Samfélagsmiðlar

Sala á evrópskum losunarheimildum hefur skilað ríkissjóði 12,3 milljörðum króna

Íslensk flugfélög hafa staðið fyrir 25-30 prósent af þeirri losun sem fellur undir hið evrópska ETS kerfi hér á landi. Ýmis konar iðnaður losar ríflega tvöfalt meira en flugið.

Þegar viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) var tekið upp á Evrópska efnahagssvæðinu árið 2012 kostaði hver eining rétt um fimm evrur. Síðan þá hefur markaðsverðið nærri því tuttugufaldast því í febrúar síðastliðinum fór það í fyrsta sinn yfir 100 evrur á eininguna.

Að undanförnu hefur verðið lækkað og er núna 87 evrur.

Markaðsvirði þeirra losunareininga sem Icelandair fær úthlutað endurgjaldslaust í ár er því um 2,3 milljarðar króna í dag. Play fær ekki gjafaheimildir fyrr en á næsta ári.

Þær verða þó líklega færri en áður var reiknað með því aðildarþjóðir Evrópusambandsins hafa samþykkt hertari reglur um losun frá flugi. Það hefur í för með sér að losunarheimildirnar verða ekki eins margar og verðið á þeim mun því hækka að flestra mati.

Auk flugrekenda þá verða iðnaðarfyrirtæki einnig að gera upp losun sína og kaupa heimildir á móti.

Tekjurnar af þessum viðskiptum skila sér svo til hins opinbera og hafa þær numið um 1,2 milljörðum að jafnaði á ári hverju sl. áratug samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. En Ísland hóf árið 2019 að selja uppsafnaðar losunarheimildir sínar, frá árinu 2013, á sameiginlegum uppboðsvettvangi ESB og skilaði salan samtals 9,6 milljörðum króna árin 2019 og 2020.

Árin tvö á eftir bættust við um 2,7 milljarðar og búist er við að sala losunarheimilda skili íslenska ríkinu um 800 milljónum króna í ár. Sú upphæð er lægri en hún ætti að vera þar sem útreikningar ESB, á virði heimildanna í fyrra, voru ekki réttir. Leiðrétt verður fyrir þeirri villu í ár.

Ekki er hægt að segja til um hversu stór hluti heildarupphæðarinnar er vegna kaupa flugfélaga á losunarheimildum en eins og áður hefur komið fram þá vinna íslenskir ráðamenn að því að fá samþykktar undanþágur fyrir íslenskan fluggeira frá hertari Evrópureglum. Í málflutningi Íslands er vísað til legu landsins og mikilvægis tengiflugs Icelandair og Play.

Tilgangur breytinganna er sá að draga úr vexti í farþegaflugi innan Evrópu og flytja hluta af traffíkinni í lestarkerfið. Ríki eins og Ísland og Malta hafa þó ekki kost á þess háttar samgöngum en stjórnvöld á síðarnefndu eyjunni ætla þó að gangast undir nýja kerfið. Malta er heldur ekki eins langt frá meginlandi Evrópu og því eykst kostnaðurinn við flug þaðan ekki eins mikið.

Stóri munurinn er hins vegar sá að flugrekstur eyþjóðanna tveggja er ólíkur. Á Möltu millilenda fáir á ferð sinni milli heimsálfa eða landa en rekstur Icelandair og Play byggir hins vegar að miklu leyti á tengifarþegum. Hið breytta viðskiptakerfi með losunarheimildir mun því að óbreyttu veikja stöðu íslensku flugfélaganna í samkeppninni um farþega á leið yfir Norður-Atlantshafið en gert er ráð fyrir að breytingarnar hafi í för með sér kostnaðarauka upp á um 3.000 krónur á hvern farþega.

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …