Samfélagsmiðlar

Metár í danskri ferðaþjónustu

Útlit er fyrir að 2022 verði metár í danskri ferðaþjónustu. Forstjóri Ferðamálaráðs Danmerkur segir óvissu framundan en áfram verði sjálfbærni leiðarljósið. Markmiðið er að Danmörk verði umhverfisvænsti áfangastaðurinn í Norður-Evrópu 2030.

Ferðamenn við Litlu hafmeyna

Litla hafmeyjan dregur til sín stöðugan straum ferðamanna

Miðborg Kaupmannahafnar iðar af lífi á gamlársdegi. Íbúar og ferðamenn flykkjast í verslanir eftir aðföngum fyrir hátíðarhöld kvöldsins. Meðal þeirra staða sem höfðu opið var Glyptoteket og kunnu útlendir ferðamenn vel að meta það, stríður straumur fólks lá inn á safn gamla bruggarans, Carl Jacobsen. 

Litli dansari Edgar Degas er kominn í nýtt pils. Skemmtileg sýning á Glyptotekinu um starf forvarða – MYND: ÓJ

Enn meiri fjöldi var samankominn á matarmarkaðnum í Torvehallerne. Þar létu ferðamenn sig hafa það standa lengi í biðröð eftir smørrebrød og øl. Þeir kröfuharðari settust niður með ostrur og kampavín í tilefni áramótanna. Torvehallerne draga til sín um 115 þúsund Kaupmannahafnarbúa vikulega og margir voru þar í dag að kaupa eitthvert lostæti fyrir áramótaveisluna.

Ostrur og kampavín við Torvehallerne á gamlársdegi – MYND: ÓJ

Vinsældir Kaupmannahafnar sem ferðamannaborgar hafa aukist ár frá ári (ef við undanskiljum heimsfaraldurinn leiðinlega). Ekki þarf að hafa mörg orð um það við lesendur Túrista, sem geta eins og aðrir landsmenn valið um mikinn fjölda flugferða í hverri viku til gömlu höfuðborgarinnar við sundin.

Ferðamenn bisa með töskur á Vindebrogade – MYND: ÓJ

Það er uppgangur í danskri ferðaþjónustu og útlitið er gott, eins og fram kemur í nýársgrein Jan Olsen, forstjóra Ferðamálaráðs Danmerkur (VisitDanmark) á ferðavefnum Standby.dk. Hann segir ferðaþjónustuna efnahags- og samfélagslega mjög mikilvæga fyrir Danmörku. Tekjur af henni námu 139 milljörðum danskra króna árið 2019. Rúmir 56 milljarðar fóru í skatta og gjöld. Íslenskir lesendur mega margfalda þessar tölur með 20 ef það hjálpar til að skilja mikilvægið.

Jan Olsen – MYND: VisitDanmark

Jan Olsen leggur áherslu á að efnahagslegir hvatar stuðli að velgengni ferðaþjónustunnar. Það verði að kosta nokkru til í að auka þekkingu erlendis á kostum Danmerkur sem ferðamannalands. Hann þakkar sérstöku framlagi ríkisins í kjölfar kórónaveirufaraldursins að hægt var að auka markaðskynningu. Það hafi t.d. skilað sér í mikilli fjölgun gesta frá Þýskalandi og Hollandi. Það stefni í að 2022 verði metár í ferðaþjónustunni – slái við árinu 2019. 

Ferðamannabátur á Frederiksholms-skurði – MYND: ÓJ

Forstjóri Ferðamálaráðs Danmerkur segir hinsvegar óvissu vera framundan þegar horft er til ársins 2023. Enginn veit hvernig árásarstríð Rússa í Úkraínu þróast og það sama má segja um orkukreppuna, verðbólguna og lífskjararýrnun í Evrópu. Ferðaþjónustan hljóti að gjalda fyrir þetta ástand. 

Árið 2022 kemst þó ekki inn sögubækur danskrar ferðaþjónustu fyrir það eitt að ferðamennirnir hafi skilað sér vel eftir heimsfaraldurinn heldur líka fyrir straumhvörf hvað varðar opinbera sjálfbærnistefnu. Ekki er lengur einblínt á efnahagslegu áhrifin, vöxt og gistináttafjölda, heldur voru sett markmið í samfélags- og umhverfismálum.

Leiðsögumaður með ferðahóp á Ráðhústorgi á gamlársdegi – MYND: ÓJ

Í Danmörku er almennur skilningur meðal íbúa á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarhag og þróun samfélaga vítt og breitt um landið. Ferðamennirnir bæta líf íbúanna á svo mörgum sviðum: Fleiri menningarviðburðir, fleiri veitingahús og verslanir. Fleira fólk og meiri neysla hefur áhrif á umhverfi og við þeim eru Danir að bregðast. 

Grammískasti staður í Danaveldi – MYND: ÓJ

Stefnan er sett á það markmið að Danmörk verði árið 2030 talin umhverfisvænsti áfangastaður í Norður-Evrópu. Við þessi áramót stendur Danmörk bæði Svíþjóð og Noregi að baki í þeim efnum. Ef takast á að minnka losun á CO2 um 70 prósent fyrir árið 2030 er eins gott að spýta í lófana. 

En í kvöld fagna Danir og gestir þeirra nýju ári, skála í kampavíni, eplasafa eða danskvand og segja:

Godt nytår!

Túristi sendir nýárskveðju úr Sankt Peders Stræde – MYND: ÓJ
Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …