Samfélagsmiðlar

Sjálfbærni eða grænþvottur

„Það er alveg ljóst að mikið er um grænþvott og rangar eða villandi upplýsingar," segir framkvæmdastjóri GSTC, alþjóðasamtaka um sjálfbæra ferðaþjónustu. Fólk í ferðaþjónustu um allan heim notar í vaxandi mæli hugtakið sjálfbærni til að lýsa viðmiðum sínum og metnaði, nú síðast á farþegaspárfundi Isavia var sjálfbærni sagt leiðarljós fyrirtækisins.

Ósjálfbær miðlun á drykkjarvatni til ferðafólks í Vík í sumar

„Sjálfbærni er leiðarljós í öllu sem við gerum,” sagði Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, á fundi í Hörpu í gær þar sem kynnt var farþegaspá fyrir árið 2023. Þar er gert ráð fyrir að 7,8 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll og 2,2 milljónir ferðamanna heimsæki landið.

Oft er þröngt í núverandi Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli – MYND: ÓJ

Sveinbjörn sagði að Isavia hefði sett sér metnaðarfull markmið og áætlun um hvernig þeim ætti að ná, fyrirtækið fyndi til ábyrgðar vegna þeirra fótspora sem fylgdu starfseminni – en um leið væru fólgin tækifæri í sjálfbærnistefnu: 

„Sjálfbærni fyrir okkur er líka tækifæri til samkeppnisforskots. Við teljum að eftir ekki svo mörg ár muni töluverður hópur farþega velja tengistöð eftir því hvernig flugvöllurinn stendur í sjálfbærninni, sérstaklega í umhverfismálum. Við lítum svo á að þetta geti mjög auðveldlega orðið samkeppnisforskot fyrir Keflavíkurflugvöll og tengistöðina til framtíðar.” 

Unnið að nýrri austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar – MYND: ÓJ

Í kynningarmynd sem fundarfólk í Hörpu fékk að sjá segir Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia, að gríðarleg uppbygging sem hafin er á Keflavíkurflugvelli skilji eftir sig mikið kolefnisfótspor en að leitað verði allra leiða til að minnka það eins og hægt er. Unnið sé að því að fá BREEM-vottun á stækkun flugstöðvarinnar. Vottunin á að staðfesta ásetning um að draga úr umhverfisáhrifum. Miklu getur munað á losun hvort fylgt sé skilyrðum BREEM-vottunar. Isavia áætlar að spara megi losun á 150 þúsund tonnum af koltvísýringi. Þessi háa frádráttartala hlýtur þá um leið að gefa til kynna hversu gríðarlega mikil losun fylgir slíkum stórframkvæmdum. 

Á Keflavíkurflugvelli – MYND: ÓJ

Áhersla Isavia á sjálfbærni er viðbragð við umræðu um allan heim. Sjálfbærni-hugtakið er mikið notað en mismunandi er hvernig fólk skilur það – og það býr misjafnlega mikil alvara að baki. Grænþvottur er mikið stundaður. Fyrirtæki segja þá ekki rétt til um ágæti eigin vöru eða starfsemi – nota gæðastimpil sjálfbærni til að fegra ímynd sína eða draga athygli frá þeim neikvæðu umhverfislegu áhrifum sem starfsemi þeirra hefur. 

Sjálfbær ferðamáti – MYND: ÓJ

Alþjóðaráð um sjálfbæra ferðamennsku – GSTC (The Global Sustainable Tourism Council) eru sjálfstæð heimssamtök sem ákveða viðmið og hvaða reglum skuli fylgja til að uppfylla kröfuna um sjálfbærni í ferðaþjónustu, bæði hvað varðar áfangastaði og starfsemi fyrirtækja. Markmiðið er að fá fólk til að tala sama tungumál í þessum efnum, að allir leggi sama skilning í þau hugtök sem notuð eru í umræðunni. Sjálfbærni í huga eins getur verið grænþvottur í augum annars.

Þessi viðleitni GSTC beinist að fjórum grundvallarþáttum: a) Sjálfbærri stjórnun; b) Efnahags- og samfélagslegum áhrifum; c) Menningarlegum áhrifum; og d) Umhverfisáhrifum. Vægi þessara atriða er auðvitað mismunandi eftir aðstæðum og starfsemi á hverjum stað og þarf sjálfbærnistefnan að taka mið af því. 

Ósjálfbær ferðamáti – MYND: ÓJ

GSTC heldur heimsráðstefnu um framtíðarstefnu í sjálfbærnimálum ferðaþjónustu heimsins í Sevilla á Spáni 12.-15. desember, þá fyrstu sem haldin er eftir það hlé sem varð á fundahöldum vegna kórónafaraldursins.

Í haust var hinsvegar haldin ráðstefna á vegum samstakanna um sjálfbærnimál með þátttöku ferðaþjónustuaðila í Kyrrahafsríkjum Asíu. Roi Ariel, framkvæmdastjóri GSTC, sagði eftir þann fund að hugtakið sjálfbærni væri orðið viðtekið. Öll viðmið lægju fyrir og áætlanir um hvernig ætti að fylgja þeim. Þá væri víða unnið með stjórnvöldum við að auka þekkingu og færni starfsfólks og getu fyrirtækja til að vinna á sjálfbæran hátt. Margir gætu og væru að gera breytingar á sínu starfi. Hinsvegar væri alveg ljóst frá sjónarhóli neytandans að sjálfbær ferðaþjónustufyrirtæki væru vandfundin.

„Við verðum að fá hótel og ferðaskrifstofur til að verða sjálfbærari, sérstaklega þegar haft er í huga að verkfærin til þess eru tilbúin. Það er miklu auðveldara en áður að útskýra kostina við þessa umbreytingu. Að gerast sjálfbær felur jafnan í sér að dregið er úr kostnaði – auk þess sem það er líka það eina rétta í stöðunni,” sagði Roi Ariel í viðtali við við TTG Asia, sem er leiðandi í umfjöllun um ferðamál í Kyrrahafslöndum Asíu. Þar er framkvæmdastjóri GSTC jafnframt spurður hvernig sjá eigi til þess að viðmið samtakanna gildi í heimstúrismanum, sem tali mikið um sjálfbærni um þessar mundir. 

Ferðamaður og flokkunartunnur í Þjóðgarðinum á Þingvöllum – MYND: ÓJ

„Það er alveg ljóst að mikið er um grænþvott og rangar eða villandi upplýsingar. Samkeppnisyfirvöld í Bretlandi og Evrópusambandinu eru að rannsaka staðhæfingar fyrirtækja um að þau séu vistvæn og sjálfbær. Hefur mál verið höfðað á hendur KLM-flugfélaginu fyrir hollenskum dómstól vegna meints grænþvottar. Áreiðanleiki stofnana og fyrirtækja er í húfi þegar settar eru fram fyllyrðingar um sjálfbærni. Ég fagna þeim aðgerðum sem löggjafar og hagsmunasamtök í einkageiranum grípa til í baráttunni gegn röngum eða villandi staðhæfingum um sjálfbærni. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að þegar rætt er um sjálfbærni í ferðaþjónustu er ekki einvörðungu verið að vísa til umhverfismála heldur líka félagslegra, menningarlegra og efnahagslegra þátta.”

Þessi orð Roi Ariel, framkvæmdastjóra GSTC, vitna um vaxandi þunga í umræðunni um sjálfbærni í ferðaþjónustunni og að grænþvottur verði ekki liðinn þegar fram í sækir. Neytendur eigi rétt á gagnsæi þegar þeir leiti upplýsinga um ferðir og áfangastaði – og þeir verði að geta treyst því að fullyrðingar um sjálfbærni standist skoðun. Það sé því þörf á hvoru tveggja: að ferðaþjónusta heimsins sýni ábyrgð og að neytendur séu vakandi. 

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …