Samfélagsmiðlar

Sannanlega grænt og umhverfisvænt

„Það sem mun hafa mest áhrif er væntanlega að orðanotkun eins og grænt og sjálfbært, vistvænt og náttúrulegt mun að miklu leyti hverfa og eins lógó sem fylgja slíkum yfirlýsingum sem fyrirtækin hafa sjálf hannað og sett fram,” segir Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, um væntanlega reglugerð Evrópusambandsins og lagabreytingar um grænþvott.

Túristar í Reynisfjöru

Neytendur sem vilja kaupa vöru sem sannanlega er framleidd með það í huga að valda sem minnstum umhverfisáhrifum geta alls ekki treyst því að umbúðir eða fullyrðingar framleiðenda og seljenda hvað þetta varðar standist.

Grænþvottur er miklu útbreiddari en flestir átta sig á og hann tefur raunverulegar úrbætur – að árangur náist í að draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum framleiðslu og atvinnustarfsemi. Þetta á líka við um ferðaþjónustu og vörur sem beint er að ferðafólki.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í mars drög að reglugerð sambandsins gegn grænþvotti. Með væntanlegri reglugerð verður aðildarríkjum sambandsins gert að tryggja neytendum lagalega vernd gegn röngum og óstaðfestum fullyrðingum um umhverfislegt ágæti vöru eða þjónustu. 

Nokkur dæmi um grænþvottarmerki

Framleiðendur og seljendur vöru og þjónustu geta þá ekki notað jafn frjálslega og hingað til orð til að lýsa ágæti þess sem er haft til sölu. 

Það verður erfiðara að ljúga að neytendum.

Umhverfisstofnun hefur umsjón með Svaninum, einu alþjóðlega viðurkenndu vottuninni af Týpu 1, samkvæmt ISO 14024-umhverfisvottunarstaðlinum, sem notuð er hér á Íslandi. Þau sem vinna við Svansvottunina fagna tilskipun Evrópusambandsins og telja að hún eigi eftir að hafa mikil áhrif á orðanotkun og fullyrðingar í kynningum og auglýsingum. Birgitta Stefánsdóttir er sérfræðingur á sviði loftslags- og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun: 

„Það sem mun hafa mest áhrif er væntanlega að orðanotkun eins og grænt og sjálfbærtvistvænt og náttúrulegt mun að miklu leyti hverfa og eins lógó sem fylgja slíkum yfirlýsingum sem fyrirtækin hafa sjálf hannað og sett fram.”

Birgitta Stefánsdóttir – MYND: Umhverfisstofnun

Birgitta segir almenning orðinn viðkvæmari en áður fyrir villandi fullyrðingum um umhverfiságæti vara. 

„Ég myndi segja að það sé almennt mikið um óræðar fullyrðingar, kannski minna um markvisst rangar fullyrðingar.” 

Þetta getur t.d. átt við þegar einhver lýsir umhverfislegu ágæti einhvers hluta starfsemi án þess að litið sé til heildaráhrifa á umhverfi. Það sem sagt er vistvænt, vænt og grænt, þarf bara alls ekki að vera það þegar allt er tekið með í reikninginn. Það er nefnilega ekki til nein vísindaleg staðfesting á því hvað sé grænt. Með slíkum fullyrðingum fylgja gjarnan lógó sem fyrirtækin sjálf hafa hannað til að gera fullyrðingar sínar trúverðugar. Í framtíðinni verður villandi framsetning af þessu tagi í auglýsingum og á umbúðum bönnuð í aðildarríkjum Evrópusambandsins – og í framhaldi af því einnig á Íslandi. 

Búist er við að í væntanlegri reglugerð Evrópusambandsins felist krafa til aðildarríkja um að í löggjöf verði sett bann við því í viðskiptum að settar séu fram fullyrðingar um umhverfislegt ágæti nema að þær styðjist við viðurkenndar vísindalegar rannsóknir og bestu fáanlegar upplýsingar á hverju tima. Í gildi eru auðvitað lög sem banna villandi viðskiptahætti.  Reglugerð um bann við grænþvotti kemur þar til viðbótar.

Logið á umbúðum – MYND: Brian Yurasits/Unsplash

Óvíst er hvort Umhverfisstofnun fái eitthvert hlutverk í að framfylgja þeirri löggjöf sem væntanlega verður sett í kjölfar reglugerðarinnar.

Óumhverfisvæn dreifing á drykkjarvatni – MYND: ÓJ

„Regluverkið er kynnt undir þeim formerkjum að styrkja neytendavernd og samræmist þannig að miklu hlutverki Neytendastofu. Neytendastofa hefur nú þegar eftirlit með reglugerð um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem fjallað er um villandi markaðssetningu. Þannig það mætti sjá fyrir sér að eftirfylgnin lenti hjá þeim,” 

segir Birgitta Stefánsdóttir í svari við fyrirspurn Túrista um þessi efni.  

Svanurinn kynnti nýverið niðurstöður könnunar á síðasta ári meðal neytenda sem sýna að nærri sjö af tíu (66%) telja að fyrirtæki ýki oft hversu umhverfisvænar vörur þeirra eru. Neytendur treysta ekki fullyrðingum fyrirtækjanna. Birgitta Stefánsdóttir sagði á kynningarfundi sem haldinn í apríl um áreiðanlegar umhverfisvottanir að augljóst væri að neytendur yrðu sífellt þreyttari á óstaðfestum fullyrðingum um umhverfislegt ágæti. Þetta hlýtur líka að eiga við um ferðaþjónustuna. Fullyrðingar um að áfangastaður sé vistvænn eða grænn, sjálfbær og náttúrulegur verða að standast. Það gæti orðið þörf á umtalsverðum breytingum á starfsháttum þeirra sem standa að kynningum og markaðsmálum þegar umrædd lög ganga í gildi – þegar kemur að því að því að menn verða að geta staðið við það sem þeir fullyrða um eigið umhverfislegt ágæti og sjálfbærni. 

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …