Samfélagsmiðlar

Ráðherra bregst við gagnrýni

Ferðamálaráðherra segir í Morgunblaðinu í dag að það sé forgangsmál í ráðuneyti sínu að móta nýja aðgerðaáætlun á sviði ferðamála. Framkvæmdastjóri Eldingar - Hvalaskoðunar og stjórnarformaður Íslenska ferðaklasans gagnrýndi einmitt í viðtali við Túrista í gær áhugaleysi stjórnvalda og að ekkert bólaði á slíkri áætlun.

Morgunblaðið, 27.8.2022

Grein Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, í Morgunblaðinu er með fyrirsögninni „Ferðaþjónustan styrkir ytri stöðu íslenska þjóðarbúsins.“ Þar er bent á að nú að loknum heimsfaraldri sé það enn á ný ferðaþjónustan sem drífi áfram hagvöxt í landinu. Ráðherra segir að áfram sé gert ráð fyrir „kröftugum bata“ í ferðaþjónustunni en viðurkennir að í verðlagshækkunum og verðbólgu felist vissulega áskoranir.

Í viðtali sem Túristi birti daginn áður en grein ráðherrans kom fyrir augu lesenda Morgunblaðsins gagnrýnir Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Eldingar, aðgerðaleysi stjórnvalda í málefnum ferðaþjónustunnar. Auk þess að reka Eldingu er Rannveig formaður Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja og er stjórnarformaður Íslenska ferðaklasans. „Það er þetta áhugaleysi hjá ríkisvaldinu. Okkur líður þannig að fókusinn sé farinn. Nú sé ferðaþjónustan komin á fullt, erfiðleikarnir að baki, við búin að jafna okkur. En þetta gerist ekki á þremur mánuðum. Farið var í stefnumótun og mikla vinnu fyrir þremur árum en ekki er komin nein aðgerðaáætlun! Við höfum mjög kallað eftir aðgerðaáætlun en fáum lítil svör. Engi merki eru um það yfir höfuð að verið sé að vinna slíka áætlun.” Þessu svarar ráðherra með sínum hætti í Morgunblaðinu – án þess að nefna einu orði gagnrýni Rannveigar:

„Eitt helsta forgangsverkefnið nú í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti er að móta nýja og öfluga aðgerðaáætlun á sviði ferðamála á grunni Framtíðarsýnar og leiðarljóss íslenskrar ferðaþjónustu til 2030. Þar er lögð áhersla á sjálfbærni á öllum sviðum.“

Lilja minnist ekki á hvalveiðar í grein sinni í Morgunblaðinu en fyrr í sumar kom fram sú skoðun hennar að hún teldi ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða til að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Í viðtalinu við Túrista ítrekaði Rannveig óánægju sína með þessa afstöðu ráðherra ferðamála og sagði að „það væri mikilvægt skref í umhverfis- og sjálfbærnimálum“ að hætta hvalveiðum.

„Ísland væri að taka afstöðu. Stjórnvöld hafa ekki hleypt hvalaskoðunarfyrirtækjunum að borðinu hjá Alþjóða hvalveiðiráðinu, sem fjallar þó um hvalaskoðun og áhrif þeirra á hvali í heiminum. Ísland viðurkennir hinsvegar ekki að hvalaskoðun sé nýting.“  

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …