Samfélagsmiðlar

Sannanlega grænt og umhverfisvænt

„Það sem mun hafa mest áhrif er væntanlega að orðanotkun eins og grænt og sjálfbært, vistvænt og náttúrulegt mun að miklu leyti hverfa og eins lógó sem fylgja slíkum yfirlýsingum sem fyrirtækin hafa sjálf hannað og sett fram,” segir Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, um væntanlega reglugerð Evrópusambandsins og lagabreytingar um grænþvott.

Túristar í Reynisfjöru

Neytendur sem vilja kaupa vöru sem sannanlega er framleidd með það í huga að valda sem minnstum umhverfisáhrifum geta alls ekki treyst því að umbúðir eða fullyrðingar framleiðenda og seljenda hvað þetta varðar standist.

Grænþvottur er miklu útbreiddari en flestir átta sig á og hann tefur raunverulegar úrbætur – að árangur náist í að draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum framleiðslu og atvinnustarfsemi. Þetta á líka við um ferðaþjónustu og vörur sem beint er að ferðafólki.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í mars drög að reglugerð sambandsins gegn grænþvotti. Með væntanlegri reglugerð verður aðildarríkjum sambandsins gert að tryggja neytendum lagalega vernd gegn röngum og óstaðfestum fullyrðingum um umhverfislegt ágæti vöru eða þjónustu. 

Nokkur dæmi um grænþvottarmerki

Framleiðendur og seljendur vöru og þjónustu geta þá ekki notað jafn frjálslega og hingað til orð til að lýsa ágæti þess sem er haft til sölu. 

Það verður erfiðara að ljúga að neytendum.

Umhverfisstofnun hefur umsjón með Svaninum, einu alþjóðlega viðurkenndu vottuninni af Týpu 1, samkvæmt ISO 14024-umhverfisvottunarstaðlinum, sem notuð er hér á Íslandi. Þau sem vinna við Svansvottunina fagna tilskipun Evrópusambandsins og telja að hún eigi eftir að hafa mikil áhrif á orðanotkun og fullyrðingar í kynningum og auglýsingum. Birgitta Stefánsdóttir er sérfræðingur á sviði loftslags- og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun: 

„Það sem mun hafa mest áhrif er væntanlega að orðanotkun eins og grænt og sjálfbærtvistvænt og náttúrulegt mun að miklu leyti hverfa og eins lógó sem fylgja slíkum yfirlýsingum sem fyrirtækin hafa sjálf hannað og sett fram.”

Birgitta Stefánsdóttir – MYND: Umhverfisstofnun

Birgitta segir almenning orðinn viðkvæmari en áður fyrir villandi fullyrðingum um umhverfiságæti vara. 

„Ég myndi segja að það sé almennt mikið um óræðar fullyrðingar, kannski minna um markvisst rangar fullyrðingar.” 

Þetta getur t.d. átt við þegar einhver lýsir umhverfislegu ágæti einhvers hluta starfsemi án þess að litið sé til heildaráhrifa á umhverfi. Það sem sagt er vistvænt, vænt og grænt, þarf bara alls ekki að vera það þegar allt er tekið með í reikninginn. Það er nefnilega ekki til nein vísindaleg staðfesting á því hvað sé grænt. Með slíkum fullyrðingum fylgja gjarnan lógó sem fyrirtækin sjálf hafa hannað til að gera fullyrðingar sínar trúverðugar. Í framtíðinni verður villandi framsetning af þessu tagi í auglýsingum og á umbúðum bönnuð í aðildarríkjum Evrópusambandsins – og í framhaldi af því einnig á Íslandi. 

Búist er við að í væntanlegri reglugerð Evrópusambandsins felist krafa til aðildarríkja um að í löggjöf verði sett bann við því í viðskiptum að settar séu fram fullyrðingar um umhverfislegt ágæti nema að þær styðjist við viðurkenndar vísindalegar rannsóknir og bestu fáanlegar upplýsingar á hverju tima. Í gildi eru auðvitað lög sem banna villandi viðskiptahætti.  Reglugerð um bann við grænþvotti kemur þar til viðbótar.

Logið á umbúðum – MYND: Brian Yurasits/Unsplash

Óvíst er hvort Umhverfisstofnun fái eitthvert hlutverk í að framfylgja þeirri löggjöf sem væntanlega verður sett í kjölfar reglugerðarinnar.

Óumhverfisvæn dreifing á drykkjarvatni – MYND: ÓJ

„Regluverkið er kynnt undir þeim formerkjum að styrkja neytendavernd og samræmist þannig að miklu hlutverki Neytendastofu. Neytendastofa hefur nú þegar eftirlit með reglugerð um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem fjallað er um villandi markaðssetningu. Þannig það mætti sjá fyrir sér að eftirfylgnin lenti hjá þeim,” 

segir Birgitta Stefánsdóttir í svari við fyrirspurn Túrista um þessi efni.  

Svanurinn kynnti nýverið niðurstöður könnunar á síðasta ári meðal neytenda sem sýna að nærri sjö af tíu (66%) telja að fyrirtæki ýki oft hversu umhverfisvænar vörur þeirra eru. Neytendur treysta ekki fullyrðingum fyrirtækjanna. Birgitta Stefánsdóttir sagði á kynningarfundi sem haldinn í apríl um áreiðanlegar umhverfisvottanir að augljóst væri að neytendur yrðu sífellt þreyttari á óstaðfestum fullyrðingum um umhverfislegt ágæti. Þetta hlýtur líka að eiga við um ferðaþjónustuna. Fullyrðingar um að áfangastaður sé vistvænn eða grænn, sjálfbær og náttúrulegur verða að standast. Það gæti orðið þörf á umtalsverðum breytingum á starfsháttum þeirra sem standa að kynningum og markaðsmálum þegar umrædd lög ganga í gildi – þegar kemur að því að því að menn verða að geta staðið við það sem þeir fullyrða um eigið umhverfislegt ágæti og sjálfbærni. 

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …