Samfélagsmiðlar

Jólahrunið í fluginu vestanhafs og hörð viðbrögð stjórnvalda

Uppnámið sem varð vegna frammistöðu Southwest-flugfélagsins kringum hátíðarnar hefur dregið athygli ráðamanna vestanhafs að réttindum farþega og aukið vilja til að beita háum sektum. Stjórnvöld eru líka gagnrýnd fyrir lélegt eftirlit og flugfélögin fyrir að setja hagsmuni hluthafa ofar velferð farþega.

Think (NBC)

Vefsíða Think (NBC)

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að það stefni að því að beita þau flugfélög hærri sektum sem brotið hafa gegn réttindum farþega og draga þannig úr líkum á því að ástandið sem skapaðist fyrir hátíðarnar endurtaki sig.

Southwest-flugfélagið aflýsti um 16 þúsund flugferðum frá 22. til 29. desember og meira en milljón farþega urðu strandaglópar og farangur hrúgaðist upp á flugvöllum. Samgönguráðherra alríkisstjórnarinnar, Pete Buttigieg, lýsti því yfir að brugðist yrði hart við brotum félagsins á réttindum farþega sem sátu eftir með sárt ennið á flugvöllum hér og þar við misgóðar aðstæður um jólin. 

Það virðist mikil alvara í fyrirætlunum samgönguráðuneytisins, sem segir á heimasíðu sinni að ætlunin væri að flugfélög, ferðaskrifstofur og aðrir bera ábyrgð, yrðu beittir sektum ef í ljós kæmi að viðkomandi hefðu brotið gegn neytendarétti og séð yrði til þess að fyrirtæki gætu ekki litið á þessar háu sektir einfaldlega sem eðlilegan hluta af því að eiga viðskipti. Með þessu er verið að segja að mjög hart verði tekið á því ef flugfélög axla ekki ábyrgð sína gagnvart farþegum. Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins fullyrti í vikunni að samgönguráðuneytið myndi beita Southwest sektum ef flugfélagið viki sér undan því að greiða þann kostnað sem aflýsingar og tafir hafa valdið. 

Fréttasíða WSJ
Vefsíða WSJ 28. desember 2022

Eftir á að koma í ljós hvort Southwest og önnur flugfélög eigi eftir að greiða himinháar sektir. Hingað til hafa þau oftast komist upp með að greiða aðeins hluta af þeim kröfum sem settar hafa verið fram á hendur þeim. Hefur samgönguráðuneyti alríkisstjórnarinar lagt til að reglur um neytendavernd verði hertar til muna. Buttigieg hafði frumkvæði að viðræðum við flugfélögin á síðasta ári um aukin réttindi farþega. Samþykktu flest þeirra að farþegar ættu rétt á mat og gistingu ef ferðir féllu niður. Bandarikin eru sannarlega komin skemur en Evrópuríkin í neytendarétti.

Réttur farþega gagnvart flugfélögum virðist nú kominn ofar á forgangslista stjórnmála í Bandaríkjunum eftir ósköpin sem gengu á kringum jólin á nýliðnu ári. Fullyrt hefur verið að jólahrunið hjá Southwest sé mesta hneyksli í þjónustusögu bandarískra flugfélaga. Þetta ástand sem skapaðist í innanlandsfluginu vestra kom þó ekki öllum á óvart.

William J. McGee, flugmálablaðamaður og þekktur talsmaður neytenda, sem beitt hefur sér sérstaklega gagnvart því að flugfélög axli meiri ábyrgð og sinni viðskiptavinum sínum betur, segir að þjónustuhrun Southwest hafi verið algjörlega fyrirsjáanlegt vegna áralangrar vanrækslu og lélegs eftirlits af hálfu samgönguráðuneytisins. Á umræðuvefnum Think, sem er á vegum NBC-fréttastöðvarinnar, segir McFee að flugfélögum sé ofar í huga að sjá til þess að hluthafar fái greiddan arð af bréfum sínum og stjórnendur launauppbætur heldur en að bæta innviði og kosta nauðsynlega endurnýjun á úreltum tæknibúnaði og vaktakerfum, sem starfsfólk Southwest hafi áður varað við að þyrfti að lagfæra. Jólahrunið snúist ekki um vont veður eða einungis um frammistöðu Southwest heldur um vangetu flugfélaga til að mæta álaginu: skorti á starfsfólki, flutningsgetu, þekkingu og tækni.

Kjarninn í máli William J. McGee er að það gangi auðvitað ekki að flugfarþegar hafi minni réttindi en neytendur gagnvart flestum öðrum þjónustugeirum. 

Mynd: Southwest
Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …