Samfélagsmiðlar

Áfram viðræður um millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða

Egilsstaðaflugvöllur

Þotur Condor áttu að fljúga til Egilsstaða einu sinni í viku frá maí og fram á haust og jafn oft til Akureyrar.

„Þetta tekur tíma og það getur komið eitt og eitt bakslag. Það þýðir ekki að við eigum að gefast upp. Tækifærin eru fyrir hendi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um ákvörðun stjórnenda þýska flugfélagsins Condor að hætta við flug til Akureyrar og Egilsstaða í sumar. Fyrstu ferðir voru á dagskrá nú í maí og ætlunin var að fljúga vikulega til bæjanna tveggja fram á haust.

Þýska flugfélagið felldi hins vegar niður allt Íslandsflug sumarsins í lok mars sl. og var sú skýring gefin að fyrirvarinn hafi verið of skammur. Það var samt í júlí í fyrra sem sala hófst.

Þotur Condor hefðu sett svip sinn á Egilsstaði og Akureyri í sumar enda óvenjulegar í útliti. Mynd: Condor

Núna eru aðeins eitt ár í að sumarvertíðin 2024 hefjist og miðað við fyrri reynslu þá þyrfti Condor að gefa það út á næstu vikum hvort Íslandsflug verði á dagskrá á næsta ári eða ekki. Spurð hvort ákvörðun liggi fyrir þá segir talskona Condor að viðræður standi yfir við flugvellina sem um ræðir og upplýst verði um nýja áfangastaði næsta árs þegar flugáætlunin liggi fyrir.

Óhentug flugáætlun

Dagskrá Condor fyrir sumarið í ár gerði ráð fyrir að þotur félagsins myndu lenda á Akureyri og Egilsstöðum stuttu fyrir miðnætti. Þar af leiðandi hefðu þýsku farþegarnir þurft að fá í gistingu skammt frá flugvöllunum fyrstu nóttina í það minnsta. Það gekk ekki eftir samkvæmt því sem Túristi kemst næst enda skortur á hótelherbergum fyrir norðan og austan yfir hásumarið.

Flugvöllurinn á Akureyri
Það stefndi í annasamt sumar á Akureyrarflugvelli en nú hefur Condor hætti við flug þangað og Niceair er komið á ís. Mynd: Isavia

Og það útlit fyrir að þetta verði áfram vandamál á næsta ári. Þannig gera áform Íslandshótela um byggingu hótels á Sjallareitnum á Akureyri ráð fyrir að sá gististaður verði í fyrsta lagi tekinn í gagnið árið 2025.

Svæðið kallar á fjármagn

Ekkert stórt hótel í byggingu fyrir austan en fjárfestingar í ferðaþjónustu á Austurlandi voru til umræðu á fundi á Egilsstöðum í síðustu viku. Þar sagði Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og fráfarandi framkvæmdastjóri Austurbrúar, að auka þyrfti fjárfestingar svo hægt væri að halda úti þjónustu allt árið.

Erlendir ferðamanna á Seyðisfirði í síðustu viku. Mynd: ÓJ

„Hvort kemur á undan, hænan eða eggið? Við reyndum að fá hænuna og komumst langt. Nú erum við að tala um eggið. Þetta er ekki spurningin hvort, heldur hvenær – og hversu hratt við komumst. Möguleikarnir og fjárfestingatækifærin eru um allt svæðið. Við þurfum líka að þora að sækjast eftir því að fólk komi með okkur í þessa vegferð – að byggja upp á svæðinu,” sagði Jóna Árný og vísaði þar til áforma Condor sem urðu að engu nú í sumar.

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …