Samfélagsmiðlar

Olíureikningur flugfélaganna lækkar

Hækkun fargjalda var boðuð í lok síðasta vetrar til að takast á við ört hækkandi olíuverð. Nú stefnir í að flugfélögin þurfti ekki að eyða eins háu hlutfalli af tekjum sínum í kaup á eldsneyti.

Það hefur verið dýrt að dæla eldsneyti á þotur sem og einkabíla að undanförnu. Nú þegar færri eru á ferðinni lækkar verðið.

Óvenju stór hluti af tekjum Icelandair og Play hefur farið í kaup á þotueldsneyti enda rauk olíuverð upp eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar. Play borgaði til að mynda 2,2 milljarða kr. fyrir eldsneyti á öðrum fjórðungi ársins, apríl til júní, en þá voru farþegatekjurnar 4,2 milljarðar kr. Önnur hver króna sem félagið aflaði endaði því í vasa olíufélaga.

Hjá Icelandair var hlutfallið lægra því það félag keypti eldsneyti fyrir 13,8 milljarða kr. á fjórðungnum en farþegatekjurnar námu á sama tíma um 36 milljörðum kr. Um 38 prósent af tekjunum fóru því í olíuna en hlutfallið var 28 prósent á öðrum ársfjórðungi 2018. En þess ber að geta að ekki er hægt að bera saman við árið 2019 því þá voru skaðabætur vegna alvarlegra galla í Max þotunum færðar sem farþegatekjur í bókhaldi Icelandair. Þetta var gert til að fela upphæðina sem fékkst frá Boeing.

Niður fyrir 1000 dollara

Síðustu þrjár vikur hefur verð á þotueldsneyti lækkað umtalsvert eða um nærri fimmtung. Nú kostar tonnið 964 dollara eða 134 þúsund krónur. Til samanburðar var meðalverðið á öðrum fjórðungi ársins 1.292 dollarar sem jafngilti nærri 169 þúsund krónum.

Það má því ljóst vera að sú lækkun sem orðið hefur á eldsneyti að undanförnu er mikil búbót í rekstri flugfélaganna tveggja. Bæði hafa þó gert samninga um fyrirframkaup á eldsneyti sem gerir það að verkum að lækkunin kemur ekki fram með sama hætti hjá keppinautunum.

Icelandair hefur þannig fest verð á fjórðungi af eldsneytisþörfinni við 935 dollara á tonnið. Sú upphæð er lægri en heimsmarkaðsverðið er í dag. Play borgar hins vegar nokkru meira því félagið kaupir þrjátíu prósent af sínu eldsneyti á 1.240 dollara tonnið. Sá samningur er gerður við Skeljung sem hagnast þá á mismuninum sem nú er.

Veltu út í verðlagið

Olíuverð hækkaði umtalsvert í ársbyrjun og tók kipp upp á við þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar sem fyrr segir. Í kjölfarið tilkynntu stjórnendur Play að þar á bæ yrði tekið upp eldsneytisálag og Icelandair tvöfaldaði sitt gjald. Þar með varð álagið umtalsvert hærra en hjá Play líkt og Túristi greindi frá á sínum tíma.

„Fyrir okkur er þetta einfalt dæmi. Við teljum að þessar hækkanir tengdar stríðinu í Úkraínu muni auka kostnaðinn okkar um 10 milljónir bandaríkjadollara (um 1,3 milljarðar kr.) á þessu ári. Við munum fljúga með um eina milljón farþega á árinu og því er gjaldið reiknað miðað við það og aðrar slíkar forsendur nú í lok mars,“ útskýrði Birgir Jónsson, forstjóri Play, í lok mars.

Verð á olíu í sumar var þó á löngu tímabili um fimmtungi hærra en það hafði verið þegar eldsneytisálag Play kom til sögunnar. Í dag er verðið hins vegar á svipuðu slóðum og þá var.

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …