Samfélagsmiðlar

Fjölga flugferðunum hingað um helming milli ára

Þau sem klipptu á borðann fyrir jómfrúrflugið til Detroit voru Romanoff hjónin, sem eru stórviðskiptavinir Delta og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia.

Delta Air Lines verður með 808 flugferðir í boði milli Íslands og Bandaríkjanna í sumar. Það er fjölgun um helming frá því í fyrra. Mestu munar um hina nýju flugleið Delta milli Íslands og Detroit en í sumar verða 95 ferðir til og frá borginni. Að auki hefur ferðum til New York fjölgað um 26 prósent en í ár hóf bandaríska flugfélagið áætlunarflugið þaðan strax í mars í stað þess að bíða fram í maí. Delta flýgur einnig til Minneapolis í sumar frá Keflavíkurflugvelli.

„Í gegnum þessa þrjá áfangastaði býður Delta fleiri tengimöguleika til Norður-Ameríku frá Íslandi en nokkurt annað flugfélag. Sætaframboð Delta hefur aukist um 27 prósent frá því í fyrra og eru tæplega 146 þúsund sæti í boði til áfangastaðanna,“ segir í tilkynningu en þetta er tólfta árið í röð sem Delta flýgur milli Íslands og Bandaríkjanna.

„Það er mikil og jákvæð eftirspurn eftir ferðum til Íslands frá viðskiptavinum okkar vestanhafs, sem vegur þungt í ákvörðun okkar um að auka áætlunina milli Íslands og Bandaríkjanna um 50 prósent frá því í fyrra,“ segir Jan Feenstra, sölustjóri Delta á Íslandi.

Nýtt efni
Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …