Samfélagsmiðlar

Knúin orku sólar og vinds inn í framtíðina

Norska skipafélagið Hurtigruten fagnar 130 ára afmæli á árinu með því að kynna metnaðarfull áform um kolefnishlutleysi í strandferðasiglingum árið 2030. Hægt verður að sigla mengunarlaust frá Björgvin til Kirkenes á háþróuðum skipum sem nýta sólar- og vindorku.

Framtíðarskip Hurtigruten

„Við höfum hafist handa við stórt og metnaðarfullt verkefni en skipaútgerðir verða að bregðast við loftslagsbreytingum af alvöru. Við teljum að norska strandlengjan henti vel til að þróa nýja tækni og til siglinga á kolefnishlutlausum farkostum,“ segir Gerry Larsson-Fedde, framkvæmdastjóri hjá Hurtigruten í Noregi. 

Vistvænt skip á hönnunarstigi – MYND: Hurtigruten

Hurtigruten vinnur ásamt rannsóknastofnuninni SINTEF í Þrándheimi og 12 öðrum samstarfsaðilum að því að þróa og hanna kolefnishlutlaus strandferðaskip sem henta á siglingaleiðum við Noregsstrendur. Verkefnið er kallað Sea Zero.

Nú hefur hulunni verið svipt af því hvernig þróaðasta farþegaskip sinnar tegundar mun væntanlega líta út og hvaða tæknilausnum verður beitt. Nýja skipið á hvorki að menga loft né haf og verða mun sparneytnara en hefðbundin farþegaskip. 

Svona liti draumafleyið út á hægri siglingu á Hjørundfirði – MYND: Hurtigruten

„Þetta eru fyrstu drög að gerð skipa sem verða þau tæknilega háþróuðustu og sjálfbærust allra í heiminum. Lögun þeirra felur í sér minna viðnám,“ segir Gerry Larsson-Fedde, og lýsir því á síðu Hurtigruten hvaða lausnir eru notaðar í þessu skyni.

Framtíðarskipið verður með sólarrafhlöður, risastóra rafgeyma, og nútímalegan seglbúnað til að nýta vindinn. Hver hlið á þremur 750 fermetra útdraganlegum seglum verður þakin sólarrafhlöðum. Stjórnbúnaður allur verður háþróaður og m.a. stuðst við gervigreind við stýringu, skrúfur verða inndraganlegar og loftbólutækni notuð til að draga úr mótstöðu við skipsskrokkinn í sjó. Brúin verður líkust stjórnklefa nútíma farþegaþotu og á skipstjórinn að geta nýtt sér gervigreindarbúnað við að stýra skipinu.

Miklum gögnum hefur verið safnað á 130 ára starfstíma Hurtigruten, sem siglt hefur til 34 hafna við Noregsstrendur. Þessar upplýsingar verða færðar á stafrænt form og nýtast skipstjórnendum Hurtigruten og öðrum sjófarendum í framtíðinni við að gera siglingar eins öruggar og hagkvæmar og kostur er, t.d. hvenær og hvernig best er sigla til lands í vondum veðrum – og halda betur áætlun, fækka aflýsingum ferða. 

Siglt undir „sólarrafhlöðuseglum“ – MYND: Hurtigruten

Nýju skipin verða svipuð að stærð og þau sem nú eru í notkun, geta flutt um 500 farþega og mikla fragt. Þau eiga að komast í þær hafnir sem fyrir eru og komast undir brýr á áætlunarleiðum.

Sem stendur eru aðeins 0,1 prósent skipa búin tækni sem tryggir kolefnishlutleysi. Þessi framtíðarskip Hurtigruten boða byltingu í farþegasiglum.

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …