Samfélagsmiðlar

Innan og utan hrings

Hringvegurinn, eða réttar sagt þjóðvegur eitt, er mikilvirk leið til að dreifa ferðafólki um landið. Hann er 1.321 kílómetri að lengd og tengir saman alla landshluta nema Vestfirði. Flest erlent ferðafólk ferðast um landið á bílaleigubílum og fer þá gjarnan hringinn. Vonandi sjá þó sífellt fleiri hversu margt er að sjá utan hringsins - jafnvel bara spölkorn frá þjóðveginum.

Litagleði á Hvammstanga, sem er 6 kílómetrum frá hringveginum

Hringvegurinn fullkomnaðist í júlí 1974 þegar Skeiðarárbrú var tekin í notkun. Forseti Íslands, Kristján Eldjárn, og Magnús Torfi Ólafsson, samgönguráðherra, fluttu ræður við fjölmenna opnunarathöfnina – upptendraðir af þessari miklu samgöngubyltingu á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Bílarnir streymdu hringinn þetta þjóðahátíðarsumar. Aðeins örfáir erlendir ferðamenn fóru hringinn 1974. Ætli þeim sem þó komu hafi ekki verið spenntari fyrir því að fara hálendisvegina.

Fjaran við Hvammstanga – MYND: ÓJ

Það er þess virði að koma við í sölubúð Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga – MYND: ÓJ

Það var auðvitað stóráfangi í samgöngusögu þjóðarinnar að brúa Skeiðará, Sandgígjukvísl og Núpsvötn en mörgum þótti hægt ganga að ljúka heildarverkinu, ef svo má segja. Árið 1995 var lokið við að leggja slitlag á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar en það var ekki fyrr en 2019 sem að fullu var lokið við að eyða malarköflum á hringveginum. Enn eru um 30 einbreiðar brýr á þessari leið. Nokkrir stóráfangar bættust þó vissulega við eftir að hringurinn lokaðist. Nægir þar að nefna Borgarfjarðarbrú, Hvalfjarðargöngin og Vaðlaheiðargöng.

Kirkjan á Þingeyrum er listasmíð og útsýni þaðan dásamlegt – MYND: ÓJ

Næstu stórverkefni í vegagerð Íslendinga er að ljúka gangagerð og vegabótum á Vestfjörðum. Allir ferðafrömuðir eru sammála um að þá opnist nýr heimur í ferðaþjónustunni. Einhver stærstu tækifæri íslenskrar ferðaþjónustu liggi í því að lokka ferðafólkið vestur – en auðvitað líka austur og norður.

Hillebrandtshúsið á Blönduósi, byggt 1877, er elsta húsið í merkilegum miðbæ gamla Blönduós – MYND: ÓJ

Eins góður og hringvegurinn er þá er auðvitað hætta á að fólk einblíni á það leiðarkerfi og gleymi stöðum utan hringsins. Auðvitað má nefna marga staði í þessu sambandi en lesendur geta sjálfur fundið þá á kortinu. TÚRISTI fór á dögunum nokkur spölkorn út af þjóðvegi eitt, skoðaði Hvammstanga, Þingeyrar og gamla bæinn á Blönduósi. Þetta var bara byrjunin. Sumarið bíður.

Hótel Blönduós, Helgafell og gamla kirkjan á Blönduósi séð úr fjörunni – MYND: ÓJ

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …