Samfélagsmiðlar

„Hreinir rafmagnsbílar eru viðbjóðsleg lygi kapítalismans“

Fyrirhuguð verksmiðja í skóginum - MYND: Tesla

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars árið 2020.

Þar eru nú aðallega framleiddir hinir vinsælu rafbílar Tesla Model Y og er framleiðslugetan hálf milljón bíla á ári. Það er ekki nóg að mati Elon Musk aðaleiganda Tesla. Hann er með fyrirætlanir um að stækka verksmiðjuna svo að þar verði hægt að framleiða eina milljón bíla á ári. Ef Elon Musk fær vilja sínum framgengt verður Tesla í Grünheideskógi stærsta bílaverksmiðja Þýskalands.

„Sumir hata einfaldlega Elon Musk og allt hans bras“ – MYND: EPA

Það eru ekki allir sáttir við núverandi Tesla-versksmiðju, hvorki staðsetningu hennar né áætlanir um stækkun hennar. Kofabúarnir í skóginum hafa einmitt komið sér þar fyrir til að mótmæla starfsemi verksmiðjunnar og reyna að koma í veg fyrir fyrirhugaða stækkun hennar. Samkvæmt áætlunum mun stækkun verksmiðjunnar þýða að ryðja þurfi 120 hektarar af skógi fyrir verksmiðjubyggingum og er kofasmíðin og tilheyrandi reipisbrýr milli kofanna liður aðgerðarsinnanna í því að koma í veg fyrir skógeyðinguna. Það er þó ekki eingöngu trjáruðningurinn sem vekur áhyggjur aðgerðasinnanna í skóginum heldur er það fyrst og fremst grunnvatnið á svæðinu sem fólkið vill vernda. 

Mótmælendurnir telja að verksmiðjan komi til með að svolgra í sig ógrynni vatns og það er mikið vandamál því í Brandenburg, bænum nærri verksmiðjunni, og í sjálfum skóginum er mikill vatnsskortur. „Þetta er þurrasti staður Þýskalands,“ sagði einn af mótmælendunum við blaðamann JyllandsPosten sem heimsótti kofaþorpið í skóginum. „Hér er vatnsskömmtun slík að hver íbúi hér í kring má aðeins nota 105 lítra vatns daglega.“

Tesla hefur lofað að þau muni framleiða tvöfalt fleiri bíla í hinni stækkuðu verksmiðju án þess að nota aukadropa af vatni. En bæði íbúar svæðisins og mótmælendurnir eru fullir efasemda um að það sé rétt og telja þvert á móti að hin stóra verksmiðja geri það að verkum að ekki verði hægt að byggja nýja skóla eða stækka spítala héraðsins vegna vatnsskorts. Auk þessa hafa aðgerðarsinnarnir áhyggjur af að verksmiðjan muni spilla því litla vatni sem er í skóginum með eitruðu skólpvatni og til lengri tíma litið eyðileggja drykkjarvatnið fyrir Berlín sem er 30 km frá verksmiðjunni. 

Bíll í smíðum – MYND: Tesla

Það eru margar ástæður fyrir því að mótmælendur safnast saman í skóginum við verksmiðju Tesla. Sumir hata einfaldlega Elon Musk og allt hans bras. Aðrir elska trén og vilja gera allt til að vernda þau. Sumir hugsa aðallega um loftslagsvána og alla þá eyðileggingu, hungursneyð og eymd í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku sem kapítalisminn veldur.

„En hvers vegna berjist þið á móti rafmagnsbílum? Er það ekki svolítið skrýtið því þeir eru taldir eitt skref í átt að grænni heimi?“ spurði blaðamaður Bild einn af forsvarmönnum aðgerðarsinnanna í skóginum.

„Hreinir rafmagnsbílar eru viðbjóðsleg lygi kapítalismans. Vinnsla á kóbolti og lithium, sem eru mikilvæg hráefni í rafhlöður rafmagnsbílanna, er hræðilegt skemmdarverk á náttúrunni og veldur vinnslan miklum umhverfisskaða. Þessar námur nota milljónir lítra af vatni og eru aðstæður verkamannanna fyrir neðan allar hellur. Þetta er nútíma þrælahald. Rafmagnsbílar eru bara það sem kallast grænþvottur. Rafmagnsbílar eru engin lausn á umhverfisvanda okkar. Við höfum enga þörf fyrir rafmagnsbíla á dauðri plánetu.“

Mótmælendurnir ætla sér að vera í skóginum eins lengi og þurfa þykir og ætla að koma í veg fyrir að Tesla fái skóginn undir bílaframleiðslu sína.

Tesla hefur hins vegar svarað því til að plantað verði nýjum trjám á 300 hektara svæði í kringum verksmiðjuna og þar að auki unnið að bæta lífsskilyrði skógarins á öðrum 340 hekturum. Þar að auki bendir bílaframleiðandinn á að verksmiðjan noti minna af vatni á hvern framleiddan bíl en aðrar bílaverksmiðjur og endurnýti 100 prósent þess spillivatns sem kemur frá verksmiðjunni. 

Tesla greiðir árlega 6 milljónir evra í skatt til Grünheidesvæðisins en íbúarnir hafa ekki enn náð að njóta hins fulla efnahagsávinnings sem Tesla eigi eftir að skapa, er haft eftir sjálfum Elon Musk.

ÁSKRIFT MEÐ 50% AFSLÆTTI Í EINN MÁNUÐ. FULLT VERÐ Í FRAMHALDINU EN ALLTAF HÆGT AÐ SEGJA UPP.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …