Samfélagsmiðlar

Portúgal vill ekki verða Disneyland

Ríkisstjórn Portúgals hefur tilkynnt um aðgerðir til að bregðast við húsnæðiskreppu í landinu. Verð á íbúðum og leiguverð hefur hækkað mjög vegna eftirspurnar ferðamanna og fjáfesta. Takmörk verða sett á leyfi fyrir Airbnb-íbúðum. Forsætisráðherrann vill ekki að borgir landsins verði einskonar Disneyland.

Lissabon

Horft yfir Alfama-hverfið í Lissabon

Portúgalar eru mjög háðir ferðaþjónustu en fá nú að kenna á neikvæðum hliðum mikillar sóknar erlendra ferðamanna eftir íbúðarhúsnæði. Íbúarnir sjálfir verða í vaxandi mæli undir í samkeppni um íbúðir á viðráðanlegu verði – hvort sem er til að kaupa eða leigja. Verðið hefur rokið upp. Efnaminna fólk situr eftir með sárt ennið.

Þetta er kunnugleg saga – gömul og ný. 

Ferðamenn fylla öll farartæki í Lissabon – MYND: ÓJ

Stjórnvöld í Portúgal hafa nú kynnt ýmsar ráðstafanir sem ætlað er að bæta úr húsnæðisástandinu. Ekki síst er ætlunin að hemja þau áhrif sem erlendir auðmenn hafa á portúgalska húsnæðismarkaðnum. Ákveðið hefur verið að hætta útgáfu leyfa fyrir nýjum Airbnb-íbúðum og svonefndra gullinna vegabréfsáritana (golden visas) sem veitt hafa sterkefnuðu fólki búsetuheimild í landinu gegn fjárfestingu eða peningaframlagi.

Á útsýnisstað í miðborg Lissabon – MYND: ÓJ

Þessi gullbryddaða fjárfestingaáætlun – miðuð að ríku fólki, sem fær búseturétt að launum fyrir fjárfestingu í landinu, hefur verið mjög umdeild. Árið 2021 voru samþykktar um 10 þúsund beiðnir um gullnar áritanir í Portúgal. Á síðasta áratug hefur hún skilað Portúgölum um níu milljörðum evra í tekjur. Samfélagslegur kostnaður á móti hefur hinsvegar verið mikill. Hinir gullslegnu útlendingar hafa nefnilega ekki fjárfest ýkja mikið í nýjum atvinnutækifærum í Portúgal heldur fyrst og fremst í húsnæði sem svo stendur autt langtímum saman á meðan margt heimafólk er á hrakhólum. 

Íbúar spjalla í eftir langan dag í Alfama-hverfinu – MYND: ÓJ

António Costa, forsætisráðherra Portúgals, hefur greint frá því að ríkið muni taka yfir húsnæði í eigu stóreigenda og framleigja á markaði til fimm ára. Um 900 milljónum evra verður varið í þessu skyni. Þá verður gripið til ýmissa aðgerða sem stuðla eiga að auknu framboði á húsnæði til íbúðar, einfalda á leyfisveitingar til húsbygginga, byggja á íbúðir til leigu, vinna gegn húsnæðisbraski og aðstoða fjölskyldur í fjárhagsvanda.

António Costa, forsætisráðherra Portúgals – MYND: Stjórnrráðsvefur Portúgals

Áætlað er að Airbnb-íbúðir séu um 60 prósent alls íbúðarhúsnæðis í Santa Maria Maior-hverfinu í miðborg Lissabon. „Aðdráttarafl borga okkar má ekki breyta þeim í einskonar Disneyland. Engin borg varðveitir einkenni sín ef hún hrekur burt íbúana,” segir António Costa. 

Ástæður húsnæðiskreppunnar í Portúgal eru margþættar og flóknar. Stærsta vandamálið er lág laun í landinu og lítil verðmætasköpun á mælikvarða Vestur-Evrópu. Húsnæðisskortur er viðvarandi og hefur sú viðleitni til að draga að fjársterka útlendinga og treysta á eflingu ferðaþjónustunnar dýpkað vandann enn frekar. Ofan á þetta hefur síðan bæst mikil verðbólga sem mælist nú 8,3 prósent. 

Ferðafólk á ferðinni í báðar áttir – MYND: ÓJ

Segja má að Portúgal sé fórnarlamb eigin velgengni í ferðaheiminum. Þetta land sem er svo ríkt af menningu og náttúrufegurð, mildu veðri árið um kring og hagstæðu verðlagi, er eftirsóknarvert í augum margra útlendinga sem auðveldlega geta skákað efnaminni heimamönnum í sókn eftir húsnæði og öðrum gæðum landsins. Það sama hefur gerst víða við Miðjarðarhafið.

Gata í Alfama-hverfinu – MYND: ÓJ

Leigubraskarar brugðust við þessari vaxandi og þungu sókn fjársterkra útlendinga inn á portúgalska húsnæðismarkaðinn með því að segja upp föstum leigusamningum við íbúa – en breyttu svo íbúðunum þannig að þær hæfðu til skammtímaleigu hjá Airbnb eða öðrum sambærilegum fyrirtækjum.

Portúgalska ríkisstjórnin ætlar nú að bregðast við þessu. 

Horft yfir miðborg Lissabon – MYND: ÓJ
Nýtt efni

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …

Rauðu og hvítu sporvagnarnir hafa verið meðal táknmynda Istanbúl, þjónað íbúum og ferðamönnum í meira en öld. Nú líður að því að þeim verði skipt út fyrir vagna sem búnir verða rafhlöðum. Vagnarnir hafa gengið eftir spori á Istiklal-breiðgötunni Evrópumegin í Istanbúl. Þeir voru fyrst teknir í notkun árið 1914, á dögum Ottómanveldisins. Ýmsar lagfæringar …

Skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður um áramótin en frádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna. Nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn en sala á rafbílum hefur þó dregist umtalsvert saman það sem af er ári. Á þessum tíma í fyrra höfðu 3.211 nýir rafbílar verið skráðir nýir …

Seljendur hlutabréfa í almennu hlutafjárútboði Íslandshótela, stærsta hótelfyrirtæki landsins, hafa ákveðið að falla frá útboði og þar með skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Almennu hlutafjárútboði Íslandshótela lauk seinnipartinn í gær en í ljósi þessarar ákvörðunar munu allar áskriftir falla sjálfkrafa niður. Þetta kemur fram í tilkynningu. Vel á þriðja þúsund aðilar tóku þátt í …

MYND: ÓJ

Nýbirt Þróunarvísitala ferðageirans (Travel & Tourism Development Index) fyrir árið 2024, sem Alþjóðaefnahagsráðið ( World Economic Forum) tekur saman annað hvert ár, sýnir að Ísland fellur niður listann um 10 sæti frá 2019 - í 32. sæti, Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru töluvert ofar en Noregur er hins vegar ekki meðal þeirra 119 landa sem …

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar áformaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 11 prósentum í 24 prósent um mitt árið 2018. Stjórnin sprakk hins vegar áður en málið fór í gegnum Alþingi. Samtök ferðaþjónustunnar börðust gegn þessari hækkun á sínum tíma og í morgun efndu samtökin til fundar í ljósi þess að „undanfarin misseri …

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands dagana 30. apríl til 7. maí 2024 eru 49 prósent aðspurðra því andvíg að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum verði endurnýjað. Hins vegar eru 35 prósent aðspurðra því hlynnt. Beðið er ákvörðunar nýs matvælaráðherra. Meginniðurstöður könnunar Maskínu fyrir Náttútuverndarsamtök Íslands - MYND: Maskína Niðurstöður Matvælastofnunar í …