Samfélagsmiðlar

Borga nú þegar milljarða króna fyrir losunarheimildir

Evrópusambandið tók upp viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir flug árið 2012. Síðan þá hefur verðið á mengunargjaldinu tuttugufaldast. Íslenskum stjórnvöldum hugnast ekki boðaðar breytingar á kerfinu.

Í fyrra greiddu íslensku flugfélögin um 60 milljarða fyrir þotueldsneyti. Nú hefur verð að olíu fallið en kostnaðurinn við losunarheimildir hækkar aftur á móti umtalsvert.

Markaðsvirði þeirra losunarheimilda sem Icelandair fær úthlutað endurgjaldslaust í ár er um 2,4 milljarðar króna í dag. Play þarf að borga fyrir alla sína mengun en á því verður breyting á næsta ári. Þessar fríu heimildir heyra sögunni til í síðasta lagi árið 2027 .

Sú niðurfelling er hluti af áætlun Evrópusambandsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu og hafa íslensk stjórnvöld reynt að vekja athygli forsvarsfólks Evrópusambandsins á að þessar breytingar muni hafa mjög neikvæð áhrif á samgöngur til og frá Íslandi. Verð á flugi héðan muni hækka meira en annars staðar í Evrópu og eins veiki breytingin til muna samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga á markaðnum fyrir ferðir milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Í svarbréfi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, er bent á að þessar breytingar, sem Evrópuþingið samþykkti í desember sl., séu aðeins aðlögun á núverandi viðskiptakerfi með losunarheimildir.

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart vinnur í samtarfi við flugfélög, þar á meðal Icelandair, að þróun rafvéla sem gætu hentað í innanlandsflug.

Það kerfi var tekið upp árið 2012 og þá var kostnaður flugfélaganna við kaup á viðbótar losunarheimildum lítill. Hver heimild kostaði innan við fimm evrur en hefur síðan þá tuttugufaldast enda fór markaðsverðið í fyrsta sinn yfir 100 evrur á eininguna nú í febrúar.

Í dag er einingarverðið 94 evrur en var rétt um 25 evrur fyrir fimm árum. Þá var kostnaðurinn við að kaupa losunarheimildir samt farinn að vega þungt í rekstri flugfélaga. Í ársskýrslu Icelandair 2018 er sagt að verðhækkanir á losunarheimildum kalli á aukið eftirlit með þessum kostnaðarlið.

Hvorki Icelandair né Play veita upplýsingar í uppgjörum sínum eða ársskýrslum um hversu mikið félögin greiða í losunarheimildir. Túristi kemur líka að tómum kofanum þegar spurt er hversu mikið var greitt fyrir losunarheimildir í fyrra.

Það má samt ljóst vera að kostnaðurinn nemur milljörðum króna og verður ennþá hærri í ár. Ekki eingöngu vegna hækkandi markaðsverðs heldur fyrst og fremst vegna aukinnar flugumferðar og þar með meiri mengunar.

Icelandair fær reyndar úthlutaðar 174 þúsund einingar endurgjaldslaust í ár og er markaðsvirði þeirra í dag um 2,4 milljarðar króna. Gera má ráð fyrir að þessar fríheimildir dekki sem fyrr ríflega þriðjung af losuninni og Icelandair þarf því að greiða 3,5 til 4 milljarða fyrir umfram losunarheimildir í ár.

Hjá Play gæti kostnaðurinn í ár orðið um 2,0 til 2,5 milljarðar króna miðað við flugáætlun félagsins. Frá og með næstu áramótum fær Play í fyrsta sinn losunarheimildir endurgjaldslaust. Þær verða þó ekki eins margar og þær hefðu orðið í óbreyttu kerfi.

Nú er stefnt að því að draga jafnt og þétt úr vægi endurgjaldslausu eininganna. Frá og með ársbyrjun 2027 eiga þær að heyra sögunni til og þá verða evrópsk flugfélög að standa skil á allri sinni losun.

Um leið er lagt til að losunarheimildum á markaðnum verði fækkað um fjóra af hundraði og því viðbúið að verðið hækki enn frekar.

Icelandair og IðunnH2 hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup flugfélagsins á allt að 45 þúsund tonnum á ári af innlendu, sjálfbæru flugvélaeldsneyti frá árinu 2028 sem framleiða á í Helguvík í Reykjanesbæ.

Til viðbótar við þessar breytingar verður krafan um íblöndun flugvélaeldsneytis með vistvænu eldsneyti, SAF, aukin jafnt og þétt ár frá ári. Í dag er framleiðsla á þess háttar eldsneyti skammt á veg komin en nánast vikulega senda vestræn flugfélög frá sér fréttatilkynningar þar sem sagt er frá samningum um þróun eða kaup á því.

Í fyrrnefndu svarbréfi Ursulu von der Leyen til Katrínar Jakobsdóttur er einmitt bent á tækifærin sem blasa við Íslandi þegar kemur að framleiðslu á vistvænu eldsneyti.

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …