Samfélagsmiðlar

Segir ferðaskrifstofuna með ótakmarkaða rekstrartryggingu frá Icelandair

Helmingur þeirra Íslendinga sem flaug til Tenerife í janúar og febrúar sat um borð hjá icelandair. Rétt um fimmtungur nýtti sér leiguflug ferðaskrifstofa.

Andri Már Ingólfsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Adventura, gagnrýnir boðaðan samruna Ferðaskrifstofu Íslands og Heimaferða en einnig tengsl Vita og Icelandair.

Þegar Icelandair stofnaði Vita árið 2008 voru aðeins tvö ár liðin frá því að flugfélagið seldi frá sér Ferðaskrifstofu Íslands sem Úrval-Útsýn tilheyrir. Nú boðuðu stjórnendur Icelandair sem sagt samkeppni við þá sömu og höfðu keypt fyrirtækið af þeim tveimur árum fyrr.

Allar götur síðan hefur Vita svo verið rekin í nánum tengslum við Icelandair og stjórn ferðaskrifstofunnar hefur til að mynda verið skipuð forstjóra Icelandair og tveimur framkvæmdastjórum.

Í lok síðasta árs var starfsemi Vita færð inn í á aðalskrifstofur Icelandair við Reykjavíkurflugflugvöll og til stendur að hefja sölu á sólarlandaferðum á heimasíðu Icelandair líkt og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarformaður Vita, fór yfir í viðtali við Túrista í desember í fyrra.

Andri Már Ingólfsson, stofnandi Heimsferða og eigandi ferðaskrifstofunnar Aventura, gagnrýnir tengsl Vita og Icelandair í aðsendri grein á Vísi í gær. Þar fullyrðir Andri að Vita sé í raun með ótakmarkaða rekstrartryggingu frá flugfélaginu og óljóst sé hver greiðir fyrir sætin á hvern áfangstað.

Í því samhengi má rifja upp að flug Icelandair til Alicante og Tenerife var lengi á vegum Vita en flugfélagið hefur nú tekið yfir þessar ferðir og fjölgað þeim umtalsvert frá því sem var.

Mótfallinn samruna keppinauta

Tilefni skrifa Andra í Vísi í gær voru þó ekki bara þessi tengsl Vita og Icelandair heldur yfirvofandi samruni Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða. Sá samruni var tilkynntur í árslok 2020 en ennþá liggur ekki fyrir úrskurður Samkeppniseftirlitsins. Andri er mótfallinn samrunanum og segir að sameinað fyrirtæki yrði með um 65 prósent markaðshlutdeild og myndi tryggja sér yfirburðastöðu á markaðnum.

Þar horfir Andri til sölu á pakkaferðum en ljóst má vera að stór hluti íslenskra neytenda skipuleggur eigin ferðir til útlanda og kaupir þá flugið sér og gistinguna annars staðar.

Til marks um þessar breyttu aðstæður á markaðnum þá flugu rúmlega 22 þúsund farþegar milli Íslands og Tenerife í janúar og febrúar í ár samkvæmt nýjum tölum frá spænskum flugmálayfirvöldum. Af þessu fjölda flugu 52 prósent farþeganna með Icelandair og Vita og 27 prósent með Play. Leiguflugfélagið Neos var með afganginn eða um fimmtung af heildinni. Í þotum Neos sátu viðskiptavinir Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða, ferðaskrifstofanna tveggja sem unnið er að því að sameina.

Af heimasíðu Aventura, ferðaskrifstofu Andra Más, að dæma þá eru áætlunarferðir Play helst nýttar til að koma viðskiptavinunum út í heim. Hluti af umsvifum Play snúast þá í kringum starfsemi Andra Más.

Nýtt efni

Þegar blaðamaður gengur inn á Dill á Laugavegi 59 um miðjan dag í miðri viku er starfsfólkið að undirbúa kvöldið, útbúa ýmislegt fyrirfram sem fylgir 18 rétta matseðli kvöldsins. Það kostar vinnu og hæfileika að tryggja að gestir njóti þeirrar upplifunar sem þeir vænta með því að bóka borð löngu fyrirfram á þessum íslenska Michelin-stað.  …

„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi hún þær reglur sem settar voru í tíð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í ráðuneyti ferðamála árið 2018. Sagði Kristrún reglurnar gera fyrirtækjum, með fjölda íbúða í skammtímaleigu til …

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum, „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Ice-eitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax spurði hann og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“  Daman á deskinum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …

Vefmiðillinn Túristi hóf sitt ferðalag fyrir 14 árum en í dag birtist hann lesendum undir nýju nafni og í breyttum búningi, sem ekki er þó fullskapaður heldur í mótun: FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verða ferðamál í öndvegi en leitað fanga víðar, birtar áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af ýmsu tagi og fréttir …

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Aðlögunarhæfni er meðal helstu styrkleika ferðaþjónustunnar. Það sýndi hún vel í kórónaveirufaraldrinum og það á örugglega eftir að reyna á þennan eiginleika aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kom inn á þetta í ávarpi sínu á morgunfundi SAF og SA um skattspor ferðaþjónustunnar. Ekki er langt síðan Þórdís Kolbrún gegndi starfi utanríkisráðherra og …

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, kynnti niðurstöður skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir SAF um skattspor ferðaþjónustunnar - um það hvert raunverulegt framlag hennar er til samfélagsins. Byggt er á tölum frá 2022 og er meginniðurstaðan sú að skattspor ferðaþjónustunnar hafi verið rúmir 92 milljarðar króna en rúmir 155 milljarðar ef virðisaukaskattur er meðtalinn. Þetta eru …