Samfélagsmiðlar

Ný skýrsla um leiðir til að breyta matarvenjum Norðurlandabúa

Síðastliðinn fimmtudag var ný skýrsla á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar kynnt þar sem fjallað er um þær breytingar sem gera þarf á matarvenjum Norðurlanda. Í henni eru meðal annars kynntar leiðir á borð við skatta, niðurgreiðslur og samstarf um merkingar og markaðssetningu til að gera þjóðum Norðurlandanna auðveldara að neyta heilnæmari og vistvænni fæðu. 

MYND: Unsplash

Skýrslan Policy tools for sustainable and healthy eating – Enabling a food transition in the Nordic countries er unnin í kjölfar útgáfu Norrænna næringarráðleggina (Nordic Nutrition Recommendations) árið 2023 sem var afrakstur fimm ára vinnu hundruða sérfræðinga um ráðlagðar matarvenjur og næringu fólks á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.

Sú útgáfa hlaut mikla athygli enda í fyrsta sinn sem slíkar leiðbeiningar eru unnar fyrir jafn stóran hóp fólks, þar sem bæði er tekið mið af næringarfræðilegum og umhverfislegum þáttum. 

Nýja skýrslan fjallar um leiðir í stefnumótun til að ná þeim markmiðum og stuðlum sem nefndir eru í NN2023 til að gera heilsusamlega og umhverfisvæna kosti að raunhæfum möguleika fyrir almenning þessara ríkja. 

„Að breyta matarvenjum okkar til hins betra er árangursríkasta leiðin til að stuðla að betri lýðheilsu og loftslagsmálum á Norðurlöndunum. Þessi nýja skýrsla sýnir okkur í hvaða átt við eigum að stefna og hvaða verkfærum skuli beita fyrir þær erfiðu ákvarðanir sem við þurfum að taka og umræður sem þurfa að eiga sér stað til að gera fólki kleift að lifa sjálfbærum og heilsusamlegum lífstíl,“ segir Karen Elleman, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. 

Hvað fær fólk til að borða rétt?

Í skýrslunni eru lagðar til nokkrar aðgerðir sem meðal annars snúa að því hvernig norrænu löndin geta með ólíkum hætti reynt að bæta neyslu matvæla. Þá eru nefndar mismunandi leiðir stjórnvalda til að koma þessu á framfæri við almennings, allt frá tilmælum til reglusetninga.

Leneisja Jungberg, einn höfundar skýrslunnar, segir að horft hafi verið til mikilvægis þess að skoða blöndu stjórntækja og hvata við að fá Norðurlandabúa til að temja sér breyttar matarvenjur. Verðstýring gegni þar mikilvægu hlutverki en einnig þurfi að fylgja með aðrar leiðir á borð við upplýsingaherferðir og hvetjandi aðgerðir.

Ýmsar tillögur um aðgerðir stjórnvalda til að hvetja til sjálfbærrar matvælaneyslu koma fram í skýrslunni:

  • Bent er á stýritæki á borð við skatta og niðurgreiðslur sem hafi mikil áhrif á kauphegðun. Þannig gæti skattur komið til á tilteknar tegundir af kjöti, vörugjöld á sykraða drykki en að sama skapi niðurgreiðsla á grænmeti.
  • Í skýrslunni er bent á að norrænu þjóðirnar séu í einstakri stöðu þegar komi að því að nýta opinberar máltíðir til að hvetja neytendur til þess að taka betri neysluákvarðanir í sínu daglega lífi.
  • Lagt er til að þróaðar verði frekari samnorrænar merkingar matvæla á borð við Skráargatið sem mjög góður árangur náðist með, til að hvetja neytendur til að velja heilnæam kosti.
  • Þá er lagt til að Norðurlöndin vinni saman að því að útfæra hertari viðmið og löggjöf til þess að draga úr markaðssetningu á óhollum matvælum. 

ÁSKRIFT MEÐ 50% AFSLÆTTI Í EINN MÁNUÐ. FULLT VERÐ Í FRAMHALDINU EN ALLTAF HÆGT AÐ SEGJA UPP.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …