Samfélagsmiðlar

Evrópusambandið kynnir fjármagnaða aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum

Markmið Evrópusambandsins er að hugað verði að geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu. Kynnt hafa verið 20 verkefni á sviði geðheilbrigðismála og því lýst hvernig eigi að fjármagna þau með 1,2 milljarða evra framlögum úr sjóðum sambandsins. Talið er miklu kostnaðarminna að grípa til aðgerða en að gera ekki neitt.

Aðgerðaáætlunin sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti felur í sér 20 leiðandi verkefni á sviði geðheilbrigðismála og er því lýst hvernig eigi að fjármagna þau með 1,2 milljarða evra framlögum úr sjóðum sambandsins. Aðildarríkin fá stuðning við að setja fólk og andlega heilsu í forgrunn. Með þessu er fylgt eftir stefnuyfirlýsingu forseta Framkvæmdastjórnarinnar, Ursulu von der Leyen, í september árið 2022. 

MYND: Gadiel Lazcano/Unsplash

Það er sannarlega þörf á aðgerðum. Fyrir heimsfaraldurinn var áætlað að 84 milljónir manna ættu við andlega erfiðleika að stríða. Síðan þá hefur fjölgað mjög í þeim hópi vegna efnahagserfiðleika og samfélagsólgu. Kostnaðurinn af aðgerðaleysi, minni atvinnuþátttöku og framleiðni, er talinn geta numið um 600 milljörðum evra á ári hverju. Það er því góð fjárfesting að grípa til markvissra aðgerða.

MYND: Marvin Meyer/Unsplash

Aðgerðaáætlun Evrópusambandsins hefur þrjú leiðarljós í viðbrögðum við þeim miklu breytingum sem orðið hafa á tækni, umhverfi og samfélögum og áhrif hafa á getu fólks til komast af og þrífast eðlilega: 

  1. Fullnægjandi og árangursríkar forvarnir.
  2. Aðgangur að vandaðri og hagkvæmri geðheilbrigðisþjónustu og meðferð.
  3. Aðlögun að samfélaginu eftir bata er náð.

Viðurkennt er af hálfu Evrópusambandsins hversu víðtæk áhrif geðræn vanheilsa hefur og verður tekið tillit til geðheilbrigðismála í allri stefnumótun. 

MYND: Anthony Tran/Unsplash

Gripið verður til beinna og áþreifanlegra aðgerða á mörgum sviðum til að bæta geðheilsu íbúa Evrópusambandslanda: 

  • Stuðlað verður að góðri geðheilsu með forvörnum og snemmtækum inngripum, þar á meðal með Evrópsku áætluninni viðbrögð við þunglyndi og sjálfsvígsforvörnum, Evrópsku geðheilbrigðisreglunum og með því að styrkja rannsóknir á heilbrigðri heilastarfsemi.
  • Fjárfest verður í þjálfun og uppbyggingu til að bæta geðheilbrigði og aðgengi að meðferð og umönnun bætt. Aðgerðir munu fela í sér þjálfun og skiptiáætlanir fyrir fagfólk og tæknilega aðstoð við umbætur á geðheilbrigðismálum í hverju aðildarlandi.
  • Unnið verður að því að bæta geðheilsu á vinnustöðum með því að auka vitund og bæta forvarnir. Þetta verður t.d. gert með vitundarvakningu á vegum Vinnuverndarstofnunar Evrópu. 
  • Lögð verður áhersla á að vernda börn og unglinga á viðkvæmum uppvaxtarárum og þeim hjálpað við að mæta auknu álagi og áskorunum samtímans. Meðal aðgerða er að koma á geðheilbrigðisneti barna og ungmenna með forvörnum og betra mati á andlegri og líkamlegri heilsu – og að unga fólkð fái meiri vernd á netinu og á samfélagsmiðlum.
  • Koma á til móts við viðkvæma hópa með því að veita þeim sem mest þurfa á að halda markvissan stuðning. Þetta á við um aldraða, fólk sem býr við fátækt eða erfiðan efnahag, og flóttafólk. Áhersla verður lögð á að aðstoða íbúa frá átakasvæðum, sérstaklega börn í Úkraínu sem orðið hafa fyrir áföllum vegna árásarstríðs Rússa.
  • Þá vill Evrópusambandið sýna gott fordæmi á alþjóðavettvangi með því að auka vitund um geðheilbrigðismál og með því að bregðast við neyðaraðstæðum með vandaðri geðheilbrigðisþjónustu. 
Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …