Samfélagsmiðlar

Ítölsk landkynning aðhlátursefni

Það er stundum sagt að samfélagsmiðlar logi út af hinu eða þessu. Ætli megi ekki segja það um viðbrögð við nýrri rándýrri auglýsingaherferð ferðamálayfirvalda á Ítalíu. Fólk rak í rogastans þegar í ljós kom í kynningarmynd að þar voru ungir Slóvenar á heimaslóð að drekka slóvenskt vín. Þetta eiga Ítalir erfitt með að fyrirgefa.

Góðglaðir Slóvenar að gæða sér að slóvensku Čotar-víni í kynningu Ítala á undrum heimalands síns.

Ítalir eru stærstu vínframleiðendur heimsins og ekki ætti að vera erfitt að finna myndefni af stoltu heimafólki að skála í Chianti, Valpolicella, Barolo eða Primitivo. En jú, í myndbandi landkynningarherferðar ítalskra ferðamálayfirvalda birtast ungir Slóvenar heima í Čotar að drekka rauðvín úr héraðinu. Čotar-hérað er að vísu nærri ítölsku landamærunum og ítölsk áhrif vafalítið fyrir hendi. En Slóvenía er ekki Ítalía frekar en að Skánn tilheyri Danmörku.

Nú þarf Daniela Santanche, ferðamálaráðherra Ítalíu, sem er í hægriflokki Giorgia Meloni, forsætisráðherra, að sæta því að þessi umfangsmikla og nýja auglýsingaherferð um töfra Ítalíu og ríkulegan menningarauð sé höfð að háði og spotti hvarvetna.

Mikil gagnrýni beinist auðvitað að Armando Testa-samskiptastofunni, sem vann herferðina, fyrir að nota myndefni sem aflað var utan Ítalíu. Herferðin kostaði um 9 milljónir evra. Armando Testa eru ekki byrjendur í faginu. Þetta er stærsta samskiptastofa Ítalíu og starfar jafnframt í Bandaríkjunum.

Umrætt myndband sem skartar kjörorðunum Open to Meraviglia eða Opin fyrir undri er nú mest umtalað fyrir það að þar birtist þetta myndbrot af glöðum Slóvenum að gæða sér að héraðsvíni í Čotar. Margir eru líka hneykslaðir á mynd sem tölvuunnin er af Venusi, úr Fæðingu Venusar eftir Sandro Botticelli, og notuð til að draga upp mynd af nútímalegum áhrifavaldi sem kynnir marga helstu ferðamannastaði Ítalíu.

Áhrifavaldurinn Venus á hjóli við Colosseum – MYND: Ministero del Turismo – Ferðamálaráðuneyti Ítalíu

Margir eru róthneykslaðir á meðferðinni á Venusi en aðallega beinist gagnrýni og biturt háð að auglýsingafólkinu fyrir léleg vinnubrögð og að sjálfum ferðamálaráðherranum, Daniela Santanche, sem hvergi hefur hvikað og varið herferðina, sagt gagnrýnendur herfilega snobbaða.

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …