Samfélagsmiðlar

Ný skýrsla um leiðir til að breyta matarvenjum Norðurlandabúa

Síðastliðinn fimmtudag var ný skýrsla á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar kynnt þar sem fjallað er um þær breytingar sem gera þarf á matarvenjum Norðurlanda. Í henni eru meðal annars kynntar leiðir á borð við skatta, niðurgreiðslur og samstarf um merkingar og markaðssetningu til að gera þjóðum Norðurlandanna auðveldara að neyta heilnæmari og vistvænni fæðu. 

MYND: Unsplash

Skýrslan Policy tools for sustainable and healthy eating – Enabling a food transition in the Nordic countries er unnin í kjölfar útgáfu Norrænna næringarráðleggina (Nordic Nutrition Recommendations) árið 2023 sem var afrakstur fimm ára vinnu hundruða sérfræðinga um ráðlagðar matarvenjur og næringu fólks á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.

Sú útgáfa hlaut mikla athygli enda í fyrsta sinn sem slíkar leiðbeiningar eru unnar fyrir jafn stóran hóp fólks, þar sem bæði er tekið mið af næringarfræðilegum og umhverfislegum þáttum. 

Nýja skýrslan fjallar um leiðir í stefnumótun til að ná þeim markmiðum og stuðlum sem nefndir eru í NN2023 til að gera heilsusamlega og umhverfisvæna kosti að raunhæfum möguleika fyrir almenning þessara ríkja. 

„Að breyta matarvenjum okkar til hins betra er árangursríkasta leiðin til að stuðla að betri lýðheilsu og loftslagsmálum á Norðurlöndunum. Þessi nýja skýrsla sýnir okkur í hvaða átt við eigum að stefna og hvaða verkfærum skuli beita fyrir þær erfiðu ákvarðanir sem við þurfum að taka og umræður sem þurfa að eiga sér stað til að gera fólki kleift að lifa sjálfbærum og heilsusamlegum lífstíl,“ segir Karen Elleman, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. 

Hvað fær fólk til að borða rétt?

Í skýrslunni eru lagðar til nokkrar aðgerðir sem meðal annars snúa að því hvernig norrænu löndin geta með ólíkum hætti reynt að bæta neyslu matvæla. Þá eru nefndar mismunandi leiðir stjórnvalda til að koma þessu á framfæri við almennings, allt frá tilmælum til reglusetninga.

Leneisja Jungberg, einn höfundar skýrslunnar, segir að horft hafi verið til mikilvægis þess að skoða blöndu stjórntækja og hvata við að fá Norðurlandabúa til að temja sér breyttar matarvenjur. Verðstýring gegni þar mikilvægu hlutverki en einnig þurfi að fylgja með aðrar leiðir á borð við upplýsingaherferðir og hvetjandi aðgerðir.

Ýmsar tillögur um aðgerðir stjórnvalda til að hvetja til sjálfbærrar matvælaneyslu koma fram í skýrslunni:

  • Bent er á stýritæki á borð við skatta og niðurgreiðslur sem hafi mikil áhrif á kauphegðun. Þannig gæti skattur komið til á tilteknar tegundir af kjöti, vörugjöld á sykraða drykki en að sama skapi niðurgreiðsla á grænmeti.
  • Í skýrslunni er bent á að norrænu þjóðirnar séu í einstakri stöðu þegar komi að því að nýta opinberar máltíðir til að hvetja neytendur til þess að taka betri neysluákvarðanir í sínu daglega lífi.
  • Lagt er til að þróaðar verði frekari samnorrænar merkingar matvæla á borð við Skráargatið sem mjög góður árangur náðist með, til að hvetja neytendur til að velja heilnæam kosti.
  • Þá er lagt til að Norðurlöndin vinni saman að því að útfæra hertari viðmið og löggjöf til þess að draga úr markaðssetningu á óhollum matvælum. 

ÁSKRIFT MEÐ 50% AFSLÆTTI Í EINN MÁNUÐ. FULLT VERÐ Í FRAMHALDINU EN ALLTAF HÆGT AÐ SEGJA UPP.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …