Samfélagsmiðlar

Ætla að tengja landsbyggðina betur við Keflavíkurflugvöll

Þó Icelandair ætli að bíða til vorsins 2024 með að hefja flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar á ný þá hefur forstjóri félagsins fulla trú flugleiðinni. Hann sér líka fyrir sér flug frá Keflavík til Ísafjarðar og Egilsstaða. Fyrirkomulagið í Leifsstöð býður þó ekki upp á að þar sé starfrækt hefðbundið innanlandsflug.

„Við verðum að horfa til þess að flug og ferðaþjónusta eru mjög mikilvægar stoðir í íslenska hagkerfinu. Til að tryggja áframhaldandi góð lífskjör hér á landi þá verða þessar greinar að vaxa og dafna. Að tengja hið gríðarlega sterka alþjóðlega leiðarkerfi sem rekið er í Keflavík betur við landsbyggðina er eðlileg og nauðsynleg viðskiptaþróun greinanna," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

„Við fórum í ítarlega greiningu á innanlandsfluginu árið 2019 og niðurstaðan var sú að, með sterkari tengingu við alþjóðlegt leiðarkerfi Icelandair séu veruleg tækifæri í bæði innanlandsflugi og flugi til nágrannalanda, t.d. Grænlands. Þess vegna sameinuðum við Icelandair og Air Iceland Connect og erum í dag að reka eitt leiðakerfi, vörumerki og dreifikerfi. Þetta er gríðarleg breyting frá því sem áður var og rekstrarkostnaður lækkaði líka, náðum til dæmis fram hagræðingu með fækkun stjórnenda. 

Klórar þú þig í hausnum yfir því að hafa ekki sameinað rekstur flugfélaganna tveggja fyrr?

„Það þýðir ekkert að velta því fyrir sér. Við lögðum í þessa vegferð núna og það hefur sýnt sig að þetta var rétt ákvörðun. Við höfum líka verið að fljúga meira af fluginu til Grænlands frá Keflavíkurflugvelli og tengja betur við leiðakerfi okkar þar, bæði til Evrópu og Norður-Ameríku. Það gekk mjög vel í sumar og við horfum til þess að auka framboð á flugi til Grænlands frá Keflavík talsvert á næsta ári. 

Það sama gildir um innanlandsflugið þaðan til Akureyrar, þó það hafi áður verið reynt þá viljum við láta á þetta reyna á ný. Það er mikilvægt fyrir íslenska ferðaþjónustu að ferðamenn fari meira út á land. Þess vegna ætlum við að byrja á þessu aftur vorið 2024 og höfum fulla trú á að þetta gangi upp.“

Ef flugið fær góðar viðtökur sérðu þá fyrir þér beint flug frá Keflavík til fleiri staða, til dæmis Egilsstaða og Ísafjarðar?

„Algjörlega, það er okkar framtíðarsýn og draumur. Vonandi gengur þetta vel og mikilvægt að það verði gott samstarf við þá sem starfa í ferðaþjónustu út á landi.“

Tekurðu undir með með þeim sem telja tækifæri í uppbyggingu á gistirými á Akureyri og reyndar víðar um land. 

„Ég held að það sé bæði tækifæri og þörf en þetta verður að vinna vel saman. Það er ekki hægt að vaða af stað í fjárfestingar nema þú sért nokkuð öruggur um að fólk komi. Það er því algjörlega nauðsynlegt fyrir Ísland sem áfangastað að ferðamenn fari um allt land og komi hingað á öllum árstímum. Vöxtur ferðaþjónustunnar verður ekki almennilega sjálfbær ef tveir þriðju ferðamanna eru á suðvesturhorninu og komi aðallega yfir háannatímann.“

Fyrirhugaður komusalur millilandaflugs á Akureyrarflugvelli – MYND: ÓJ

Er þetta ekki að hluta til vandamálið við að hafa innanlandsflugið á Reykjavíkurflugvelli? Ferðamenn nýta sér það takmarkað því það er flókið að fara milli flugvalla á suðvesturhorninu. Er kerfið ekki alltof frumstætt?

„Ekki endilega, þetta tekur einhver tíma að þróa þetta áfram. Þetta skref sem við erum að taka er mjög mikilvægt í þessu samhengi, að tengja landsbyggðina betur við miðstöðina í Keflavík. 

Og flugið verður eingöngu fyrir tengifarþega? 

„Já, fyrir þá sem eru að koma frá útlöndum og eru á leið til Akureyrar eða á leið frá Akureyri til útlanda.“

Þetta fyrirkomulag í innanlandsflugi þekkist ekki annars staðar. Er þetta ekki bara hluti af deilunni um Reykjavíkurflugvöll, þið þorið ekki að taka stærra skref og bjóða upp á hefðbundið innanlandsflug frá Keflavík?

„Þetta snýst um meira en hvað við þorum. Flæði farþega á Keflavíkurflugvelli býður illa upp á að þar sé starfrækt innanlandsflug því þar blandast farþegahóparnir saman. Það eru ákveðnar hömlur á Keflavíkurflugvelli eins og hann er í dag og því þyrfti að ráðast í miklar fjárfestingar til að geta sinnt innanlandsflugi þaðan. Ég held því að við verðum aðeins að bíða með það en þetta eru skref sem verða hugsanlega tekin síðar.“

Hvaða þýðingu hefði það fyrir Reykjavíkurflugvöll ef Keflavíkurflugvöllur yrði mikilvægur fyrir innanlandsflug og sérstaklega til að dreifa ferðamönnum betur um landið? 

„Við verðum að horfa til þess að flug og ferðaþjónusta eru mjög mikilvægar stoðir í íslenska hagkerfinu. Til að tryggja áframhaldandi góð lífskjör hér á landi þá verða þessar greinar að vaxa og dafna. Að tengja hið gríðarlega sterka alþjóðlega leiðarkerfi sem rekið er í Keflavík betur við landsbyggðina er eðlileg og nauðsynleg viðskiptaþróun greinanna. Á sama tíma er Reykjavíkurflugvöllur einn af grundvallar innviðum landsins og hann þarf að styrkja og þróa áfram í stað þess að þrengja að og hafa í endalausri biðstöðu. Vegna miðlægrar staðsetningar mun Reykjavíkurflugvöllur eftir sem áður nýtast Íslendingum betur en Keflavíkurflugvöllur til að nálgast þjónustu og upplifun um land allt.

Yrði það ekki flókið fyrir ykkur að halda úti innanlandsflugi frá tveimur flugvöllum á suðvesturhorninu. 

„Síðastliðið sumar vorum við með talsverðan hluta af Grænlandsfluginu frá Keflavík og það er alveg ljóst að miðstöð Grænlandsflugsins verður í Keflavík. Þar af leiðandi erum við nú þegar komin með grunn sem hægt er að byggja á þegar við hefjum flug milli Keflavíkur og Akureyrar aftur.“   

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …