Samfélagsmiðlar

Ætla að tengja landsbyggðina betur við Keflavíkurflugvöll

Þó Icelandair ætli að bíða til vorsins 2024 með að hefja flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar á ný þá hefur forstjóri félagsins fulla trú flugleiðinni. Hann sér líka fyrir sér flug frá Keflavík til Ísafjarðar og Egilsstaða. Fyrirkomulagið í Leifsstöð býður þó ekki upp á að þar sé starfrækt hefðbundið innanlandsflug.

„Við verðum að horfa til þess að flug og ferðaþjónusta eru mjög mikilvægar stoðir í íslenska hagkerfinu. Til að tryggja áframhaldandi góð lífskjör hér á landi þá verða þessar greinar að vaxa og dafna. Að tengja hið gríðarlega sterka alþjóðlega leiðarkerfi sem rekið er í Keflavík betur við landsbyggðina er eðlileg og nauðsynleg viðskiptaþróun greinanna," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

„Við fórum í ítarlega greiningu á innanlandsfluginu árið 2019 og niðurstaðan var sú að, með sterkari tengingu við alþjóðlegt leiðarkerfi Icelandair séu veruleg tækifæri í bæði innanlandsflugi og flugi til nágrannalanda, t.d. Grænlands. Þess vegna sameinuðum við Icelandair og Air Iceland Connect og erum í dag að reka eitt leiðakerfi, vörumerki og dreifikerfi. Þetta er gríðarleg breyting frá því sem áður var og rekstrarkostnaður lækkaði líka, náðum til dæmis fram hagræðingu með fækkun stjórnenda. 

Klórar þú þig í hausnum yfir því að hafa ekki sameinað rekstur flugfélaganna tveggja fyrr?

„Það þýðir ekkert að velta því fyrir sér. Við lögðum í þessa vegferð núna og það hefur sýnt sig að þetta var rétt ákvörðun. Við höfum líka verið að fljúga meira af fluginu til Grænlands frá Keflavíkurflugvelli og tengja betur við leiðakerfi okkar þar, bæði til Evrópu og Norður-Ameríku. Það gekk mjög vel í sumar og við horfum til þess að auka framboð á flugi til Grænlands frá Keflavík talsvert á næsta ári. 

Það sama gildir um innanlandsflugið þaðan til Akureyrar, þó það hafi áður verið reynt þá viljum við láta á þetta reyna á ný. Það er mikilvægt fyrir íslenska ferðaþjónustu að ferðamenn fari meira út á land. Þess vegna ætlum við að byrja á þessu aftur vorið 2024 og höfum fulla trú á að þetta gangi upp.“

Ef flugið fær góðar viðtökur sérðu þá fyrir þér beint flug frá Keflavík til fleiri staða, til dæmis Egilsstaða og Ísafjarðar?

„Algjörlega, það er okkar framtíðarsýn og draumur. Vonandi gengur þetta vel og mikilvægt að það verði gott samstarf við þá sem starfa í ferðaþjónustu út á landi.“

Tekurðu undir með með þeim sem telja tækifæri í uppbyggingu á gistirými á Akureyri og reyndar víðar um land. 

„Ég held að það sé bæði tækifæri og þörf en þetta verður að vinna vel saman. Það er ekki hægt að vaða af stað í fjárfestingar nema þú sért nokkuð öruggur um að fólk komi. Það er því algjörlega nauðsynlegt fyrir Ísland sem áfangastað að ferðamenn fari um allt land og komi hingað á öllum árstímum. Vöxtur ferðaþjónustunnar verður ekki almennilega sjálfbær ef tveir þriðju ferðamanna eru á suðvesturhorninu og komi aðallega yfir háannatímann.“

Fyrirhugaður komusalur millilandaflugs á Akureyrarflugvelli – MYND: ÓJ

Er þetta ekki að hluta til vandamálið við að hafa innanlandsflugið á Reykjavíkurflugvelli? Ferðamenn nýta sér það takmarkað því það er flókið að fara milli flugvalla á suðvesturhorninu. Er kerfið ekki alltof frumstætt?

„Ekki endilega, þetta tekur einhver tíma að þróa þetta áfram. Þetta skref sem við erum að taka er mjög mikilvægt í þessu samhengi, að tengja landsbyggðina betur við miðstöðina í Keflavík. 

Og flugið verður eingöngu fyrir tengifarþega? 

„Já, fyrir þá sem eru að koma frá útlöndum og eru á leið til Akureyrar eða á leið frá Akureyri til útlanda.“

Þetta fyrirkomulag í innanlandsflugi þekkist ekki annars staðar. Er þetta ekki bara hluti af deilunni um Reykjavíkurflugvöll, þið þorið ekki að taka stærra skref og bjóða upp á hefðbundið innanlandsflug frá Keflavík?

„Þetta snýst um meira en hvað við þorum. Flæði farþega á Keflavíkurflugvelli býður illa upp á að þar sé starfrækt innanlandsflug því þar blandast farþegahóparnir saman. Það eru ákveðnar hömlur á Keflavíkurflugvelli eins og hann er í dag og því þyrfti að ráðast í miklar fjárfestingar til að geta sinnt innanlandsflugi þaðan. Ég held því að við verðum aðeins að bíða með það en þetta eru skref sem verða hugsanlega tekin síðar.“

Hvaða þýðingu hefði það fyrir Reykjavíkurflugvöll ef Keflavíkurflugvöllur yrði mikilvægur fyrir innanlandsflug og sérstaklega til að dreifa ferðamönnum betur um landið? 

„Við verðum að horfa til þess að flug og ferðaþjónusta eru mjög mikilvægar stoðir í íslenska hagkerfinu. Til að tryggja áframhaldandi góð lífskjör hér á landi þá verða þessar greinar að vaxa og dafna. Að tengja hið gríðarlega sterka alþjóðlega leiðarkerfi sem rekið er í Keflavík betur við landsbyggðina er eðlileg og nauðsynleg viðskiptaþróun greinanna. Á sama tíma er Reykjavíkurflugvöllur einn af grundvallar innviðum landsins og hann þarf að styrkja og þróa áfram í stað þess að þrengja að og hafa í endalausri biðstöðu. Vegna miðlægrar staðsetningar mun Reykjavíkurflugvöllur eftir sem áður nýtast Íslendingum betur en Keflavíkurflugvöllur til að nálgast þjónustu og upplifun um land allt.

Yrði það ekki flókið fyrir ykkur að halda úti innanlandsflugi frá tveimur flugvöllum á suðvesturhorninu. 

„Síðastliðið sumar vorum við með talsverðan hluta af Grænlandsfluginu frá Keflavík og það er alveg ljóst að miðstöð Grænlandsflugsins verður í Keflavík. Þar af leiðandi erum við nú þegar komin með grunn sem hægt er að byggja á þegar við hefjum flug milli Keflavíkur og Akureyrar aftur.“   

Nýtt efni

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …

Rauðu og hvítu sporvagnarnir hafa verið meðal táknmynda Istanbúl, þjónað íbúum og ferðamönnum í meira en öld. Nú líður að því að þeim verði skipt út fyrir vagna sem búnir verða rafhlöðum. Vagnarnir hafa gengið eftir spori á Istiklal-breiðgötunni Evrópumegin í Istanbúl. Þeir voru fyrst teknir í notkun árið 1914, á dögum Ottómanveldisins. Ýmsar lagfæringar …

Skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður um áramótin en frádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna. Nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn en sala á rafbílum hefur þó dregist umtalsvert saman það sem af er ári. Á þessum tíma í fyrra höfðu 3.211 nýir rafbílar verið skráðir nýir …

Seljendur hlutabréfa í almennu hlutafjárútboði Íslandshótela, stærsta hótelfyrirtæki landsins, hafa ákveðið að falla frá útboði og þar með skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Almennu hlutafjárútboði Íslandshótela lauk seinnipartinn í gær en í ljósi þessarar ákvörðunar munu allar áskriftir falla sjálfkrafa niður. Þetta kemur fram í tilkynningu. Vel á þriðja þúsund aðilar tóku þátt í …

MYND: ÓJ

Nýbirt Þróunarvísitala ferðageirans (Travel & Tourism Development Index) fyrir árið 2024, sem Alþjóðaefnahagsráðið ( World Economic Forum) tekur saman annað hvert ár, sýnir að Ísland fellur niður listann um 10 sæti frá 2019 - í 32. sæti, Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru töluvert ofar en Noregur er hins vegar ekki meðal þeirra 119 landa sem …

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar áformaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 11 prósentum í 24 prósent um mitt árið 2018. Stjórnin sprakk hins vegar áður en málið fór í gegnum Alþingi. Samtök ferðaþjónustunnar börðust gegn þessari hækkun á sínum tíma og í morgun efndu samtökin til fundar í ljósi þess að „undanfarin misseri …

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands dagana 30. apríl til 7. maí 2024 eru 49 prósent aðspurðra því andvíg að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum verði endurnýjað. Hins vegar eru 35 prósent aðspurðra því hlynnt. Beðið er ákvörðunar nýs matvælaráðherra. Meginniðurstöður könnunar Maskínu fyrir Náttútuverndarsamtök Íslands - MYND: Maskína Niðurstöður Matvælastofnunar í …