Samfélagsmiðlar

Verða að gefa frá sér flugið til Montreal næsta sumar

Umsvif Icelandair í Kanada verða áfram töluvert minni en þau voru fyrir heimsfaraldur.

Horft yfir Montreal.

Þegar kapphlaupið milli Icelandair og Wow Air var að hefjast fyrir alvöru þá hófu félögin bæði flug til kanadísku borgarinnar Montreal. Þetta var sumarið 2016 og þá hafði það ekki áður gerst að tvö íslensk flugfélög færu í jómfrúarferð til sömu borgarinnar á sama tíma.

Áformin voru þó ólík, Icelandair lét duga að fljúga til hinnar frönskumælandi borgar yfir sumarið á meðan Wow Air hélt úti ferðum þangað allt árið um kring. Íslensku flugfélögin fengu svo samkeppni frá Air Canada sumarið eftir en þetta stærsta flugfélag Kanada hefur flogið hingað daglega yfir sumarmánuðina en ferðirnar skiptar milli Toronto og Montreal.

Og nú stefnir í að Air Canada verði eitt um flugið milli Íslands og frönskumælandi hluta Kanada næsta sumar því borgina er ekki að finna á sumaráætlun Icelandair. Skýringin á því er sú að flugfélagið fékk ekki þá afgreiðslutíma á Montréal-Trudeau sem félagið hefur haft fram til þessa en vegna framkvæmda við flugvöllinn þá verður umferðin um hann takmörkuð á næsta ári.

Umsvif Icelandair í Kanada eru ennþá mun minni en þau voru á árunum fyrir heimsfaraldur. Þá flaug félagið ekki bara til Montreal heldur líka til Toronto, Edmonton, Halifax og Vancouver. Á næsta ári er eingöngu gert ráð fyrir ferðum til Toronto og Vancouver hjá Icelandair.

Líkt og Túristi hefur áður greint frá þá hefur Play fengið leyfi fyrir áætlunarflugi til Kanada en félagið hefur ennþá ekki gefið út hvaða áfangastaður verður fyrir valinu. En miðað við stöðu Icelandair í Montreal þá má gera ráð fyrir að það verði erfitt fyrir Play að komast þar að því félagið sendir sínar þotur vestur um haf rétt á undan Icelandair seinni part dags.

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …