Samfélagsmiðlar

Erfitt fyrir ferðaþjónustuna að keppa við hið opinbera um íslenskt starfsfólk

Framkvæmdastjóri SAF segir ríkið og ráðamenn geta auðveldað ferðaþjónustunni að fá bæði Íslendinga og útlendinga til starfa.

Ferðamenn við Námaskarð.

Í heimsfaraldrinum voru sóttvarnaraðgerðir við landamæri strangar og fáir ferðuðust. Hótel, flugfélög og önnur ferðaþjónustufyrirtæki sögðu upp fjölda fólks og það hefur gengið illa að manna alla stöður á nýjan leik. Þetta vandamál endurspeglast meðal annars í í örtröð á evrópskum flugvöllum í sumar.

Eins og staðan er í dag þá þarf evrópsk ferðaþjónusta á að halda 1,2 milljónum starfsmanna sem allra fyrst. Ef það tekst ekki þá stefnir í óefni í greininni samkvæmt nýrri úttekt Evrópuráðsins. 

Spurður um stöðuna hér á landi þá segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að laus störf í ferðaþjónustu hafa verið um átta hundruð á fyrsta fjórðungi ársins samkvæmt Hagstofunni. 

„Sú tala hefur örugglega hækkað þar sem störfum fjölgar yfir háönnina og félagsmenn okkar um allt land tala enn um að flókið sé að fylla störf.” 

Jóhannes bætir því við að hann telji að lausu stöðunnar séu hlutfallslega færri hér á landi en almennt eigi við í evrópskri ferðaþjónustu. Vandinn birtist þó með samskonar hætti. Nú er fleira starfsfólk hér frá Miðjarðarhafslöndunum en fyrir heimsfaraldur þegar flestir komu frá Austur-Evrópu. Þetta er í takt við þær breytingar sem sjást í suðurhluta Evrópu. Þangað komi Pólverjar í auknum mæli í frí en ekki til vinnu.

„Laun á Íslandi eru enn há í alþjóðlegum samanburði og laun í ferðaþjónustu hér á landi ná yfir allan skalann. Við sjáum frekar að fyrirtæki hafi þurft að bjóða hærri laun fyrir sérmenntaða starfsmenn, fjallaleiðsögumenn, kokka og svo framvegis,” svarar Jóhannes þegar spurt er hvort launin fæli fólk frá störfum í ferðaþjónustu.

Hann telur þó að erfitt verði að keppa við kjörin sem hið opinbera býður hér á landi.

„Íslensk ferðaþjónusta mun næstu árin þurfa að treysta meira á erlent vinnuafl en fyrir faraldur þar sem um fimm þúsund Íslendingar hættu störfum í greininni og þeir munu koma hægt til baka. Meðal annars vegna þess að stór hluti þeirra hóf störf hjá hinu opinbera. Þetta sýnir að samkeppnishæfni almenna vinnumarkaðarins gagnvart opinbera geiranum er orðið áhyggjuefni sem stjórnvöld verða að fara að taka alvarlega.”

En þrátt fyrir að launin í íslenskri ferðaþjónustu séu ennþá há í samanburði við það sem þekkist víða annars staðar þá er skortur á íbúðum fyrir starfsfólk. 

„Húsnæðismál eru mikið vandamál um allt land. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eiga verulega erfitt með að fá húsnæði fyrir erlent starfsfólk og nú þegar meiri þörf er á útlendingum þá verður meiri þrýstingur á þann vanda. Húsnæðisvandinn er og verður áfram eitt af meginvandamálum greinarinnar næstu árin,” segir Jóhannes.

Til að ráða bót á mönnunarvandanum þá horfir SAF til bæði til styttri og lengri tíma. Þannig hefur verið unnið að því einfalda upplýsingagjöf um ráðningaferli erlendra starfsmanna, bæði fyrir fólkið sjálft en líka atvinnurekendur. Og Jóhannes segir að stjórnvöld geti beitt sér fyrir því að einfalda ráðningaferla og þau skilyrði sem sett eru fyrir ráðningu starfsfólks utan EES-svæðisins.

„Þá væri einnig hægt að skilgreina leiðir um hælisleitenda- og atvinnuleitendaferilinn betur því þekkt er að hluti fólks er fyrst og fremst að leita að betra lífi og atvinnu utan heimalandsins en flækist inn í hælisleitendaferilinn í staðinn,” útskýrir Jóhannes.

Hann tiltekur jafnframt að þörfina fyrir nám sem tengjast ferðaþjónustu á framhaldsskólastigi og mikilvægi þess að horfa til langtímahvatningar varðandi fjölgun í kokka- og þjónanámi og eins í menntun leiðsögumanna. 

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …