Samfélagsmiðlar

Lausafjárstaða Play komin undir „lágpunktinn“

Stjórnendur Play hafa birt uppgjör á sumarvertíðinni og niðurstaðan er minni hagnaður en vonast hafði verið til. Einingakostnaður er í takt við áætlanir en botninn hefur dottið úr tekjuhlutanum þegar leið á fjórðunginn.

Fyrstu níu mánuði ársins nýttu 547.195 farþegar sér ferðir Play en félagið tapaði á þessu tímabili nærri 34 milljónum dollara fyrir skatt. Sú upphæð jafngildir 4,5 milljörðum króna og tap á hvern farþega því 8.200 krónur að jafnaði.

Afkoman á þriðja ársfjórðungi var skást enda eru júlí og ágúst hluti af því tímabili. Tapið á þessum fjórðungi nam um 400 milljónum króna en reksturinn sjálfur var í plús upp á 181 milljón krónur.

Stjórnendur Play höfðu hins vegar gert ráð fyrir betri afkomu því þann 22. ágúst gáfu þeir út, í tengslum við uppgjör á fyrri hluta árs, að gert væri ráð fyrir rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins. Sú spá hefur nú verið dregin tilbaka samkvæmt tilkynningu sem send var út í dag vegna nýja uppgjörsins.

Önnur afleiðing verri afkomu er sú að lausafjárstaða Play versnaði eftir sumarvertíðina. Handbært fé flugfélagsins í lok annars fjórðung, þann 30. júní, nam um 5,3 milljörðum kr. og þá spurði Túristi hvort sá sjóður myndi duga félaginu næstu 9 mánuði.

Í svari sínu sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play, að lausafjárstaðan í lok annars fjórðungs væri lágpunktur í plönum félagsins og ekkert kallaði á hlutafjárútboð.

Nýtt uppgjör Play sýnir aftur á móti að lausafjárstaðan hefur lækkað um nærri þriðjung í dollurum talið frá lokum júní og fram í enda september. Félagið átti 4,6 milljarða króna þann 30. september en af þeirri upphæð voru og eru um 900 milljónir fastar sem trygging hjá kortafyrirtækjum.

Tekjurnar hafa lækkað verulega þegar á leið vertíðina

Í tilkynningu Play í dag er áhersla lögð á lágan einingakostnað félagsins og hann sagður í samræmi við áætlanir. Aftur á móti er ljóst að tekjurnar hafa ekki staðið undir væntingum. Og þróunin þar hefur versnað mjög þegar leið á sumarið því þegar uppgjör annars fjórðungs var kynnt, þann 22. ágúst, var bætt við upplýsingum um framfarir á tekjuhliðinni og bent á að einingatekjur í júlí hafi numið 6,8 dollarasentum.

Í uppgörinu sem nú liggur fyrir voru einingatekjurnar fyrir allan fjórðunginn, júlí til september, aðeins 5 dollararsent. Það þýðir að tekjurnar og fargjöldin hafa verið miklu lægri í ágúst og september en þau voru júlí. Þar liggur þá væntanlega skýringin á mun verri afkomu en spáð var undir lok ágúst sl.

Hvort stjórnendur Play leggi í veturinn með laust fé upp á rúmlega þrjá milljarða króna er væntanlega spurning sem fjárfestar spyrja sig og fá mögulega svar við á afkomufundi félagsins í fyrramálið.

Nýtt efni

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …