Samfélagsmiðlar

Sannanlega grænt og umhverfisvænt

„Það sem mun hafa mest áhrif er væntanlega að orðanotkun eins og grænt og sjálfbært, vistvænt og náttúrulegt mun að miklu leyti hverfa og eins lógó sem fylgja slíkum yfirlýsingum sem fyrirtækin hafa sjálf hannað og sett fram,” segir Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, um væntanlega reglugerð Evrópusambandsins og lagabreytingar um grænþvott.

Túristar í Reynisfjöru

Neytendur sem vilja kaupa vöru sem sannanlega er framleidd með það í huga að valda sem minnstum umhverfisáhrifum geta alls ekki treyst því að umbúðir eða fullyrðingar framleiðenda og seljenda hvað þetta varðar standist.

Grænþvottur er miklu útbreiddari en flestir átta sig á og hann tefur raunverulegar úrbætur – að árangur náist í að draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum framleiðslu og atvinnustarfsemi. Þetta á líka við um ferðaþjónustu og vörur sem beint er að ferðafólki.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í mars drög að reglugerð sambandsins gegn grænþvotti. Með væntanlegri reglugerð verður aðildarríkjum sambandsins gert að tryggja neytendum lagalega vernd gegn röngum og óstaðfestum fullyrðingum um umhverfislegt ágæti vöru eða þjónustu. 

Nokkur dæmi um grænþvottarmerki

Framleiðendur og seljendur vöru og þjónustu geta þá ekki notað jafn frjálslega og hingað til orð til að lýsa ágæti þess sem er haft til sölu. 

Það verður erfiðara að ljúga að neytendum.

Umhverfisstofnun hefur umsjón með Svaninum, einu alþjóðlega viðurkenndu vottuninni af Týpu 1, samkvæmt ISO 14024-umhverfisvottunarstaðlinum, sem notuð er hér á Íslandi. Þau sem vinna við Svansvottunina fagna tilskipun Evrópusambandsins og telja að hún eigi eftir að hafa mikil áhrif á orðanotkun og fullyrðingar í kynningum og auglýsingum. Birgitta Stefánsdóttir er sérfræðingur á sviði loftslags- og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun: 

„Það sem mun hafa mest áhrif er væntanlega að orðanotkun eins og grænt og sjálfbærtvistvænt og náttúrulegt mun að miklu leyti hverfa og eins lógó sem fylgja slíkum yfirlýsingum sem fyrirtækin hafa sjálf hannað og sett fram.”

Birgitta Stefánsdóttir – MYND: Umhverfisstofnun

Birgitta segir almenning orðinn viðkvæmari en áður fyrir villandi fullyrðingum um umhverfiságæti vara. 

„Ég myndi segja að það sé almennt mikið um óræðar fullyrðingar, kannski minna um markvisst rangar fullyrðingar.” 

Þetta getur t.d. átt við þegar einhver lýsir umhverfislegu ágæti einhvers hluta starfsemi án þess að litið sé til heildaráhrifa á umhverfi. Það sem sagt er vistvænt, vænt og grænt, þarf bara alls ekki að vera það þegar allt er tekið með í reikninginn. Það er nefnilega ekki til nein vísindaleg staðfesting á því hvað sé grænt. Með slíkum fullyrðingum fylgja gjarnan lógó sem fyrirtækin sjálf hafa hannað til að gera fullyrðingar sínar trúverðugar. Í framtíðinni verður villandi framsetning af þessu tagi í auglýsingum og á umbúðum bönnuð í aðildarríkjum Evrópusambandsins – og í framhaldi af því einnig á Íslandi. 

Búist er við að í væntanlegri reglugerð Evrópusambandsins felist krafa til aðildarríkja um að í löggjöf verði sett bann við því í viðskiptum að settar séu fram fullyrðingar um umhverfislegt ágæti nema að þær styðjist við viðurkenndar vísindalegar rannsóknir og bestu fáanlegar upplýsingar á hverju tima. Í gildi eru auðvitað lög sem banna villandi viðskiptahætti.  Reglugerð um bann við grænþvotti kemur þar til viðbótar.

Logið á umbúðum – MYND: Brian Yurasits/Unsplash

Óvíst er hvort Umhverfisstofnun fái eitthvert hlutverk í að framfylgja þeirri löggjöf sem væntanlega verður sett í kjölfar reglugerðarinnar.

Óumhverfisvæn dreifing á drykkjarvatni – MYND: ÓJ

„Regluverkið er kynnt undir þeim formerkjum að styrkja neytendavernd og samræmist þannig að miklu hlutverki Neytendastofu. Neytendastofa hefur nú þegar eftirlit með reglugerð um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem fjallað er um villandi markaðssetningu. Þannig það mætti sjá fyrir sér að eftirfylgnin lenti hjá þeim,” 

segir Birgitta Stefánsdóttir í svari við fyrirspurn Túrista um þessi efni.  

Svanurinn kynnti nýverið niðurstöður könnunar á síðasta ári meðal neytenda sem sýna að nærri sjö af tíu (66%) telja að fyrirtæki ýki oft hversu umhverfisvænar vörur þeirra eru. Neytendur treysta ekki fullyrðingum fyrirtækjanna. Birgitta Stefánsdóttir sagði á kynningarfundi sem haldinn í apríl um áreiðanlegar umhverfisvottanir að augljóst væri að neytendur yrðu sífellt þreyttari á óstaðfestum fullyrðingum um umhverfislegt ágæti. Þetta hlýtur líka að eiga við um ferðaþjónustuna. Fullyrðingar um að áfangastaður sé vistvænn eða grænn, sjálfbær og náttúrulegur verða að standast. Það gæti orðið þörf á umtalsverðum breytingum á starfsháttum þeirra sem standa að kynningum og markaðsmálum þegar umrædd lög ganga í gildi – þegar kemur að því að því að menn verða að geta staðið við það sem þeir fullyrða um eigið umhverfislegt ágæti og sjálfbærni. 

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …