Samfélagsmiðlar

Vilja ekki ferðast með pabba og mömmu

Þau eru býsna stór upp á sig nútímabörnin. Nú þykir þeim hallærislegt að ferðast með foreldrum sínum, ef marka má könnun sem norræna Apollo-ferðaskrifstofan gerði og danski ferðafjölmiðilinn Standby.dk segir frá.

Brottfararsalur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Þau hjá Apollo búast við töluverðri spurn eftir utanlandsferðum í haust, jafnvel svo að níu af hverjum tíu ferðum eru að verða uppseldar. Einn áfangastaður sker sig úr: Grikkland. Þangað vilja flestir danskir, norskir, sænskir og finnskir ferðamenn halda og njóta haustblíðu þegar kólna tekur heima fyrir og rigningardögum fjölgar. Aðrir kjósa frekar að fara til Spánar, Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Kýpur eða Tyrklands. Ef nánar er rýnt í það hvaða áfangastaðir það eru í fyrrnefndum löndum sem bókaðar hafa verið ferðir til þá kemur í ljós að í fyrstu þremur sætunum eru Krít, Gran Canaria og Fuerteventura. Næst á eftir fylgja Parga í Grikklandi og í fimmta sæti er eftirlætisstaður Íslendinga, Tenerife.

Norrænir ferðamenn, að Íslendingum og Færeyingum ótöldum, vilja líka gjarnan komast í stuttar borgarferðir á hausdögum. London, Róm og Barselóna eru vinsælir áfangastaðir en í fjórða sæti er New York, sem hefur verið erfitt að nálgast á síðustu árum vegna Covid-19. Nú hafa landamærin hinsvegar verið opnuð að fullu og heimsborgin vestanhafs lokkar marga til sín sem fyrr. Í fimmta sæti er svo París. Þau hjá Apollo segja að New York hafi ýtt Prag út af topplistanum en nefna um leið að margir vilji líka fara til Aþenu. 

Jafnvel þó starfsfólk Apollo greini mikinn og vaxandi ferðavilja sinna viðskiptavina þá eru þeir hinir sömu ekki endilega til í að skella sér í stórborgarferð með hverjum sem er. Apollo gerði könnun í samstarfi við skoðanakannanafyrirtækið Mantap Global AB í áðurnefndnum fjórum norrænum ríkjum. Í ljós kom að 43 prósent kjósa að fara í slíka ferð með sambýlingi, 28 prósent vilja hafa börnin með í för en 16 prósent segjast vilja skella sér í svona reisu með vinum. Aðeins þrjú og hálft prósent aðspurðra nefndu að þau kysu helst að ferðast með foreldrum sínum. Næstum helmingi fleiri eru alveg til í að fara einir í stórborgarferð í haust. Apollo segir raunar að slíkar sólóreisur njóti stöðugt meiri hylli. 

Apollo er leiðandi ferðaskrifstofa á Norðurlöndum, starfar í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og heyrir undir DER Touristic Nordic sem er hluti af þýsku ferðasamsteypunni REWE. 900 manns starfa undir merkjum Apollo og þjóna einni milljón ferðamanna á Norðurlöndum.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …