Samfélagsmiðlar

Sjónarmiðum Íslendinga enn vísað kurteislega á bug

Í svari sínu til forsætisráðherra kýs forseti framkvæmdastjórnar ESB að horfa framhjá mikilvægi tengiflugs fyrir Icelandair, Play og Keflavíkurflugvöll. Bréfið frá Brussel var reyndar sent í lok ágúst í fyrra og þarf því ekki að endurspegla viðhorf eða stöðu mála í dag.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.

Íslenskir ráðamenn og erindrekar hafa síðustu misseri reynt að vekja athygli forsvarsfólks Evrópusambandsins á að nýsamþykktar auknar álögur á flugumferð, til að draga úr losun gróðurhúsalofttengunda, gætu haft mjög neikvæð áhrif á samgöngur til og frá Íslandi. Með breytingunni myndi samkeppnisstaða íslenskra flugfélaga versna því hærri mengunarkostnaður myndi leggjast þyngra á Icelandair og Play en þau flugfélög sem fljúga beint yfir Norður-Atlantshafið.

Tilgangur hinna nýju reglna er meðal annars að beina fólki að öðrum ferðamátum: lestarferðum og öðrum almenningssamgöngum, í staðinn fyrir flug.

Til marks um alvarleika málsins, að mati íslenskra stjórnvalda, þá sendi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, bréf til evrópskra ráðamanna í fyrra þar sem hún lýsti „þungum áhyggjum“ af áhrifum þessara tillagna á eyríki sem reiða sig algerlega flugsamgöngur.

Einnig kom forsætisráðherra því á framfæri að fyrrnefndar tillögur muni hafa neikvæðari áhrif á verð á Íslandsflugi en annað Evrópuflug. Engu að síður voru reglurnar samþykktar af aðildarríkjum ESB líkt og Túristi greindi frá í janúar. Í framhaldinu hófu aðrir íslenskir fjölmiðlar umfjöllun um málið.

Þá óskaði Fréttablaðið eftir afriti af svari Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, við bréfi forsætisráðherra og fékk blaðið það afhent í gær. Í framhaldinu var birt frétt á heimasíðu Fréttablaðsins um innihaldið en þar kom ekki fram hversu gamalt bréfið væri.

Túristi bað því um líka um afrit frá forsætisráðuneytinu og fékk það sent um hæl. Þá kemur í ljós að bréfið er 7 mánaða gamalt, skrifað 23. ágúst. Það var fyrst í desember sl. sem Evrópuþingið samþykkti þessar hertu aðgerðir.

Bréfið sem nú hefur verið birt var sent frá Brussel þann 23. ágúst í fyrra.

Í bréfi forseta framkvæmdastjórnar ESB til forsætisráðherra segir að hinar nýju reglur séu aðeins viðbætur við kerfi sem sett var á laggirnar árið 2012 í þeim tilgangi að draga úr losun. Samkvæmt því kerfi fá flugfélög úthlutaðan ákveðinn fjölda losunarheimilda gjaldfrjálst en þurfa að greiða fyrir alla mengun umfram það. Hjá Icelandair hafa gjafaheimildirnar numið um þriðjungi af allri losun félagsins innan evrópskrar lofthelgi.

Nýju reglurnar, sem Evrópuþingið samþykkti í árslok 2022, kveða á um að hætt verði úthlutun gjafaheimilda og einnig verði gerð aukin krafa um notkun sjálfbærs eldsneytis. Í svari Ursulu von der Leyen segir meðal annars að Ísland sé í einstakri stöðu til framleiðslu á þess háttar eldsneyti þar sem raforkuframleiðsla hér á landi losi minna af gróðurhúsalofttegundunum en víða annars staðar.

Sérstaða Íslands ekki endilega fólgin í rekstri tengistöðvar

Forseti framkvæmdastjórnar ESB gefur í raun lítið fyrir áhyggjur íslenskra stjórnvalda um að strangari reglur verði til þess að losun frá flugi muni færast til, frá íslenskum flugfélögum sem þurfa að millilenda á Keflavíkurflugvelli og til þeirra sem fljúga beint milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Um þetta atriði segir Ursula von der Leyen að kerfið sé þannig uppbyggt að það mismuni ekki flugfélögum sem fljúga sömu flugleið. Þar með sé tryggt að losunin færist í raun ekki frá einu svæði yfir á annað. Forseti framkvæmdastjórnar ESB bætir því við að flugfélög hafi búið við þetta kerfi í áratug og þarna sé því ekkert nýtt af nálinni.

Óhætt er að segja að með þessu svari kjósi forseti framkvæmdastjórar ESB að horfa ekki til þess að rekstur íslenskra flugfélaga og Keflavíkurflugvallar byggir á tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu. Icelandair og Play fljúga aldrei sömu flugleið og keppinautarnir yfir Atlantshafið. Íslensku félögin millilenda hér á meðan hin fara oftast beint á milli áfangastaða.

Staða Keflavíkurflugvallar sem skiptistöðvar, fyrir farþega á leið milli Norður-Ameríku og Evrópu, er því ekki tekin með inn í myndina í svari Ursulu von der Leyen.

Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Þess hefur verið beðið að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti um refsitolla á innflutning kínverskra rafbíla. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um óeðlilega mikinn ríkisstuðning við innlenda framleiðendur og var þetta meðal umræðuefna í Evrópuferð forseta Kína nýverið. Ný tollheimta myndi þýða milljarða evra aukalegar álögur á kínverska rafbílaframleiðendur.  Xi-Jingping, forseti Kína - MYND: Britta Pedersen/dpa-Zentralbild/dpa/Alamy Nú …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …