Samfélagsmiðlar

Sala á evrópskum losunarheimildum hefur skilað ríkissjóði 12,3 milljörðum króna

Íslensk flugfélög hafa staðið fyrir 25-30 prósent af þeirri losun sem fellur undir hið evrópska ETS kerfi hér á landi. Ýmis konar iðnaður losar ríflega tvöfalt meira en flugið.

Þegar viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) var tekið upp á Evrópska efnahagssvæðinu árið 2012 kostaði hver eining rétt um fimm evrur. Síðan þá hefur markaðsverðið nærri því tuttugufaldast því í febrúar síðastliðinum fór það í fyrsta sinn yfir 100 evrur á eininguna.

Að undanförnu hefur verðið lækkað og er núna 87 evrur.

Markaðsvirði þeirra losunareininga sem Icelandair fær úthlutað endurgjaldslaust í ár er því um 2,3 milljarðar króna í dag. Play fær ekki gjafaheimildir fyrr en á næsta ári.

Þær verða þó líklega færri en áður var reiknað með því aðildarþjóðir Evrópusambandsins hafa samþykkt hertari reglur um losun frá flugi. Það hefur í för með sér að losunarheimildirnar verða ekki eins margar og verðið á þeim mun því hækka að flestra mati.

Auk flugrekenda þá verða iðnaðarfyrirtæki einnig að gera upp losun sína og kaupa heimildir á móti.

Tekjurnar af þessum viðskiptum skila sér svo til hins opinbera og hafa þær numið um 1,2 milljörðum að jafnaði á ári hverju sl. áratug samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. En Ísland hóf árið 2019 að selja uppsafnaðar losunarheimildir sínar, frá árinu 2013, á sameiginlegum uppboðsvettvangi ESB og skilaði salan samtals 9,6 milljörðum króna árin 2019 og 2020.

Árin tvö á eftir bættust við um 2,7 milljarðar og búist er við að sala losunarheimilda skili íslenska ríkinu um 800 milljónum króna í ár. Sú upphæð er lægri en hún ætti að vera þar sem útreikningar ESB, á virði heimildanna í fyrra, voru ekki réttir. Leiðrétt verður fyrir þeirri villu í ár.

Ekki er hægt að segja til um hversu stór hluti heildarupphæðarinnar er vegna kaupa flugfélaga á losunarheimildum en eins og áður hefur komið fram þá vinna íslenskir ráðamenn að því að fá samþykktar undanþágur fyrir íslenskan fluggeira frá hertari Evrópureglum. Í málflutningi Íslands er vísað til legu landsins og mikilvægis tengiflugs Icelandair og Play.

Tilgangur breytinganna er sá að draga úr vexti í farþegaflugi innan Evrópu og flytja hluta af traffíkinni í lestarkerfið. Ríki eins og Ísland og Malta hafa þó ekki kost á þess háttar samgöngum en stjórnvöld á síðarnefndu eyjunni ætla þó að gangast undir nýja kerfið. Malta er heldur ekki eins langt frá meginlandi Evrópu og því eykst kostnaðurinn við flug þaðan ekki eins mikið.

Stóri munurinn er hins vegar sá að flugrekstur eyþjóðanna tveggja er ólíkur. Á Möltu millilenda fáir á ferð sinni milli heimsálfa eða landa en rekstur Icelandair og Play byggir hins vegar að miklu leyti á tengifarþegum. Hið breytta viðskiptakerfi með losunarheimildir mun því að óbreyttu veikja stöðu íslensku flugfélaganna í samkeppninni um farþega á leið yfir Norður-Atlantshafið en gert er ráð fyrir að breytingarnar hafi í för með sér kostnaðarauka upp á um 3.000 krónur á hvern farþega.

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …