Samfélagsmiðlar

Jólahrunið í fluginu vestanhafs og hörð viðbrögð stjórnvalda

Uppnámið sem varð vegna frammistöðu Southwest-flugfélagsins kringum hátíðarnar hefur dregið athygli ráðamanna vestanhafs að réttindum farþega og aukið vilja til að beita háum sektum. Stjórnvöld eru líka gagnrýnd fyrir lélegt eftirlit og flugfélögin fyrir að setja hagsmuni hluthafa ofar velferð farþega.

Think (NBC)

Vefsíða Think (NBC)

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að það stefni að því að beita þau flugfélög hærri sektum sem brotið hafa gegn réttindum farþega og draga þannig úr líkum á því að ástandið sem skapaðist fyrir hátíðarnar endurtaki sig.

Southwest-flugfélagið aflýsti um 16 þúsund flugferðum frá 22. til 29. desember og meira en milljón farþega urðu strandaglópar og farangur hrúgaðist upp á flugvöllum. Samgönguráðherra alríkisstjórnarinnar, Pete Buttigieg, lýsti því yfir að brugðist yrði hart við brotum félagsins á réttindum farþega sem sátu eftir með sárt ennið á flugvöllum hér og þar við misgóðar aðstæður um jólin. 

Það virðist mikil alvara í fyrirætlunum samgönguráðuneytisins, sem segir á heimasíðu sinni að ætlunin væri að flugfélög, ferðaskrifstofur og aðrir bera ábyrgð, yrðu beittir sektum ef í ljós kæmi að viðkomandi hefðu brotið gegn neytendarétti og séð yrði til þess að fyrirtæki gætu ekki litið á þessar háu sektir einfaldlega sem eðlilegan hluta af því að eiga viðskipti. Með þessu er verið að segja að mjög hart verði tekið á því ef flugfélög axla ekki ábyrgð sína gagnvart farþegum. Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins fullyrti í vikunni að samgönguráðuneytið myndi beita Southwest sektum ef flugfélagið viki sér undan því að greiða þann kostnað sem aflýsingar og tafir hafa valdið. 

Fréttasíða WSJ
Vefsíða WSJ 28. desember 2022

Eftir á að koma í ljós hvort Southwest og önnur flugfélög eigi eftir að greiða himinháar sektir. Hingað til hafa þau oftast komist upp með að greiða aðeins hluta af þeim kröfum sem settar hafa verið fram á hendur þeim. Hefur samgönguráðuneyti alríkisstjórnarinar lagt til að reglur um neytendavernd verði hertar til muna. Buttigieg hafði frumkvæði að viðræðum við flugfélögin á síðasta ári um aukin réttindi farþega. Samþykktu flest þeirra að farþegar ættu rétt á mat og gistingu ef ferðir féllu niður. Bandarikin eru sannarlega komin skemur en Evrópuríkin í neytendarétti.

Réttur farþega gagnvart flugfélögum virðist nú kominn ofar á forgangslista stjórnmála í Bandaríkjunum eftir ósköpin sem gengu á kringum jólin á nýliðnu ári. Fullyrt hefur verið að jólahrunið hjá Southwest sé mesta hneyksli í þjónustusögu bandarískra flugfélaga. Þetta ástand sem skapaðist í innanlandsfluginu vestra kom þó ekki öllum á óvart.

William J. McGee, flugmálablaðamaður og þekktur talsmaður neytenda, sem beitt hefur sér sérstaklega gagnvart því að flugfélög axli meiri ábyrgð og sinni viðskiptavinum sínum betur, segir að þjónustuhrun Southwest hafi verið algjörlega fyrirsjáanlegt vegna áralangrar vanrækslu og lélegs eftirlits af hálfu samgönguráðuneytisins. Á umræðuvefnum Think, sem er á vegum NBC-fréttastöðvarinnar, segir McFee að flugfélögum sé ofar í huga að sjá til þess að hluthafar fái greiddan arð af bréfum sínum og stjórnendur launauppbætur heldur en að bæta innviði og kosta nauðsynlega endurnýjun á úreltum tæknibúnaði og vaktakerfum, sem starfsfólk Southwest hafi áður varað við að þyrfti að lagfæra. Jólahrunið snúist ekki um vont veður eða einungis um frammistöðu Southwest heldur um vangetu flugfélaga til að mæta álaginu: skorti á starfsfólki, flutningsgetu, þekkingu og tækni.

Kjarninn í máli William J. McGee er að það gangi auðvitað ekki að flugfarþegar hafi minni réttindi en neytendur gagnvart flestum öðrum þjónustugeirum. 

Mynd: Southwest
Nýtt efni

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …