Samfélagsmiðlar

Ætluðu að bjóða ódýrara far til Orlando en eru oftast dýrari en Icelandair

Horft yfir Eola vatnið í Orlando.

„Við höfum skoðað það verð sem samkeppnisaðilar okkar hafa boðið upp á til og frá svæðinu og teljum okkur auðveldlega geta boðið mun lægra verð á þessari vinsælu flugleið.“ Þetta sagði sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play, þann 23. febrúar sl. þegar flugfélagið hóf sölu á farmiðum til Orlando í Flórída og skoraði þar með Icelandair á hólm í flugi til borgarinnar.

Tveimur dögum áður en Play hóf sölu á flugi til Flórída kannaði Túristi fargjöld Icelandair. Þá kostaði farmiði til Orlando 1. október og heim viku síðar 69 þúsund krónur. Í dag þarf að borga 109 þúsund fyrir miðann og nemur hækkunin 58 prósentum. Aðra daga í október er hækkunin álíka mikil.

Í nóvember hefur farmiðaverðið hjá Icelandair hækkað minna en samt að lágmarki um tíund en oftast er hægt að fljúga fram og tilbaka fyrir tæpar eitt hundrað þúsund krónur. Nokkrar brottfarir í nóvember eru dýrari.

Þrátt fyrir loforð um lægra verð þá eru fargjöld Play almennt hærri en hjá Icelandair bæði í október og nóvember. Verðið er reyndar alltaf það sama eða 115 þúsund krónur án hefðbundins handfarangurs fyrir flug til Orlando og heim aftur.

Þessa tvo mánuði kosta farmiðarnir hjá Play til New York um fjörutíu þúsund krónur eða nærri þrefalt minna.

Það er vel þekkt í fluggeiranum að flugfélög hækki verðið umtalsvert stuttu áður en flugleið er felld niður. Með þessu er komist hjá því að fleiri bóki miða. Spurð hvort hátt farmiðaverð skrifist á mikla eftirspurn eða breytingar á flugáætlun þá segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, eingöngu að staðan sé óbreytt.

Nýtt efni

Um síðustu mánaðamót var greint frá því á borgarvef Amsterdam að innan marka hennar væri að finna 10 snjalldælur sem ökumenn gætu nýtt sér án endurgjalds. Það sem greinir snjalldælu frá þessum hefðbundnu, sem ökumenn geta nálgast víða til að dæla lofti í bíldekkin, er að þær tryggja að þrýstingur sé réttur. Margir ökumenn hafa …

Eins og raunin var í gær, þá fá ferðamenn ekki að fara upp á Akrópólishæðina í Aþenu um miðjan daginn vegna óvenjulega mikils hita miðað við árstíma. Engum verður hleypt upp á hæðina frá hádegi til klukkan fimm síðdegis. Sama gildir um aðra fornleifastaði í landinu, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Allir sem hafa …

Í byrjun síðasta vetrar hóf Easyjet að fljúga tvisvar í viku milli London og Akureyrar. Aldrei áður höfðu áætlunarferðir verið í boði á þessari flugleið og íbúar á Norðurlandi tóku þessari nýjung fagnandi og voru í meirhluta sætanna í þotum breska flugfélagsins. Þetta mátti sjá á tölum norðlenska gististaða því breskum gestum fjölgaði ekki ýkja …

Ákvörðun Evrópusambandsins um að leggja allt að 38,1 prósents viðbótartoll á kínverska rafbíla vekur áhyggjur margra í alþjóðlega viðskiptaheiminum. Verndartollum er ætlað að hemja samkeppni að utan, reisa varnir á heimavelli, en leiða auðvitað gjarnan til þess að mótaðilinn svarar fyrir sig. Það óttast einmitt evrópskir framleiðendur, sem háðir eru viðskiptum við Kína, að gerist …

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðskiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …