Samfélagsmiðlar

Fjögur ESB-ríki vísa rússnesku ferðafólki burt

Landamærabærin Narva í Eistlandi

Pólland, Eistland, Lettland og Litáen hófu þessar aðgerðir gegn komum Rússa á mánudag en Finnland hefur ekki enn gripið til sömu ráðstafana. Finnar takmarka þó komur rússnesks ferðafólks með því að bóka færri viðtöl vegna beiðna um vegabréfsáritun. 

Evrópusambandið og aðildarríki þess hafa stöðugt hert refsiaðgerðir gegn Rússum frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst 24. febrúar síðastliðinn. Allt flug frá Rússlandi hefur verið bannað, aðeins er hægt að ferðast frá Rússlandi með lestum eða akandi, og fyrr í mánuðinum voru sett mörk á útgáfu ferðaheimilda um Schengen-svæðið. 

Aðgerðir Póllands og Eystrasaltsríkjanna beinast gegn rússnesku ferðafólki en andófsfólk sem óskar landvistar, bílstjórar vöruflutningabíla, flóttamenn og allir sem eiga lögheimili í Evrópusambandslöndum og þeir sem ætla sannanlega að heimsækja ættingja, eru undanskildir banni um að fara yfir landamærin.

Reuters-fréttastofan segir frá því að á sunnudagskvöld hafi Rússar hópast í gegnum eistneska landamærabæinn Narva áður en nýju reglurnar tóku gildi. Níu af hverjum tíu íbúm bæjarins eru rússneskumælandi. Margir Rússar sem sótt hafa vinnu eða eru á annan hátt háðir nánum samskiptum þvert á landamæri eru nú uggandi um sinn hag.

Eystrasaltsríkin þrjú, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum en eiga nú aðild að Evrópusambandinu, eru afdráttarlaus í afstöðu til innrásar Rússa í Úkraínu. Lettneski utanríkiráðherrann, Edgar Rinkevics, sagði í færslu á Twitter á dögunum: „Rússar, reynið ekki að koma yfir landamærin. Þið eruð ekki velkomin – þið verðið að hætta stríðsrekstri gegn Úkraínu og hverfa á brott úr landinu fagra.”

Á sama tíma hafa ráðamenn í Berlín og París lagst gegn ferðabanni Rússa og sagt að það myndi ekki hafa tilætlaðan árangur. Þá hafa stjórnvöld í Finnlandi sagt að framtíð Schengen-samkomulagsins sé í húfi. Það gangi ekki upp að sum aðildarríkin veiti Rússum ferðaheimild á meðan önnur geri það ekki.

Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, lýsti áhyggjum af þessum klofningi innan Evrópusambandsins. Ljóst væri að rússneskt ferðafólk myndi nú streyma í átt að finnsku landamærunum.

Það eru sem sagt enn göt á girðingunni sem aðskilur rússnesku árásarþjóðina frá vestrinu. 

Nýtt efni

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …