Samfélagsmiðlar

Isavia lét almannavarnir vita af ákvörðun Icelandair að halda áfram að fljúga farþegum til landsins

Hundruðir farþega Icelandair sátu fastir í flugvélum félagsins stóran hluta gærdagsins. Fyrir mánuði síðan neyddist mikill fjöldi farþega félagsins til að halda kyrru fyrir í Leifsstöð vegna ófærðar. Þá felldi Play niður sínar ferðir.

Mikið snjókoma olli ófærð á Reykjanesbraut 19. og 20. desember.

Innviðaráðherra skipaði í lok síðasta árs starfshóp sem greina átti atburðarásina þegar Reykjanesbrautin lokaðist dagana 19. og 20. desember sl. Skýrsla starfshópsins kom út í morgun og þar segir að starfshópurinn telji að ekki hefði verið hægt að koma algerlega í veg fyrir lokun Reykjanesbrautarinnar.

Starfshópurinn kemst á hinn bóginn að þeirri niðurstöðu að þótt Vegagerðin hafi fullnýtt mannskap og tæki til snjómoksturs á tímabilinu hefði mátt betur átt standa að snjómokstri á Reykjanesbraut.

„Með fleiri tiltækum snjómoksturstækjum og snarpara viðbragði við að fjarlægja bíla sem sátu fastir í snjó hefði mátt stytta þann tíma sem brautin var lokuð. Þá hefði jafnframt mátt stytta lokunartímann ef til staðar hefðu verið tæki sem henta betur í að ryðja vegamót á brautinni en þau tæki sem Vegagerðin hafði yfir að ráða í slíka vinnu,“ segir í skýrslunni.

Play aflýsti en Icelandair ekki

Vegna ófærðar á Reykjanesbrautinni var fjöldi fólks fastur í Leifsstöð í nærri tvo sólarhringa og var vistin mörgum erfið vegna skorts á mat og eins var kalt í flugstöðinni. Flestir þessara farþega höfðu komið til landsins í flugi frá Norður-Ameríku með Icelandair árla dags mánudaginn 19. desember. Play felldi hins vegar niður allar ferðir sínar frá Bandaríkjunum þennan morgun.

Samtals komu tíu þotur á vegum Icelandair inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli, sú fyrsta klukkan hálf sjö og sú síðasta rúmlega tíu.

Rúmlega klukkustund síðar aflýsti Icelandair hins vegar öllu flugi sem eftir lifði dags og um svipað leyti hafði fulltrúi flugfélagsins samband við Rauða krossinn vegna 500 farþega sem áttu bókað tengiflug til Evrópu. Aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurnesjum tók að sér að kanna stöðu mála að því segir í skýrslu starfshópsins.

Isavia tilkynnir almannavörnum ákvörðun Icelandair

Stór hluti farþeganna þurfti þó að halda kyrru fyrir í Leifsstöð vegna ófærðar á vegum úti en áfram hélt Icelandair að fljúga þotum til landsins. Um klukkan 23 þann 19. desember barst almannavörum til að mynda tilkynning frá Isavia þar sem fram kemur að Icelandair „ráðgeri að fljúga þremur flugvélum með hundruðum farþega inn til Keflavíkurflugvallar næsta morgun þar sem fyrir eru um 250 manns við krefjandi aðstæður.“

Morguninn eftir lentu fjórar þotur á vegum Icelandair á Keflavíkurflugvelli og þar með fjölgað farþegum í Leifsstöð. Það var svo ekki fyrr en 6 klukkutímum eftir lendingu sem Reykjanesbraut var opnuð og fólk komst með einfaldari hætti til og frá Leifsstöð.

Play taldi réttast að aflýsa

Sem fyrr segir felldi Play niður flug sitt til Íslands frá Bandaríkjunum mánudagsmorguninn 19. desember. Spurð út í ólíkar ákvarðanir stjórnendaa flugfélganna tveggja þá segir Nadine Guðrun Yaghi, samskiptastjóri Play, að þar á bæ hafi allir laggst á eitt við að reyna finna farsælustu lausnina í erfiðum aðstæðum.

„Staðan var metin þannig að það yrði að aflýsa fluginu vegna veðursins sem spáð var á þeim tímapunkti. Varðandi aðra flugrekendur þá tekur auðvitað bara hver sína ákvörðun.“

Skiptir máli að halda áætlun

Forsvarsfólk Icelandair telur ákvörðun sína um að fljúga til landsins hafa verið rétta að því segir í svari til Túrista.

„Flugskilyrði á Keflavíkurflugvelli voru allan þann tíma á meðan á röskununum stóð þannig að hægt var að lenda og taka á loft. Við ákváðum strax að leggja höfuðáherslu á að koma farþegum á áfangastað fyrir hátíðirnar og tókst það í langflestum tilfellum. Áætlun Icelandair er mjög umfangsmikil og því skipti máli að halda henni eins og unnt var. Við héldum því þessari áætlun til Norður-Ameríku og einnig nokkurra flugvéla til baka til Íslands svo flugvélarnar væru tilbúnar í næstu verkefni. Á þeim tíma sem ákvörðunin var tekin lá ekki fyrir að ekki tækist að opna Reykjanesbrautina.

Icelandair lagði í miklar aðgerðir til þess að greiða úr því ástandi sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautarinnar. Til dæmis var farþegum á leið yfir hafið fundin leið með öðrum flugfélögum svo hægt væri að létta á leiðakerfinu, farþegum var boðið að breyta ferðadagsetningu, sett var upp loftbrú á milli Reykjavíkur og Keflavíkur með farþega, áhafnir og vistir til þeirra sem voru fastir á Keflavíkurflugvelli, auk þess sem leigðar voru tvær breiðþotur og sett upp aukaflug til þess að farþegar kæmust leiðar sinnar,“ segir í svari Icelandair.

Þess ber að geta að Túristi fékk svör Icelandair og Play í síðustu viku áður en skýrsla starfshóps innviðaráðherra kom, líkt og fyrr segir, út í dag.

Nýtt efni

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …