Samfélagsmiðlar

Áfram viðræður um millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða

Egilsstaðaflugvöllur

Þotur Condor áttu að fljúga til Egilsstaða einu sinni í viku frá maí og fram á haust og jafn oft til Akureyrar.

„Þetta tekur tíma og það getur komið eitt og eitt bakslag. Það þýðir ekki að við eigum að gefast upp. Tækifærin eru fyrir hendi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um ákvörðun stjórnenda þýska flugfélagsins Condor að hætta við flug til Akureyrar og Egilsstaða í sumar. Fyrstu ferðir voru á dagskrá nú í maí og ætlunin var að fljúga vikulega til bæjanna tveggja fram á haust.

Þýska flugfélagið felldi hins vegar niður allt Íslandsflug sumarsins í lok mars sl. og var sú skýring gefin að fyrirvarinn hafi verið of skammur. Það var samt í júlí í fyrra sem sala hófst.

Þotur Condor hefðu sett svip sinn á Egilsstaði og Akureyri í sumar enda óvenjulegar í útliti. Mynd: Condor

Núna eru aðeins eitt ár í að sumarvertíðin 2024 hefjist og miðað við fyrri reynslu þá þyrfti Condor að gefa það út á næstu vikum hvort Íslandsflug verði á dagskrá á næsta ári eða ekki. Spurð hvort ákvörðun liggi fyrir þá segir talskona Condor að viðræður standi yfir við flugvellina sem um ræðir og upplýst verði um nýja áfangastaði næsta árs þegar flugáætlunin liggi fyrir.

Óhentug flugáætlun

Dagskrá Condor fyrir sumarið í ár gerði ráð fyrir að þotur félagsins myndu lenda á Akureyri og Egilsstöðum stuttu fyrir miðnætti. Þar af leiðandi hefðu þýsku farþegarnir þurft að fá í gistingu skammt frá flugvöllunum fyrstu nóttina í það minnsta. Það gekk ekki eftir samkvæmt því sem Túristi kemst næst enda skortur á hótelherbergum fyrir norðan og austan yfir hásumarið.

Flugvöllurinn á Akureyri
Það stefndi í annasamt sumar á Akureyrarflugvelli en nú hefur Condor hætti við flug þangað og Niceair er komið á ís. Mynd: Isavia

Og það útlit fyrir að þetta verði áfram vandamál á næsta ári. Þannig gera áform Íslandshótela um byggingu hótels á Sjallareitnum á Akureyri ráð fyrir að sá gististaður verði í fyrsta lagi tekinn í gagnið árið 2025.

Svæðið kallar á fjármagn

Ekkert stórt hótel í byggingu fyrir austan en fjárfestingar í ferðaþjónustu á Austurlandi voru til umræðu á fundi á Egilsstöðum í síðustu viku. Þar sagði Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og fráfarandi framkvæmdastjóri Austurbrúar, að auka þyrfti fjárfestingar svo hægt væri að halda úti þjónustu allt árið.

Erlendir ferðamanna á Seyðisfirði í síðustu viku. Mynd: ÓJ

„Hvort kemur á undan, hænan eða eggið? Við reyndum að fá hænuna og komumst langt. Nú erum við að tala um eggið. Þetta er ekki spurningin hvort, heldur hvenær – og hversu hratt við komumst. Möguleikarnir og fjárfestingatækifærin eru um allt svæðið. Við þurfum líka að þora að sækjast eftir því að fólk komi með okkur í þessa vegferð – að byggja upp á svæðinu,” sagði Jóna Árný og vísaði þar til áforma Condor sem urðu að engu nú í sumar.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …