Samfélagsmiðlar

Bandarískir ferðamenn njóta dollarsins

Efnahagsmál heimsins eru viðkvæm um þessar mundir, með mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi. En á sama tíma og verðlag fer hækkandi og allur kostnaður geta bandarískir ferðamenn þó yljað sér við það að dollarinn er sterkur.

Ferðafólk á leið í hvalaskoðun

Bandaríkjamenn eru stór hluti ferðafólks í Reykjavík þessa dagana.

Bandaríkjamenn streyma til Íslands og annarra Evrópulanda í sumarfrí. New York Times skrifar um það hvernig hagstætt gengi dollars gagnvart evru léttir þungann af annars háum ferðakostnaði í dýrtíðinni 2022.

Árið 2008 kostaði evran 1,58 dollara en er komin í um 1,04. Svipað er að segja um stöðuna gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Þetta hefur það í för með sér að bandarískur ferðamaður getur fengið meira fyrir minna – ef verðhækkanir hafa ekki étið upp hagstæðan gengismun. Dæmi er tekið af fimm evru vínglasi sem kostaði um átta dollara 2008 en nú aðeins 5,20. Leiguíbúð í París sem kostar um 104 dollara í sumar hefði kostað 158 árið 2008.

Hagfræðingar búast við að dollar verði u.þ.b. á pari við evru í árslok, einn á móti einni. Það hefur ekki gerst í 20 ár. Bandaríski seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti til að vinna á verðbólgunni og hefur það dregið að fjárfesta, sem eru jafnframt að leita að meira öryggi með sína peninga á meðan stríðið varir í Úkraínu. Þetta hefur verið tilhneigingin: Þegar óvissa er í heiminum leita fjárfestar í vaxandi mæli til Bandaríkjanna og það styrkir dollarann.

Eigandi ferðaskrifstofu í New York, sem sérhæfir sig í Evrópuferðum, líkir áhrifunum af hækkandi gengi dollars við sætuefni fyrir þá ferðamenn sem íhugi ferð til Evrópu í sumar þrátt fyrir hærri ferðakostnað og verðlag almennt. Sterkur dollar dregur úr beiskjunni sem fylgir hærri verðmiðum.

Evrópuferðin er sannarlega dýrari í ár en í fyrra en gengi dollarans mildar áhrifin verulega, t.d. er hagstæðara fyrir Bandaríkjamanninn að kaupa hótelherbergi í Evrópu heldur en heimafyrir – vegna gengisins. Hóteleigendur í París fagna góðum bókunum og leyfðu sér lítillegar hækkanir í ljósi eftirspurnar. Þeir gættu þó hófs í hækkunum til að hræða ekki burt viðskiptavinina. „Við viljum að fólk snúi til baka til Parísar, verði ánægt þar, og greiði sanngjarnt verð fyrir,“ segir einn hóteleigandinn við The New York Times.

Ráðin sem blaðið gefur bandaríska ferðamanninum eru kunnugleg: Greiddu með kreditkorti án kostnaðar við gengisyfirfærslu, taktu út reiðufé í gjaldeyri viðkomandi lands í hraðbanka og forðastu þá sem annast kaup og sölu gjaldeyris gegn þóknun á flugvöllum og brautarstöðvum. Veldu ævinleg að greiða í gjaldeyri viðkomandi lands þótt þér bjóðist að gera kaupin í dollurum.

En það er ekki aðeins hagstætt gengi dollars sem gerir bandarískan ferðamann sáttari en ella að ferðast erlendis. Margir áfangastaða þeirra eru enn að jafna sig eftir heimsfaraldurinn. Ekki er jafn yfirfullt af ferðamönnum og fyrir heimsfaraldur – og heimafólk gleðst yfir því að sjá ferðamanninn að nýju.

Nýtt efni

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir fyrir Breta til Íslands í áratugi en ferðaskrifstofa hans, Discover the World, hefur fleiri áfangastaði á boðstólum. Og kannski sem betur fer, því nú hefur eftirspurn eftir Íslandsreisum dregist saman. „Í fyrsta sinn í 40 ára sögu fyrirtækisins höfum við selt fleiri ferðir til Noregs en til Íslands. Fyrirspurnum um …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Við þessa breytingu lagðist tímabundið niður sala á gjaldeyri á Keflavíkurflugvelli þar sem Change Group hafði ekki fengið tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér …

„Við erum hörkuánægð með þessa leið," segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, aðspurður áhugaverðar farþegatölur frá í Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Þær sýna að 5.443 farþegar nýttu sér ferðir Icelandair til og frá flugvellinum í mars sl. sem þýðir þoturnar hafi verið þéttsetnar í nánast hverri ferð enda var sætanýtingin 94 prósent að …

Árið 1990 voru 60 prósent allra viðskipta í smásöluverslunum í Danmörku lokið með greiðslu peningaseðla. Búðirnar tóku á þessum árum fúslega við krumpuðum peningaseðlum og gáfu til baka annað hvort með öðrum jafn sjúskuðum peningaseðlum eða nýstraujuðum seðlum beint úr hirslum Seðlabankans.  Í dag, rúmum þrjátíu árum síðar, enda einungis 9 prósent innkaupa með greiðslu peningaseðla. …