Samfélagsmiðlar

„Hreinir rafmagnsbílar eru viðbjóðsleg lygi kapítalismans“

Fyrirhuguð verksmiðja í skóginum - MYND: Tesla

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars árið 2020.

Þar eru nú aðallega framleiddir hinir vinsælu rafbílar Tesla Model Y og er framleiðslugetan hálf milljón bíla á ári. Það er ekki nóg að mati Elon Musk aðaleiganda Tesla. Hann er með fyrirætlanir um að stækka verksmiðjuna svo að þar verði hægt að framleiða eina milljón bíla á ári. Ef Elon Musk fær vilja sínum framgengt verður Tesla í Grünheideskógi stærsta bílaverksmiðja Þýskalands.

„Sumir hata einfaldlega Elon Musk og allt hans bras“ – MYND: EPA

Það eru ekki allir sáttir við núverandi Tesla-versksmiðju, hvorki staðsetningu hennar né áætlanir um stækkun hennar. Kofabúarnir í skóginum hafa einmitt komið sér þar fyrir til að mótmæla starfsemi verksmiðjunnar og reyna að koma í veg fyrir fyrirhugaða stækkun hennar. Samkvæmt áætlunum mun stækkun verksmiðjunnar þýða að ryðja þurfi 120 hektarar af skógi fyrir verksmiðjubyggingum og er kofasmíðin og tilheyrandi reipisbrýr milli kofanna liður aðgerðarsinnanna í því að koma í veg fyrir skógeyðinguna. Það er þó ekki eingöngu trjáruðningurinn sem vekur áhyggjur aðgerðasinnanna í skóginum heldur er það fyrst og fremst grunnvatnið á svæðinu sem fólkið vill vernda. 

Mótmælendurnir telja að verksmiðjan komi til með að svolgra í sig ógrynni vatns og það er mikið vandamál því í Brandenburg, bænum nærri verksmiðjunni, og í sjálfum skóginum er mikill vatnsskortur. „Þetta er þurrasti staður Þýskalands,“ sagði einn af mótmælendunum við blaðamann JyllandsPosten sem heimsótti kofaþorpið í skóginum. „Hér er vatnsskömmtun slík að hver íbúi hér í kring má aðeins nota 105 lítra vatns daglega.“

Tesla hefur lofað að þau muni framleiða tvöfalt fleiri bíla í hinni stækkuðu verksmiðju án þess að nota aukadropa af vatni. En bæði íbúar svæðisins og mótmælendurnir eru fullir efasemda um að það sé rétt og telja þvert á móti að hin stóra verksmiðja geri það að verkum að ekki verði hægt að byggja nýja skóla eða stækka spítala héraðsins vegna vatnsskorts. Auk þessa hafa aðgerðarsinnarnir áhyggjur af að verksmiðjan muni spilla því litla vatni sem er í skóginum með eitruðu skólpvatni og til lengri tíma litið eyðileggja drykkjarvatnið fyrir Berlín sem er 30 km frá verksmiðjunni. 

Bíll í smíðum – MYND: Tesla

Það eru margar ástæður fyrir því að mótmælendur safnast saman í skóginum við verksmiðju Tesla. Sumir hata einfaldlega Elon Musk og allt hans bras. Aðrir elska trén og vilja gera allt til að vernda þau. Sumir hugsa aðallega um loftslagsvána og alla þá eyðileggingu, hungursneyð og eymd í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku sem kapítalisminn veldur.

„En hvers vegna berjist þið á móti rafmagnsbílum? Er það ekki svolítið skrýtið því þeir eru taldir eitt skref í átt að grænni heimi?“ spurði blaðamaður Bild einn af forsvarmönnum aðgerðarsinnanna í skóginum.

„Hreinir rafmagnsbílar eru viðbjóðsleg lygi kapítalismans. Vinnsla á kóbolti og lithium, sem eru mikilvæg hráefni í rafhlöður rafmagnsbílanna, er hræðilegt skemmdarverk á náttúrunni og veldur vinnslan miklum umhverfisskaða. Þessar námur nota milljónir lítra af vatni og eru aðstæður verkamannanna fyrir neðan allar hellur. Þetta er nútíma þrælahald. Rafmagnsbílar eru bara það sem kallast grænþvottur. Rafmagnsbílar eru engin lausn á umhverfisvanda okkar. Við höfum enga þörf fyrir rafmagnsbíla á dauðri plánetu.“

Mótmælendurnir ætla sér að vera í skóginum eins lengi og þurfa þykir og ætla að koma í veg fyrir að Tesla fái skóginn undir bílaframleiðslu sína.

Tesla hefur hins vegar svarað því til að plantað verði nýjum trjám á 300 hektara svæði í kringum verksmiðjuna og þar að auki unnið að bæta lífsskilyrði skógarins á öðrum 340 hekturum. Þar að auki bendir bílaframleiðandinn á að verksmiðjan noti minna af vatni á hvern framleiddan bíl en aðrar bílaverksmiðjur og endurnýti 100 prósent þess spillivatns sem kemur frá verksmiðjunni. 

Tesla greiðir árlega 6 milljónir evra í skatt til Grünheidesvæðisins en íbúarnir hafa ekki enn náð að njóta hins fulla efnahagsávinnings sem Tesla eigi eftir að skapa, er haft eftir sjálfum Elon Musk.

ÁSKRIFT MEÐ 50% AFSLÆTTI Í EINN MÁNUÐ. FULLT VERÐ Í FRAMHALDINU EN ALLTAF HÆGT AÐ SEGJA UPP.

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …