Samfélagsmiðlar

Miklir möguleikar í Alaska

Arctic Adventures hafa keypt ferðaþjónustufyrirtækin All Alaska Tours og Alaska Private Touring og stefna að uppbyggingu á grunni þeirrar reynslu sem fyrirtækið hefur aflað hér heima í ævintýra- og afþreyingarferðum.

Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures

Gréta María segir mikla sóknarmöguleika í Alaska.

Það er sameiginlegt félag Arctic Adventures og fjárfestingafélagið Pt Capital sem stendur að kaupunum. Pt Capital er stofnað í Alaska og hefur fjárfest töluvert í ferðageiranum á Íslandi á síðustu árum, t.d. í KEA-hótelunum. Nú hafa þessir fjárfestar frá Alaska vakið áhuga Íslendinga á möguleikunum í hinu norðlæga heimaríki þeirra. „Við viljum nýta okkur þann lærdóm sem við höfum dregið af rekstrinum hér heima og nýta hann annars staðar,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures, sem verður meirihlutaeigandi í sameiginlegu félagi: Arctic Adventures Alaska.

„Okkur dugar eiginlega að leita í eigið nafn að strategíu: Arctic Adventures. Við erum sérfræðingar í ferðum og ævintýrum á norðurslóðum. Ísland er vinsælt og Alaska er vinsælt af sömu ástæðum.“

Vilja lengja ferðatímabilið

Gréta María segir mikil líkindi með Íslandi og Alaska út frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar. Margt í umhverfi, landslagi, og afþreyingarmöguleikum sé líkt. „Við erum að fara inn á markað með mjög sambærilegt vöruframboð og við erum með hér heima. Þekkjum þetta svið. Þarna eru gríðarleg tækifæri og við vonumst eftir vaxandi áhuga og umferð. Ferðatímabilið er mjög stutt í Alaska, álíka og það var hér á Íslandi fyrir 10 til 20 árum, og þau hafa einblínt á að sinna því – sumarmánuðunum þremur. Margt er lokað utan þessa tíma. Því eru sannarlega tækifæri fyrir okkur að nýta reynsluna sem við höfum aflað og viðskiptamódelið sem við höfum byggt upp og lengja ferðatímabilið.“

Með kaupunum er Arctic Adventures að fjárfesta í sölufyrirtæki með góða þekkingu á vöruframboðinu í Alaska og bandarískur fyrri eigandi ætlar að starfa áfram hjá fyrirtækinu. „Við þurfum að nota tímann til læra, skilja hvað er líkt með því sem við þekkjum fyrir og hvað ólíkt. Síðan sjáum við tækifæri í þróun sjálfra ferðanna líka.“ Að vissu marki erum við hér á Íslandi lengra komin í þróun ferðaþjónustunnar en þau í Alaska, segir Gréta María, og það sést aðallega á því að hér er þjónustan orðin kröftug starfsgrein árið um kring.

Vilja laða að ferðafólk frá Asíu

Fyrir heimsfaraldurinn var Icelandair með áætlunarflug til Anchorage í Alaska frá Keflavík, sem hentar vel sem tengistöð milli Evrópu og Alaska. Þau hjá Arctic Adventures vonast auðvitað til að þráðurinn verði tekinn upp að nýju og að við bætist fleiri sem sjái tækifærin í Alaska. En þó áætlunarflug frá Evrópu hafi fallið niður er enn flogið þarna á milli í leiguflugi. Að lang stærstum hluta er það þó bandarískt ferðafólk sem fer í frí til Alaska. En tækifærin eru á fleiri markaðssvæðum, segir Gréta María Grétarsdóttir: „Alaska liggur mjög vel við flugi frá Asíu. Við teljum þess vegna þessa tímasetningu mjög góða – að laða að ferðafólk frá Asíu – úr hinni áttinni. Bandaríkjamenn verða þó áfram mikilvægastir. Þá má ekki gleyma að Alaska laðar til sín fjölda skemmtiferðaskipa. Raunar kemur megnið að ferðafólkinu með skipunum.“

Ævintýraland náttúruunnandans

Gréta María fór til Alaska og lýsir fallegri náttúru og auðugu dýralífi. Þá sé vaxandi áhugi á frumbyggjum og menningu þeirra. Anchorage er um flest dæmigerð bandarísk borg en óvenjuleg að því leyti að íbúarnir deila henni með elgum, skallaörnum, björnum og bifrum, og laxinn gengur í árnar sem renna þarna um. Flest ferðafólkið vill þó út úr borginni, út í villta náttúruna og upp á jökla. Þar ætti þekking Arctic Adventures að koma að góðu gagni við uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Afþreyingarmöguleikar eru óteljandi og segir Gréta María að þau séu að kortleggja þá og ákveða hver verði næstu skref í þessari íslensku sókn í Alaska.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …