Samfélagsmiðlar

Knúin orku sólar og vinds inn í framtíðina

Norska skipafélagið Hurtigruten fagnar 130 ára afmæli á árinu með því að kynna metnaðarfull áform um kolefnishlutleysi í strandferðasiglingum árið 2030. Hægt verður að sigla mengunarlaust frá Björgvin til Kirkenes á háþróuðum skipum sem nýta sólar- og vindorku.

Framtíðarskip Hurtigruten

„Við höfum hafist handa við stórt og metnaðarfullt verkefni en skipaútgerðir verða að bregðast við loftslagsbreytingum af alvöru. Við teljum að norska strandlengjan henti vel til að þróa nýja tækni og til siglinga á kolefnishlutlausum farkostum,“ segir Gerry Larsson-Fedde, framkvæmdastjóri hjá Hurtigruten í Noregi. 

Vistvænt skip á hönnunarstigi – MYND: Hurtigruten

Hurtigruten vinnur ásamt rannsóknastofnuninni SINTEF í Þrándheimi og 12 öðrum samstarfsaðilum að því að þróa og hanna kolefnishlutlaus strandferðaskip sem henta á siglingaleiðum við Noregsstrendur. Verkefnið er kallað Sea Zero.

Nú hefur hulunni verið svipt af því hvernig þróaðasta farþegaskip sinnar tegundar mun væntanlega líta út og hvaða tæknilausnum verður beitt. Nýja skipið á hvorki að menga loft né haf og verða mun sparneytnara en hefðbundin farþegaskip. 

Svona liti draumafleyið út á hægri siglingu á Hjørundfirði – MYND: Hurtigruten

„Þetta eru fyrstu drög að gerð skipa sem verða þau tæknilega háþróuðustu og sjálfbærust allra í heiminum. Lögun þeirra felur í sér minna viðnám,“ segir Gerry Larsson-Fedde, og lýsir því á síðu Hurtigruten hvaða lausnir eru notaðar í þessu skyni.

Framtíðarskipið verður með sólarrafhlöður, risastóra rafgeyma, og nútímalegan seglbúnað til að nýta vindinn. Hver hlið á þremur 750 fermetra útdraganlegum seglum verður þakin sólarrafhlöðum. Stjórnbúnaður allur verður háþróaður og m.a. stuðst við gervigreind við stýringu, skrúfur verða inndraganlegar og loftbólutækni notuð til að draga úr mótstöðu við skipsskrokkinn í sjó. Brúin verður líkust stjórnklefa nútíma farþegaþotu og á skipstjórinn að geta nýtt sér gervigreindarbúnað við að stýra skipinu.

Miklum gögnum hefur verið safnað á 130 ára starfstíma Hurtigruten, sem siglt hefur til 34 hafna við Noregsstrendur. Þessar upplýsingar verða færðar á stafrænt form og nýtast skipstjórnendum Hurtigruten og öðrum sjófarendum í framtíðinni við að gera siglingar eins öruggar og hagkvæmar og kostur er, t.d. hvenær og hvernig best er sigla til lands í vondum veðrum – og halda betur áætlun, fækka aflýsingum ferða. 

Siglt undir „sólarrafhlöðuseglum“ – MYND: Hurtigruten

Nýju skipin verða svipuð að stærð og þau sem nú eru í notkun, geta flutt um 500 farþega og mikla fragt. Þau eiga að komast í þær hafnir sem fyrir eru og komast undir brýr á áætlunarleiðum.

Sem stendur eru aðeins 0,1 prósent skipa búin tækni sem tryggir kolefnishlutleysi. Þessi framtíðarskip Hurtigruten boða byltingu í farþegasiglum.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …