Samfélagsmiðlar

Miklir möguleikar í Alaska

Arctic Adventures hafa keypt ferðaþjónustufyrirtækin All Alaska Tours og Alaska Private Touring og stefna að uppbyggingu á grunni þeirrar reynslu sem fyrirtækið hefur aflað hér heima í ævintýra- og afþreyingarferðum.

Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures

Gréta María segir mikla sóknarmöguleika í Alaska.

Það er sameiginlegt félag Arctic Adventures og fjárfestingafélagið Pt Capital sem stendur að kaupunum. Pt Capital er stofnað í Alaska og hefur fjárfest töluvert í ferðageiranum á Íslandi á síðustu árum, t.d. í KEA-hótelunum. Nú hafa þessir fjárfestar frá Alaska vakið áhuga Íslendinga á möguleikunum í hinu norðlæga heimaríki þeirra. „Við viljum nýta okkur þann lærdóm sem við höfum dregið af rekstrinum hér heima og nýta hann annars staðar,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures, sem verður meirihlutaeigandi í sameiginlegu félagi: Arctic Adventures Alaska.

„Okkur dugar eiginlega að leita í eigið nafn að strategíu: Arctic Adventures. Við erum sérfræðingar í ferðum og ævintýrum á norðurslóðum. Ísland er vinsælt og Alaska er vinsælt af sömu ástæðum.“

Vilja lengja ferðatímabilið

Gréta María segir mikil líkindi með Íslandi og Alaska út frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar. Margt í umhverfi, landslagi, og afþreyingarmöguleikum sé líkt. „Við erum að fara inn á markað með mjög sambærilegt vöruframboð og við erum með hér heima. Þekkjum þetta svið. Þarna eru gríðarleg tækifæri og við vonumst eftir vaxandi áhuga og umferð. Ferðatímabilið er mjög stutt í Alaska, álíka og það var hér á Íslandi fyrir 10 til 20 árum, og þau hafa einblínt á að sinna því – sumarmánuðunum þremur. Margt er lokað utan þessa tíma. Því eru sannarlega tækifæri fyrir okkur að nýta reynsluna sem við höfum aflað og viðskiptamódelið sem við höfum byggt upp og lengja ferðatímabilið.“

Með kaupunum er Arctic Adventures að fjárfesta í sölufyrirtæki með góða þekkingu á vöruframboðinu í Alaska og bandarískur fyrri eigandi ætlar að starfa áfram hjá fyrirtækinu. „Við þurfum að nota tímann til læra, skilja hvað er líkt með því sem við þekkjum fyrir og hvað ólíkt. Síðan sjáum við tækifæri í þróun sjálfra ferðanna líka.“ Að vissu marki erum við hér á Íslandi lengra komin í þróun ferðaþjónustunnar en þau í Alaska, segir Gréta María, og það sést aðallega á því að hér er þjónustan orðin kröftug starfsgrein árið um kring.

Vilja laða að ferðafólk frá Asíu

Fyrir heimsfaraldurinn var Icelandair með áætlunarflug til Anchorage í Alaska frá Keflavík, sem hentar vel sem tengistöð milli Evrópu og Alaska. Þau hjá Arctic Adventures vonast auðvitað til að þráðurinn verði tekinn upp að nýju og að við bætist fleiri sem sjái tækifærin í Alaska. En þó áætlunarflug frá Evrópu hafi fallið niður er enn flogið þarna á milli í leiguflugi. Að lang stærstum hluta er það þó bandarískt ferðafólk sem fer í frí til Alaska. En tækifærin eru á fleiri markaðssvæðum, segir Gréta María Grétarsdóttir: „Alaska liggur mjög vel við flugi frá Asíu. Við teljum þess vegna þessa tímasetningu mjög góða – að laða að ferðafólk frá Asíu – úr hinni áttinni. Bandaríkjamenn verða þó áfram mikilvægastir. Þá má ekki gleyma að Alaska laðar til sín fjölda skemmtiferðaskipa. Raunar kemur megnið að ferðafólkinu með skipunum.“

Ævintýraland náttúruunnandans

Gréta María fór til Alaska og lýsir fallegri náttúru og auðugu dýralífi. Þá sé vaxandi áhugi á frumbyggjum og menningu þeirra. Anchorage er um flest dæmigerð bandarísk borg en óvenjuleg að því leyti að íbúarnir deila henni með elgum, skallaörnum, björnum og bifrum, og laxinn gengur í árnar sem renna þarna um. Flest ferðafólkið vill þó út úr borginni, út í villta náttúruna og upp á jökla. Þar ætti þekking Arctic Adventures að koma að góðu gagni við uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Afþreyingarmöguleikar eru óteljandi og segir Gréta María að þau séu að kortleggja þá og ákveða hver verði næstu skref í þessari íslensku sókn í Alaska.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …