Samfélagsmiðlar

Farþegar sem hegða sér illa

„Hátt verð á flugmiðum, langar biðraðir á flugvöllum, frestanir og niðurfellingar á flugferðum eru ekki einu streituvaldarnir sem mæta farþegum nú þegar umferðin er að komast á sama stig og fyrir heimsfaraldurinn. Truflandi og ósæmileg hegðun farþega er enn til staðar og verður meira áberandi í fullum vélunum.”

Eitthvað á þessa leið hefst ferðadálkur í bandaríska stórblaðinu Wall Street Journal. Því er líst hvernig farþegar teygi bera fætur yfir í næstu sæti, horfi á kvikmyndir í tölvu án heyrnartóla, rekist harkalega utan í sæti – eða sýni nærstöddum óvirðingu með því að skyrpa út úr sér því sem viðkomandi hefur nagað í burtu af nöglum og fingrum. Bent er á í þessum pistli í WSJ að á Covid-tímanum hafi góðu heilli dregið úr þessu nagi og skyrpingum af því að allir voru með grímur. 

Það reynir auðvitað frekar en áður á friðhelgi eða persónuleg mörk þegar sætisröðum er fjölgað í flugvélum til að auka nýtingu. Fótarými minnkar og þolgæði gagnvart frávikum í hegðun sessunauta sömuleiðis. Minnsta hreyfing sessunautar, eða þeirra sem sitja í röðinni fyrir framan eða aftan, getur verið til ama. Af umræddum ferðapsitli í WSJ má sjá að mikil og vaxandi gremja er meðal ferðalanga vegna ónærgætni eða tillitsleysi sessunauta og ferðafélaga.

Vitnað er í  Shawn Kathleen, fyrrverandi flugfreyju, sem heldur úti vinsælum reikningi Passenger Shaming, eða Farþegasmánun, á Instagram og Facebook, þar sem sagðar eru sögur og birtar vandræðalegar myndir af furðulegum uppátækjum í flugferðum. Það er eins og fólk telji að það megi bara gera allt af því að það hefur keypt flugmiða, segir í pistlinum.

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …