Samfélagsmiðlar

Heimurinn með augum samkynhneigðs flugmanns

Mark Vanhoenacker er bandarískur flugmaður og rithöfundur. Nýjasta bók hans heitir Imagine a City: A Pilot´s Journey Across the Urban World. Þar lýsir höfundur reynslunni af því að alast upp í smábæ í Massachusetts, leit að eigin sjálfsmynd sem homma, og hvernig samkynhneigðir horfa á heiminn. Hryðjuverkaárásin í Ósló er áminning um þær ógnir sem sam samkynhneigðir lifa við.

Úr NYT

Bókina hefur ekki rekið á fjörur Túrista en í vikunni ritaði þessi athyglisverði flugmaður pistil í ferðablað The New York Times. Fyrirsögnin var upp á íslensku: Samkynhneigður flugmaður varpar ljósi á þýðingu ferðalaga fyrir hinsegin fólk. Forvitnin var vakin. Víða um heim hafa gleðigöngur homma og lesbía mikið aðdráttarafl, Gay Pride er fagnað með tilþrifum og undirstrikað er hversu mikilvægur sýnileiki menningar samkynhneigðra er í samtímanum. Löng og erfið barátta hefur þá skilað þessum árangri þó enn sé á brattann að sækja. Hryðjuverkaárásinni í miðborg Óslóar var einmitt beint að samkynhneigðum í aðdraganda gleðigöngu í einu af frjálslyndari löndum heims. Þetta er áfall fyrir Norðmenn, samfélag hinsegin fólks og alla sem styðja opið og frjálst samfélag.

Mark Vanhoenacker þekkir baráttuna, þurfti sjálfur að heyja innri baráttu og styrkja eigin sjálfsmynd sem hommi. Í þessari grein í New York Times segir hann frá þeim borgum sem hjálpuðu honum einmitt til þess – að finna sjálfan sig og láta drauma sína rætast.

Fyrsta nefnir Mark Vanhoenacker Amsterdam í Hollandi. Þangað flaug hann 14 ára, dvaldi hjá lesbíum, vinkonum foreldra hans, kynntist daglegri rútínu þeirra og notalegu fjölskyldulífi. Þarna segist Mark hafa skilist að djúpstæðasti ótti hans var óþarfur: Fyrst að foreldrar hans voru svona góðir vinir þessa lesbíska pars í Amsterdam hlutu þau einhvern tímann að geta elskað hann sjálfan – ef hann segði þeim sannleikann um sig einn daginn. Næst var það Montreal, höfuðborg franskra menningaráhrifa vestanhafs, sem er aðeins dagleið frá smábænum þar sem hann ólst upp hinum megin landamæranna, en þarna á milli var meginmunur á menningu. Loks var það í Tokyo í Japan, þar sem höfundur bjó um tíma og kynntist meira frelsi en nokkru sinni áður. Sjálfsmyndin var mótuð.

„Fyrir flest LBGT+ fólk sem hefur tíma, efni og svigrúm til að ferðast er nærtækasta skýringin á ferðaáhuga sú að hitta annað hinsegin fólk,“ segir Mark. Fyrir þá sem enn eru að átta sig á sjálfum sér eru ferðalögin tilvalin en raunar er tilgangur annarra hreinlega að flýja fordóma og kúgun, segir hann. Ekki er enn sjálfsagt fyrir hinsegin fólk að njóta virðingar og jafnréttis, í mörgum löndum má það búa við stöðuga áreitni, jafnvel ofbeldi og fangelsanir, eins og allir vita. Árásin í Ósló er áminning um hversu brothætt samfélagið er og réttindi okkar viðkvæm.

Mark Vanhoenacker dreymdi um frelsi og ferðaðist fyrst í huganum. Fyrsta ferðalag allra, ekki síst þeirra sem líður illa, er auðvitað í huganum. Mark dreymdi ungan um að verða flugmaður og ferðast til fjarlægra borga í von um nýtt og hinsegin líf. „Þegar mestu áhyggjurnar sóttu að á æskuárunum vaknaði vonin um að verða ég sjálfur einn daginn á einhverjum öðrum stað.“

Þú færð aðgang að öllu efni Túrista næstu tvo mánuði fyrir 2.000 kr. Notaðu afsláttarkóðann SUMAR2022 hér. Áskrift endurnýjast á fullu verði í framhaldinu en alltaf hægt að segja upp.

Nýtt efni

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …

Á fimmta hundrað flugvallarstarfsmenn í Ósló og Bergen munu leggja niður störf á miðnætti ef ekki nást samningar um nýjan kjarasamning. Viðræðurnar stranda aðallega á kröfum um bætt lífeyrisréttindi og aukin veikindarétt að því segir í frétt Norska ríkisútvarpsins. Ef til verkfalls kemur er viðbúið að það hafi mikil áhrif á umferðina um flugvellina í …