Samfélagsmiðlar

Evrópusambandið kynnir fjármagnaða aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum

Markmið Evrópusambandsins er að hugað verði að geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu. Kynnt hafa verið 20 verkefni á sviði geðheilbrigðismála og því lýst hvernig eigi að fjármagna þau með 1,2 milljarða evra framlögum úr sjóðum sambandsins. Talið er miklu kostnaðarminna að grípa til aðgerða en að gera ekki neitt.

Aðgerðaáætlunin sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti felur í sér 20 leiðandi verkefni á sviði geðheilbrigðismála og er því lýst hvernig eigi að fjármagna þau með 1,2 milljarða evra framlögum úr sjóðum sambandsins. Aðildarríkin fá stuðning við að setja fólk og andlega heilsu í forgrunn. Með þessu er fylgt eftir stefnuyfirlýsingu forseta Framkvæmdastjórnarinnar, Ursulu von der Leyen, í september árið 2022. 

MYND: Gadiel Lazcano/Unsplash

Það er sannarlega þörf á aðgerðum. Fyrir heimsfaraldurinn var áætlað að 84 milljónir manna ættu við andlega erfiðleika að stríða. Síðan þá hefur fjölgað mjög í þeim hópi vegna efnahagserfiðleika og samfélagsólgu. Kostnaðurinn af aðgerðaleysi, minni atvinnuþátttöku og framleiðni, er talinn geta numið um 600 milljörðum evra á ári hverju. Það er því góð fjárfesting að grípa til markvissra aðgerða.

MYND: Marvin Meyer/Unsplash

Aðgerðaáætlun Evrópusambandsins hefur þrjú leiðarljós í viðbrögðum við þeim miklu breytingum sem orðið hafa á tækni, umhverfi og samfélögum og áhrif hafa á getu fólks til komast af og þrífast eðlilega: 

  1. Fullnægjandi og árangursríkar forvarnir.
  2. Aðgangur að vandaðri og hagkvæmri geðheilbrigðisþjónustu og meðferð.
  3. Aðlögun að samfélaginu eftir bata er náð.

Viðurkennt er af hálfu Evrópusambandsins hversu víðtæk áhrif geðræn vanheilsa hefur og verður tekið tillit til geðheilbrigðismála í allri stefnumótun. 

MYND: Anthony Tran/Unsplash

Gripið verður til beinna og áþreifanlegra aðgerða á mörgum sviðum til að bæta geðheilsu íbúa Evrópusambandslanda: 

  • Stuðlað verður að góðri geðheilsu með forvörnum og snemmtækum inngripum, þar á meðal með Evrópsku áætluninni viðbrögð við þunglyndi og sjálfsvígsforvörnum, Evrópsku geðheilbrigðisreglunum og með því að styrkja rannsóknir á heilbrigðri heilastarfsemi.
  • Fjárfest verður í þjálfun og uppbyggingu til að bæta geðheilbrigði og aðgengi að meðferð og umönnun bætt. Aðgerðir munu fela í sér þjálfun og skiptiáætlanir fyrir fagfólk og tæknilega aðstoð við umbætur á geðheilbrigðismálum í hverju aðildarlandi.
  • Unnið verður að því að bæta geðheilsu á vinnustöðum með því að auka vitund og bæta forvarnir. Þetta verður t.d. gert með vitundarvakningu á vegum Vinnuverndarstofnunar Evrópu. 
  • Lögð verður áhersla á að vernda börn og unglinga á viðkvæmum uppvaxtarárum og þeim hjálpað við að mæta auknu álagi og áskorunum samtímans. Meðal aðgerða er að koma á geðheilbrigðisneti barna og ungmenna með forvörnum og betra mati á andlegri og líkamlegri heilsu – og að unga fólkð fái meiri vernd á netinu og á samfélagsmiðlum.
  • Koma á til móts við viðkvæma hópa með því að veita þeim sem mest þurfa á að halda markvissan stuðning. Þetta á við um aldraða, fólk sem býr við fátækt eða erfiðan efnahag, og flóttafólk. Áhersla verður lögð á að aðstoða íbúa frá átakasvæðum, sérstaklega börn í Úkraínu sem orðið hafa fyrir áföllum vegna árásarstríðs Rússa.
  • Þá vill Evrópusambandið sýna gott fordæmi á alþjóðavettvangi með því að auka vitund um geðheilbrigðismál og með því að bregðast við neyðaraðstæðum með vandaðri geðheilbrigðisþjónustu. 
Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …