Samfélagsmiðlar

Kjötbærinn til sölu?

Kødbyen eða Kjötbærinn er hverfi á Vesterbro í Kaupmannahöfn sem áratugum saman var miðstöð kjötiðnaðarins í borginni. Uppbygging í þessum bæjarhluta hófst í kringum 1930 en upp úr aldamótunum 2000 varð borgarstjórn Kaupmannahafnar ljóst að byggingarnar í Kjötbænum gætu kannski verið áhugaverðar fyrir aðra en slátrara. Margar eru byggingarnar friðaðar því þær eru sögulega mikilvægar og vegna sérstaks arkitektúrs þeirra.

Sú hugmynd kom fram að gera svæðið að nýjum menningarlegum brennipunkti innan borgarinnar og byrjaði borgarráðið þegar árið 2000 að vinna að því. Í dag hafa safnast saman í Kjötbænum mörg fyrirtæki sem geta talist til hins skapandi geira. Sérstaklega eru mörg veitingahús (Tommaborgarar, Warpigs, Dej Pizza, Pizzeria MaMeMi, PatePate, Kødbyens Fiskebar, Gaza Grill …), gallerí (V1, Gallery Poulsen og Bo Bjerggaard) og næturklúbbar (Jolene Bar, Baggen, KB3) í þessum borgarhluta. Kjötvinnsla er þó enn mikilvæg starfsemi í Kjötbænum og eru slátrarar enn að störfum. 

Svæðið er þekkt fyrir líflegt næturlíf þar sem Jolene, Bakken og fleiri næturklúbbar standa hlið við hlið. Vegna þess að byggingarnar eru friðaðar í Kjötbænum má ekki setja skilti á framhliðarnar og því getur oft verið erfitt að finna þá staði sem maður leitar að. Einnig hafa veitingahúsin og barirnir þurft að varðveita innréttingar frá slátraratíðinni og því eru staðirnir innan Kjötbæjarins oft ansi hráir. 

Undanfarna mánuði hefur sú umræða magnast að byggingarnar í Kjötbænum séu orðnar mjög niðurníddar og þurfi brátt að koma til víðtækra viðhaldsaðgerða. Samkvæmt mati sérfræðinga kosta slíkar aðgerðir um 1,1 milljarð danskra króna. Það eru engir smápeningar og þeir liggja ekki á lausu í borgarsjóði Kaupmannahafnar.

Hefur þessi umræða um viðhald og kostnað orðið til þess að margir velta fyrir sér hvort Kjötbærinn sé kannski til sölu. Fyrir tveimur árum sagði yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, Sophie Hæstorp Andersen, að Kjötbærinn væri alls ekki til sölu, „maður selur ekki sál borgarinnar,“ en nú er kominn annar tónn í umræðuna. 

Jafnaðarmannaflokkur yfirborgarstjóra hefur nú ákveðið að þrýsta á fjármálasýslu borgarinnar að kanna hvort hægt sé selja Kjötbæinn. Byggingarnar eru orðnar svo hrörlegar að sumar þeirra hanga nánast saman á gaffateipi og skólplagnir svo laskaðar að heilsu fólks á svæðinu gæti stafað hætta af ástandinu. 

Peningar hafa ekki fundist til að ráðast í nauðsynlegar endurbætur og hafa hinir „bláu“ flokkar í borgarstjórn Kaupmannahafnar því ýtt á að Kjötbærinn verði settur á sölu. Menningar og tómstundaborgarstjóri, Kaupmannahafnar, Laura Rosenvinge, segist vera „opin fyrir öllum mögulegum lausnum á vandanum en það sé mikilvægt að þetta hverfi verði opið öllum Kaupmannahafnarbúum. Við notum þegar gífurlegar upphæðir í að reyna að halda þessum byggingum við og þetta eru peningar sem annars hefði verið hægt að nota í uppbyggingu leikskóla eða skóla. Allt er þetta spurning um forgangsröðun. Kjötbærinn er friðaður og því er ekki bara hægt að ákveða si svona að nú verði byggðar íbúðir. Við leggjum áherslu á að varðveita menningarlífið í þessu hverfi. En það kemur til greina að selja þetta allt til fjárfestingarsjóðs eða til góðgerðarsjóðs til að tryggja framtíð menningarlífsins.“

Hinn svokallaði hvíti hluti Kjötbæjarins, þar sem allar byggingarnar eru hvítar, var friðaður upp úr 1990 því húsin teljast mikilvæg verk innan hins alþjóðlega fúnksjonalisma í byggingarlist. Friðunin takmarkar mjög kaupendahópinn. Ekki eru margir peningasterkir aðilar sem eru áhugasamir um að eiga friðaðar byggingar. 

„Mér finnst það ekki fíaskó að eiga hverfi eins og Kjötbæinn þótt illa sé komið fyrir byggingum. Kjötbærinn er til mikillar gleði fyrir ótrúlega marga Kaupmannahafnarbúa. Í okkar augum er hann hluti af sál Kaupmannahafnar. En það er algjörlega ljóst að við þurfum að mynda okkur heildarsýn á hverfið og hvernig við viljum varðveita það,“ segir menningar og tómstundaborgarstjóri, Kaupmannahafnar.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …