Samfélagsmiðlar

Innan og utan hrings

Hringvegurinn, eða réttar sagt þjóðvegur eitt, er mikilvirk leið til að dreifa ferðafólki um landið. Hann er 1.321 kílómetri að lengd og tengir saman alla landshluta nema Vestfirði. Flest erlent ferðafólk ferðast um landið á bílaleigubílum og fer þá gjarnan hringinn. Vonandi sjá þó sífellt fleiri hversu margt er að sjá utan hringsins - jafnvel bara spölkorn frá þjóðveginum.

Litagleði á Hvammstanga, sem er 6 kílómetrum frá hringveginum

Hringvegurinn fullkomnaðist í júlí 1974 þegar Skeiðarárbrú var tekin í notkun. Forseti Íslands, Kristján Eldjárn, og Magnús Torfi Ólafsson, samgönguráðherra, fluttu ræður við fjölmenna opnunarathöfnina – upptendraðir af þessari miklu samgöngubyltingu á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Bílarnir streymdu hringinn þetta þjóðahátíðarsumar. Aðeins örfáir erlendir ferðamenn fóru hringinn 1974. Ætli þeim sem þó komu hafi ekki verið spenntari fyrir því að fara hálendisvegina.

Fjaran við Hvammstanga – MYND: ÓJ

Það er þess virði að koma við í sölubúð Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga – MYND: ÓJ

Það var auðvitað stóráfangi í samgöngusögu þjóðarinnar að brúa Skeiðará, Sandgígjukvísl og Núpsvötn en mörgum þótti hægt ganga að ljúka heildarverkinu, ef svo má segja. Árið 1995 var lokið við að leggja slitlag á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar en það var ekki fyrr en 2019 sem að fullu var lokið við að eyða malarköflum á hringveginum. Enn eru um 30 einbreiðar brýr á þessari leið. Nokkrir stóráfangar bættust þó vissulega við eftir að hringurinn lokaðist. Nægir þar að nefna Borgarfjarðarbrú, Hvalfjarðargöngin og Vaðlaheiðargöng.

Kirkjan á Þingeyrum er listasmíð og útsýni þaðan dásamlegt – MYND: ÓJ

Næstu stórverkefni í vegagerð Íslendinga er að ljúka gangagerð og vegabótum á Vestfjörðum. Allir ferðafrömuðir eru sammála um að þá opnist nýr heimur í ferðaþjónustunni. Einhver stærstu tækifæri íslenskrar ferðaþjónustu liggi í því að lokka ferðafólkið vestur – en auðvitað líka austur og norður.

Hillebrandtshúsið á Blönduósi, byggt 1877, er elsta húsið í merkilegum miðbæ gamla Blönduós – MYND: ÓJ

Eins góður og hringvegurinn er þá er auðvitað hætta á að fólk einblíni á það leiðarkerfi og gleymi stöðum utan hringsins. Auðvitað má nefna marga staði í þessu sambandi en lesendur geta sjálfur fundið þá á kortinu. TÚRISTI fór á dögunum nokkur spölkorn út af þjóðvegi eitt, skoðaði Hvammstanga, Þingeyrar og gamla bæinn á Blönduósi. Þetta var bara byrjunin. Sumarið bíður.

Hótel Blönduós, Helgafell og gamla kirkjan á Blönduósi séð úr fjörunni – MYND: ÓJ

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …