Samfélagsmiðlar

Fjöldatakmarkanir á Mallorca

Yfirvöld á spænsku Miðjarðarhafseynni Mallorca íhuga að setja takmörk á framboð gistirýma til að takast á við troðslutúrisma. Talað er um að miða við 430 þúsund rúm á eynni allri. Þungur straumur ferðafólks hefur legið til Mallorca eftir að heimsfaraldrinum lauk.

„Við viljum sjá verðmætari en umfangsminni ferðaþjónustu,“ sagði Catalina Cladera, forseti sjálfsstjórnareyjunnar Mallorca, á dögunum þegar hann ræddi hugmyndir um að hemja troðningstúrismann með takmörkunum á fjölda hótelrúma.

Eftir að heimsfaraldrinum lauk fengu þau á Mallorca fleiri gesti en nokkru sinni áður. Öll hótelrými fylltust og sömuleiðis leiguíbúðir. „Þá upphófst að nýju umræðan um að ferðamenn væru alltof margir. En það átti í raun aðeins við um suma staði á ákveðnum tímum,“ segir Catalina Cladera.

Yfirvöld hafa síðan staðfest að verið sé að endurskoða ferðamálastefnuna á Mallorca – með það fyrir augum að fækka heimsóknum ferðamanna. Það verður sett þak á rúmafjölda, talað er um 430 þúsund rúm, og settar reglur um markaðssetningu. Þá verður eftirlit aukið til að hindra ólöglega leigustarfsemi.

Yfirvöld á öllum Balerísku eyjunum, Mallorca, Ibiza, Formentera og Minorca, hafa á þessu ári kynnt til sögunnar harðari reglur til að hemja mikinn mannsöfnuð og draga úr ólátum. Sérstaklega hefur spjótum verið beint að fylliröftum sem safnast saman á einstaka stöðum og hafa lengi verið til ama. Takmörk hafa verið sett á sölu áfengis á nokkrum svæðum, eins og á Magaluf, El Arenal og Ibiza, þar sem gjarnan er mikil drykkja. Nú hafa víða verið sett þau mörk að gestir megi aðeins kaupa þrjá drykki á kvöldverðartíma og jafn marga í hádeginu. Ef fólk vill meira áfengi þarf það að nálgast drykkina annars staðar.

Þá hefur verið lagt bann við „happy hours,“ „tveir fyrir einn“-tilboðum, sölu áfengis í verslunum frá hálftíu á kvöldin til klukkan átta að morgni, svo fátt sé nefnt af margskonar ráðstöfunum til að hemja truflanir af fjöldasamkomum á Balerísku eyjunum.

Gestum á hinni vinsælu Playa de Palma var í sumar meinuð innganga á veitingahús þar ef þeir voru klæddir fótboltatreyjum. Eigendur veitingahúsa komu saman í því skyni að setja reglur um klæðaburð – ef það mætti verða til að draga úr ósæmilegri hegðun gesta.

Yfirvöld á Ibiza vilja nú allt til vinna að breyta orðspori eyjarinnar sem vettvangs skemmtanahalds. Þau vilja nú stefna að sjálfbærri ferðamennsku og vekja athygli á fjölda vistvænna og heilsubætandi gistimöguleika á eynni.

Nýtt efni

Þegar stjórnendur Easyjet ákváðu að hefja flug til Keflavíkurflugvallar árið 2012 gerðu þeir aðeins ráð fyrir áætlunarflugi hingað yfir sumarmánuðina frá London. Viðtökurnar voru hins vegar það góðar að þeir bættu strax við vetrarflugi. Segja má að sú viðbót hafi valdið straumhvörfum í íslenskri ferðaþjónustu því í kjölfarið komu hingað miklu fleiri breskir ferðamenn yfir …

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …