Samfélagsmiðlar

Stjörnukokkur fer upp í himinhvolfin til að elda dýrindisrétti fyrir sex geimferðamenn

MYND: Space Perspective

Rasmus Munk kemur frá Jótlandi, nánar tiltekið bænum Randers. Þegar Rasmus var fimmtán ára hætti hann í skóla. Skólinn var ekki hans staður. Í stað þess að mæta á morgnana og setjast á skólabekk var það litla skellinaðran hans sem fékk alla athygli drengins. Í huga hins fimmtán ára gamla Rasmusar var það „eiginlega bara tvennt sem framtíðin bauð upp á; að gerast bifvélavirki eða ganga til liðs við mótorhjólagengið í bænum,“ eins og hann sagði í viðtali við dönsku pressuna. En fyrir algera tilviljun fékk Rasmus vinnu í eldhúsi á hóteli í Randers og þaðan var ekki aftur snúið. „Ég veit ekki hvað gerðist því ég er alinn upp á heimili þar sem hvorki er áhugi á matargerð eða neinu sem endar á list. En ég féll alveg fyrir matargerðarlistinni.“

Þrátt fyrir þennan bakgrunn ákvað Rasmus að loknu kokkaprófi, þá 23 ára gamall, að taka lestina frá Vejle og alla leið til Kaupmannahafnar með það fyrir augum að opna veitingastað. Hann vissi svo sem ekki hvernig honum ætti að takast að búa til veitingahús í höfuðborginni en nafnið hafði hann alla vega á hreinu: Alchemist, skyldi veitingastaðurinn hans heita.

Það kostaði unga manninn blóð svita og tár að koma sínum eigin veitingahúsi á lappirnar. Rasmus hafði sem betur er tekið með sér hamar, bor og sög frá Randers og fullur bjartsýni leigði hann húsnæði og hóf sjálfur að innrétta matsölustað þar sem pláss var fyrir 12 manns í sæti. Allt gekk eins og best var á kostið. Maturinn hjá Rasmus þótti lostæti og hróður hans og Alkemistans spurðist hratt út meðal matgæðinga í Kaupmannahöfn. Það var svo árið 2017 að milljarðamæringurinn Lars Seier Christensen, sem þá hafði nýlega selt hlut sinn í Saxobanka, kom að máli við Rasmus og vildi að þeir opnuðu í sameiningu nýjan Alchemist þar sem allt var stærra, meira og betra en áður hafði þekkst í veitingahúsarekstri í Kaupmannahöfn. Rasmusi þótti þetta góð hugmynd.

Litli Alkemistinn lokaði og nú hófst undirbúningur að nýjum stað sem átti að opna tveimur árum síðar í risastóru húsnæði á Refshalsøen: 2.200 fermetrar, 30 manna starfslið, þar af 15 kokkar. Þetta var nýi Alkemistinn. Svo kom að því. Þann 4. júlí árið 2019 opnuðu risavaxnar bronsdyr nýja staðarins – dyrnar eru 4 metra háar og 3 metra breiðar, hannaðar af myndlistarmanninum Maria Rubnika – og á fjórum mínútum var allt uppselt og 6.500 manns á biðlista til að fá borð á þessum umtalaða veitingastað. 

„Metnaðurinn er gífurlegur. Við ætlum að vera áhrifaríkasti veitingastaður í heimi – eða ætti maður að segja frumlegasti staður í heimi,“ sagði Rasmus Munk í viðtali í tilefni af opnun staðarins. Alþjóðlegir matgagnrýnendur áttu ekki orð til að lýsa hrifningu sinni. Stjörnuregn frá öllum heimsins fjölmiðlum og orð eins og „töfrar“ „og algjörlega óviðjafnanlegt“ voru notuð. Áhugamenn um framúrstefnulega matargerðarlist komu fljúgandi langt að á einkaþotum sínum og það tók nýja Alkemistann ekki nema sjö mánuði að hlotnast tvær Michelinstjörnur.  

Úr stefnulýsingu Alchemist – MYND: Alchemist Holistic Cuisine Manifest

Nú er Rasmus Munk orðinn einn eftirsóttasti matreiðslumeistari í heimi og í hverri viku fær hann ný tilboð um að taka þátt í alls kyns spennandi uppákomum. Tilboðin eru svo mörg að hann nær ekki einu sinni að svara þeim öllum. En fyrir nokkrum vikum barst tölvupóstur frá Bandaríkjunum sem fór eiginlega framhjá Rasmusi Munk, en fjölmiðlafulltrúi Alkemistans var nógu vakandi til að lesa tölvupóstinn. Bréfið var frá fyrirtæki sem kallar sig SpaceVIP og sérhæfir sig í að þróa það sem af sumum hefur verið kallað geimtúrismi. Hugmynd þeirra hjá SpaceVIP er að senda sex gesti út í geim í hylki sem skotið er upp með geimskutlu gegn 70 milljóna króna greiðslu á mann. Og það mikilvægasta: Á meðan geimhylkið Neptune svífur í vetnisfylltum loftbelg 30 km yfir jörðinni á Rasmus að bera fram dýrindis máltíð sem hann hefur eldað fyrir geimgestina. Útsýnið ætti ekki að vera af verri endanum á meðan gestirnir njóta máltíðar stjörnukokksins.

Það eru bandarísku fyrirtækin SpaceVIP og Space Perspective sem standa á bak við þessa geimferð sem verður farin frá Flórída árið 2025. Ferðin á að taka sex klukkutíma frá því lagt er upp frá Flórída og þar til geimhylkið svífur niður og lendir í sjónum. 

„Ég hef verið heillaður af geimnum síðan ég heimsótti Planetariet í Kaupmannahöfn þegar ég var á skólaferðalagi með bekknum mínum frá Randers. Það var í fyrsta sinn sem mér fannst ég vera lentur í algjörlega nýrri veröld. Áhrifin af þessu ferðalagi hef ég nýtt við matargerðina hjá Alkemistanum. Þegar mér bauðst að vera með til að skapa gastrónómískt ævintýri úti í geimnum, ásamt fremstu vísindamönnum heims og færustu hönnuðum, fannst mér ég ekki geta annað en orðið við þessari áskorun þrátt fyrir að ég þjáist af mikilli lofthræðslu,“ sagði Rasmus Munk í samtali við JyllandsPosten. 

Í veitingahúsinu á Refshalsøen er undirbúningur þegar hafinn og starfsliðið er að þróa matseðil fyrir geimferðina sem byggir á endurtúlkun á síðustu sextíu árum í geimrannsóknum og þeim áhrifum sem rannsóknirnar hafa haft á þróun heimsins – bæði á vísindalegu plani og heimspekilegu.

Maturinn sem Rasmus Munk leggur á borð fyrir gestina sex á að túlka þessa sögu með aðferðum matargerðarinnar.

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …