningu frá félaginu, að hlutafjárútboðinu loknu, var flugfélag Thomas stjórnarmanns, nefnt sem einn af fjárfestunum.

Í desember sl. hófst svo samstarf Universal Hydrogen og Connect Airlines um vetnisknúnar Dash-8 flugvélar.

Telja óþarfa að upplýsa meira

Sem fyrr segir er þó ekki minnst einu orði á þessi tengsl Thomas við Universal Hydrogen í tilkynningu sem Icelandair sendi á hluthafa vegna stjórnarkjörsins í næstu viku. Spurð um ástæður þess þá segir í svari frá Icelandair að þau telji að möguleg áform Icelandair um samstarf við Universal Hydrogen séu ekki þess eðlis að Thomas sé háður Icelandair.

Af tuttugu stærstu hluthöfum Icelandair þá eru átta íslenskir lífeyrissjóðir. Stærsti hluthafinn er bandaríski lánasjóðurinn Bain Capital Credit en sá hlutur er reyndar skráður á Írlandi.

Og þegar spurt er afhverju hluthafar eru ekki upplýstir um aðkomu Thomas að stofnun nýs flugfélags, sem eigandi og framkvæmdastjóri, þá segir í svari Icelandair að umfjöllunin um hann í fyrrnefndri tilkynningu gefi glögga mynd af menntun og reynslu. Einnig er vísað til þess að starfsferill stjórnarmannsins spanni marga áratugi.

Túristi hefur óskað eftir skoðun Thomas sjálfs á mögulegum hagsmunaárekstrum vegna stjórnarsetu í Icelandair og fjárfestingar hans í Universal Hydrogen. Engin svör hafa borist. Túristi hefur áður leitað svara hjá Thomas um stofnun Connect Airlines og möguleg áhrif á störf hans fyrir Icelandair en þá hefur blaðafulltrúi hans vísað á Icelandair.

Nýtt efni

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Bláa lónið í Svartsengi hefur rýmt öll sín athafnarsvæði vegna jarðhræringa við Sundhnúkagígaröðina nú í morgun. Rýmingin gekk vel að því segir í tilkynningu og er gestum þakkaður góður skilningur á stöðunni, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf. Bláa lónið er einn allra vinsælasti viðkomustaður ferðamanna hér á landi en vegna jarðhræringa á Reykjanesi …

Icelandair hefur gripið til hópuppsagna í dag og munu þær ná til ólíkra deilda innan fyrirtækisins að því segir í frétt Vísis. Þar er haft eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, talskonu Icelandair, að dagurinn í dag sé erfiður en hún geti ekki tjáð sig nánar um stöðuna af virðingu við starfsfólkið. Heimildir FF7 herma að uppsagnirnar …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …