Samfélagsmiðlar

Treyst á að ferðafólkið gæti sín

Allir eru sem fyrr sammála um að auka þurfi öryggi í Reynisfjöru. Málefnalegir fundir og gagnlegir samráðsfundir eru haldnir. Samráðshópur á að skila tillögum til ráðherra fyrir septemberlok. Óljóst er hvenær lokið verður við uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Þangað til er treyst á dómgreind ferðafólks.

Ferðafólk í Reynisfjöru - Mynd: ÓJ

Það var margt ferðafólk í Reynisfjöru þegar tíðindamaður Túrista átti leið þar um í gær. Margir fóru langt inn fyrir ráðlögð varúðarmörk í fjörunni. Fólk virðist hreinlega ekki trúa því hversu fljótt hægur öldugangur getur breyst í hættulega brimskafla. Sumir klifu í klettum og dáðust að öldurótinu, sem virtist þá stundina sakleysislegt. Þetta heitir Black Sand Beach á ferðasíðunum og er gríðarvinsæll staður til að taka sjálfu til að smella inn á Instagram eða aðra samfélagsmiðla.

Kappklætt fólk á öllum aldri, skælbrosandi, með síma á lofti að taka mynd af sér með þessa fallegu fjöru og kletta í baksýn. Einhverjir virtust meðvitaðir um hættuna sem þarna leynist, héldu sig í hóflegri fjarlægð frá fjöruborðinu og öldunum, sem komu ein og ein, viðbúnir að hörfa enn fekar. Aðrir voru fullir sjálfstrausts, harðákveðnir að sleppa ekki þessu tækifæri til að ná ómótstæðilegum myndum. Óvíst hvort nokkur í fjörunni hafi vitað af nýafstaðnum samráðsfundi í Leikskálum í Vík eða velt fyrir sér hvaða tillögur verða lagðar fyrir ráðherra ferðamála með haustinu. Margar eru nefndirnar.

Þegar maður horfir á fólkið streyma úr rútunum og niður í fjöru og hvernig það nýtur náttúrunnar á þessum magnaða stað, vaknar þessi einfalda spurning: Er til of mikils ætlast að yfirvöld sjái til þess að vel búnir strandverðir gæti að ferðafólkinu og forði því að það fari sér stórlega að voða? Ferðafólkið er komið til að njóta Reynisfjöru og er vafalaust tilbúið að borga hóflegt gjald til þess.

Nú hafa orðið fimm banaslys í Reynisfjöru á sjö árum og til viðbótar hafa margir verið hætt komnir, verið bjargað á síðustu stundu úr bráðum háska. Enginn vill loka fjörunni eða reisa miklar varnargirðingar – spilla villtum sjarma Reynisfjöru. Viðvörunarkerfið sem unnið er að mun örugglega hjálpa en kemur tæplega í stað öryggisgæslu strandvarða á hinni undurfögru og mögnuðu Black Sand Beach.

Nýtt efni

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …