Samfélagsmiðlar

Ítölsk landkynning aðhlátursefni

Það er stundum sagt að samfélagsmiðlar logi út af hinu eða þessu. Ætli megi ekki segja það um viðbrögð við nýrri rándýrri auglýsingaherferð ferðamálayfirvalda á Ítalíu. Fólk rak í rogastans þegar í ljós kom í kynningarmynd að þar voru ungir Slóvenar á heimaslóð að drekka slóvenskt vín. Þetta eiga Ítalir erfitt með að fyrirgefa.

Góðglaðir Slóvenar að gæða sér að slóvensku Čotar-víni í kynningu Ítala á undrum heimalands síns.

Ítalir eru stærstu vínframleiðendur heimsins og ekki ætti að vera erfitt að finna myndefni af stoltu heimafólki að skála í Chianti, Valpolicella, Barolo eða Primitivo. En jú, í myndbandi landkynningarherferðar ítalskra ferðamálayfirvalda birtast ungir Slóvenar heima í Čotar að drekka rauðvín úr héraðinu. Čotar-hérað er að vísu nærri ítölsku landamærunum og ítölsk áhrif vafalítið fyrir hendi. En Slóvenía er ekki Ítalía frekar en að Skánn tilheyri Danmörku.

Nú þarf Daniela Santanche, ferðamálaráðherra Ítalíu, sem er í hægriflokki Giorgia Meloni, forsætisráðherra, að sæta því að þessi umfangsmikla og nýja auglýsingaherferð um töfra Ítalíu og ríkulegan menningarauð sé höfð að háði og spotti hvarvetna.

Mikil gagnrýni beinist auðvitað að Armando Testa-samskiptastofunni, sem vann herferðina, fyrir að nota myndefni sem aflað var utan Ítalíu. Herferðin kostaði um 9 milljónir evra. Armando Testa eru ekki byrjendur í faginu. Þetta er stærsta samskiptastofa Ítalíu og starfar jafnframt í Bandaríkjunum.

Umrætt myndband sem skartar kjörorðunum Open to Meraviglia eða Opin fyrir undri er nú mest umtalað fyrir það að þar birtist þetta myndbrot af glöðum Slóvenum að gæða sér að héraðsvíni í Čotar. Margir eru líka hneykslaðir á mynd sem tölvuunnin er af Venusi, úr Fæðingu Venusar eftir Sandro Botticelli, og notuð til að draga upp mynd af nútímalegum áhrifavaldi sem kynnir marga helstu ferðamannastaði Ítalíu.

Áhrifavaldurinn Venus á hjóli við Colosseum – MYND: Ministero del Turismo – Ferðamálaráðuneyti Ítalíu

Margir eru róthneykslaðir á meðferðinni á Venusi en aðallega beinist gagnrýni og biturt háð að auglýsingafólkinu fyrir léleg vinnubrögð og að sjálfum ferðamálaráðherranum, Daniela Santanche, sem hvergi hefur hvikað og varið herferðina, sagt gagnrýnendur herfilega snobbaða.

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …