Samfélagsmiðlar

Heimurinn með augum samkynhneigðs flugmanns

Mark Vanhoenacker er bandarískur flugmaður og rithöfundur. Nýjasta bók hans heitir Imagine a City: A Pilot´s Journey Across the Urban World. Þar lýsir höfundur reynslunni af því að alast upp í smábæ í Massachusetts, leit að eigin sjálfsmynd sem homma, og hvernig samkynhneigðir horfa á heiminn. Hryðjuverkaárásin í Ósló er áminning um þær ógnir sem sam samkynhneigðir lifa við.

Úr NYT

Bókina hefur ekki rekið á fjörur Túrista en í vikunni ritaði þessi athyglisverði flugmaður pistil í ferðablað The New York Times. Fyrirsögnin var upp á íslensku: Samkynhneigður flugmaður varpar ljósi á þýðingu ferðalaga fyrir hinsegin fólk. Forvitnin var vakin. Víða um heim hafa gleðigöngur homma og lesbía mikið aðdráttarafl, Gay Pride er fagnað með tilþrifum og undirstrikað er hversu mikilvægur sýnileiki menningar samkynhneigðra er í samtímanum. Löng og erfið barátta hefur þá skilað þessum árangri þó enn sé á brattann að sækja. Hryðjuverkaárásinni í miðborg Óslóar var einmitt beint að samkynhneigðum í aðdraganda gleðigöngu í einu af frjálslyndari löndum heims. Þetta er áfall fyrir Norðmenn, samfélag hinsegin fólks og alla sem styðja opið og frjálst samfélag.

Mark Vanhoenacker þekkir baráttuna, þurfti sjálfur að heyja innri baráttu og styrkja eigin sjálfsmynd sem hommi. Í þessari grein í New York Times segir hann frá þeim borgum sem hjálpuðu honum einmitt til þess – að finna sjálfan sig og láta drauma sína rætast.

Fyrsta nefnir Mark Vanhoenacker Amsterdam í Hollandi. Þangað flaug hann 14 ára, dvaldi hjá lesbíum, vinkonum foreldra hans, kynntist daglegri rútínu þeirra og notalegu fjölskyldulífi. Þarna segist Mark hafa skilist að djúpstæðasti ótti hans var óþarfur: Fyrst að foreldrar hans voru svona góðir vinir þessa lesbíska pars í Amsterdam hlutu þau einhvern tímann að geta elskað hann sjálfan – ef hann segði þeim sannleikann um sig einn daginn. Næst var það Montreal, höfuðborg franskra menningaráhrifa vestanhafs, sem er aðeins dagleið frá smábænum þar sem hann ólst upp hinum megin landamæranna, en þarna á milli var meginmunur á menningu. Loks var það í Tokyo í Japan, þar sem höfundur bjó um tíma og kynntist meira frelsi en nokkru sinni áður. Sjálfsmyndin var mótuð.

„Fyrir flest LBGT+ fólk sem hefur tíma, efni og svigrúm til að ferðast er nærtækasta skýringin á ferðaáhuga sú að hitta annað hinsegin fólk,“ segir Mark. Fyrir þá sem enn eru að átta sig á sjálfum sér eru ferðalögin tilvalin en raunar er tilgangur annarra hreinlega að flýja fordóma og kúgun, segir hann. Ekki er enn sjálfsagt fyrir hinsegin fólk að njóta virðingar og jafnréttis, í mörgum löndum má það búa við stöðuga áreitni, jafnvel ofbeldi og fangelsanir, eins og allir vita. Árásin í Ósló er áminning um hversu brothætt samfélagið er og réttindi okkar viðkvæm.

Mark Vanhoenacker dreymdi um frelsi og ferðaðist fyrst í huganum. Fyrsta ferðalag allra, ekki síst þeirra sem líður illa, er auðvitað í huganum. Mark dreymdi ungan um að verða flugmaður og ferðast til fjarlægra borga í von um nýtt og hinsegin líf. „Þegar mestu áhyggjurnar sóttu að á æskuárunum vaknaði vonin um að verða ég sjálfur einn daginn á einhverjum öðrum stað.“

Þú færð aðgang að öllu efni Túrista næstu tvo mánuði fyrir 2.000 kr. Notaðu afsláttarkóðann SUMAR2022 hér. Áskrift endurnýjast á fullu verði í framhaldinu en alltaf hægt að segja upp.

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …