Samfélagsmiðlar

Eini Daninn segir upp

Farþegar SAS á leið í flug frá Kaupmannahöfn.

Það er löng hefð fyrir því að yfirstjórn flugfélagsins SAS sé skipuð fulltrúum Noregs, Svíþjóðar og Danmörku enda hafa skandinavísku ríkin þrjú lengi farið með meirihluta í þessu stærsta flugfélagi Norðurlanda. Norðmenn seldu reyndar hlut sinn sumarið 2018 en áfram er einn Norðmaður í framkvæmdastjórn SAS enda eru umsvif flugfélagsins mikil þar í landi.

Daninn í framkvæmdastjórninni er svo Simon Pauck Hansen sem titlaður er aðstoðarforstjóri. Hann tilkynnti hins vegar í byrjun vikunnar að dagar hans hjá SAS væru taldir eftir 26 ára starf. Í viðtali við ferðaritið Checkin segir Hansen að skýringin á uppsögn sinni skrifist á marga þætti en þyngst vegi að hann vilji einfaldlega reyna fyrir sér á öðrum vettvangi.

Í framkvæmdastjórn SAS sitja í dag sjö framkvæmdastjórar og þar af fyrrnefndur Hansen og Norðmaðurinn Kjetil Håbjørg. Með þeim eru fjórir Svíar og einn Finni. Forstjórinn er svo Hollendingurinn Anko van der Werff en hann er fyrsti útlendingurinn stýrir flugfélaginu því hingað til hafa forstjórarnir allir komið frá Skandinavíu.

Hvort Dani fylli skarð Hansen á eftir að koma í ljós en Kastrup flugvöllur hefur lengi verið helsta starfsstöð SAS.

Það má svo rifja upp hér í lokin að árið 2015 ræddi Túristi við Hansen um samstarf SAS og Icelandair. Þegar þarna var komið sögu hafði Icelandair nýverið tilkynnt um nýjan áfangastað, Chicago í Bandaríkjunum, sem lengi hefur verið eitt af höfuðvígum SAS vestanhafs. Skandinavíska félagið svarið um hæl með því að hefja sölu á flugi til Íslands frá Kaupmannahöfn og bætti einnig við flugi frá dönsku höfuðborginni til Boston en í þeirri borg hafði Icelandair fengið að athafna sig án nokkurrar samkeppni við önnur norræn flugfélög.

Á skrifstofum Icelandair við Reykjavíkurflugvöll komu þessi viðbrögð SAS mörgum á óvart samkvæmt heimildum Túrista enda höfðu félögin átt í nánu samstarfi um langt skeið. Simon Pauck Hansen gerði þó lítið úr þessu öllu saman.

„Chicago er stórborg og staðsetning hennar hentar flugflota Icelandair vel. Það var algjör tilviljun að við kynntum flugið til Boston og Keflavíkurflugvallar á sama degi en ég get skilið að sumir sjái þetta með öðrum hætti. Við viljum hins vegar vera með okkar eigin ferðir til stóru áfangastaðanna og Boston er einn af þeimm, ” sagði Hansen í viðtali við Túrista.

Hann bætti því við það væru alls ekki uppi áform um það hjá SAS að hætta samstarfinu við Icelandair og Hansen sagði að það myndi koma sér á óvart ef stjórnendur Icelandair myndu slíta samstarfinu.

Og nú sjö árum síðar er samvinna félaganna tveggja ennþá við lýði.

Eins og áður hefur verið fjallað um þá er staða SAS mjög veik þessi misserin. Félagið nýtur gjaldþrotaverndar fyrir bandarískum dómstólum og reynir með þeim hætti að endurskipuleggja fjárhag sinn.

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …