Samfélagsmiðlar

Knúin orku sólar og vinds inn í framtíðina

Norska skipafélagið Hurtigruten fagnar 130 ára afmæli á árinu með því að kynna metnaðarfull áform um kolefnishlutleysi í strandferðasiglingum árið 2030. Hægt verður að sigla mengunarlaust frá Björgvin til Kirkenes á háþróuðum skipum sem nýta sólar- og vindorku.

Framtíðarskip Hurtigruten

„Við höfum hafist handa við stórt og metnaðarfullt verkefni en skipaútgerðir verða að bregðast við loftslagsbreytingum af alvöru. Við teljum að norska strandlengjan henti vel til að þróa nýja tækni og til siglinga á kolefnishlutlausum farkostum,“ segir Gerry Larsson-Fedde, framkvæmdastjóri hjá Hurtigruten í Noregi. 

Vistvænt skip á hönnunarstigi – MYND: Hurtigruten

Hurtigruten vinnur ásamt rannsóknastofnuninni SINTEF í Þrándheimi og 12 öðrum samstarfsaðilum að því að þróa og hanna kolefnishlutlaus strandferðaskip sem henta á siglingaleiðum við Noregsstrendur. Verkefnið er kallað Sea Zero.

Nú hefur hulunni verið svipt af því hvernig þróaðasta farþegaskip sinnar tegundar mun væntanlega líta út og hvaða tæknilausnum verður beitt. Nýja skipið á hvorki að menga loft né haf og verða mun sparneytnara en hefðbundin farþegaskip. 

Svona liti draumafleyið út á hægri siglingu á Hjørundfirði – MYND: Hurtigruten

„Þetta eru fyrstu drög að gerð skipa sem verða þau tæknilega háþróuðustu og sjálfbærust allra í heiminum. Lögun þeirra felur í sér minna viðnám,“ segir Gerry Larsson-Fedde, og lýsir því á síðu Hurtigruten hvaða lausnir eru notaðar í þessu skyni.

Framtíðarskipið verður með sólarrafhlöður, risastóra rafgeyma, og nútímalegan seglbúnað til að nýta vindinn. Hver hlið á þremur 750 fermetra útdraganlegum seglum verður þakin sólarrafhlöðum. Stjórnbúnaður allur verður háþróaður og m.a. stuðst við gervigreind við stýringu, skrúfur verða inndraganlegar og loftbólutækni notuð til að draga úr mótstöðu við skipsskrokkinn í sjó. Brúin verður líkust stjórnklefa nútíma farþegaþotu og á skipstjórinn að geta nýtt sér gervigreindarbúnað við að stýra skipinu.

Miklum gögnum hefur verið safnað á 130 ára starfstíma Hurtigruten, sem siglt hefur til 34 hafna við Noregsstrendur. Þessar upplýsingar verða færðar á stafrænt form og nýtast skipstjórnendum Hurtigruten og öðrum sjófarendum í framtíðinni við að gera siglingar eins öruggar og hagkvæmar og kostur er, t.d. hvenær og hvernig best er sigla til lands í vondum veðrum – og halda betur áætlun, fækka aflýsingum ferða. 

Siglt undir „sólarrafhlöðuseglum“ – MYND: Hurtigruten

Nýju skipin verða svipuð að stærð og þau sem nú eru í notkun, geta flutt um 500 farþega og mikla fragt. Þau eiga að komast í þær hafnir sem fyrir eru og komast undir brýr á áætlunarleiðum.

Sem stendur eru aðeins 0,1 prósent skipa búin tækni sem tryggir kolefnishlutleysi. Þessi framtíðarskip Hurtigruten boða byltingu í farþegasiglum.

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …