Samfélagsmiðlar

Vélmenni lesa inn hljóðbækur

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum. 

Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem hætta við að hlusta á bók segja að það sé vegna þess að þeim líkar ekki við upplesarann, röddina eða lestrarstílinn. Storytel vill gera sitt til þess að halda í hlustendur og þar með áskrifendur og þess vegna er hljóðbókahlustendum hjá Storytel nú gefinn kostur á að velja nýjar raddir. Verfærið kallast Voice Switcher og þar getur maður valið á milli fimm mismunandi lesvélmenna:

Carin, sem les rólega og yfirvegað. Rödd þroskaðrar konu (MYND: Storytel)

Amanda er ung og kraftmikil kvenrödd (MYND: Storytel)

Erik hefur milda og djúpa rödd (MYND: Storytel)

Martin er miðaldra karlmaður og les nokkuð blátt áfram (MYND: Storytel)

Stefan notar rödd leikarans Stefan Sauk sem les á kröftugan og dramatískan hátt (MYND: Storytel) 

Storytel á Íslandi hefur enn ekki tekið upp Voice Switcher-verkfærið og ekki vitað hvenær eða hvort þessi þjónusta verður tekin upp fyrir íslenska áskrifendur. Enn sem komið er eru bara 25 bækur á sænska Storytel með þennan möguleika um val á milli fimm mismunandi gervigreindarradda. 

Leikarar og aðrir innlesarar hafa ekki verið sérlega hrifnir af þessari nýju samkeppni um upplestur en Storytel telur að gervigreindarraddirnar komi bæði hlustendum, höfundum og forlögum til góða. 

Leikarinn Stefan Sauk hefur selt Storytel notkunarrétt á rödd sinni þannig að streymisveitan hefur fengið leyfi til að skapa hans rödd með gervigreindarforriti og nota til upplestrar á öllum þeim bókum sem Storytel telur rödd hans henta. Stefan segir í samtali við sænsku fréttaþjónustuna TT að gervigreindarrödd geti aldrei keppt við rödd mannsins. Gervigreindina vanti innlifunarhæfni leikarans og því óttast hann ekki að leikarar verði settir alveg til hliðar af lesvélmennum. Stefan reyndi þó að verja sína eigin rödd með því að kaupa einkarétt á henni en sú tilraun tókst ekki. Hann ákvað því að bjóða rödd sína til sölu til gervigreindarvélmennis í eigu Storytel. Hann er fyrsti leikarinn sem fer þessa leið. 

„Ég er satt að segja svolítið hræddur við þróun gervigreindar og hvað tæknin eigi eftir þýða fyrir heiminn og fyrir leikara sem lesa inn hljóðbækur.“ En hann réttlætir ákvörðun sína með því að hann hafi átt tvo valmöguleika: „Að standa fyrir utan og skammast – eða ganga inn og reyna að hafa áhrif.“

Storytel gerði tilraun með nýju gervigreindarraddirnar á vegfarendum í Stokkhólmi áður en Voice Switcher-verkfærið var kynnt. Niðurstaða tilraunarinnar sýnir að níu af hverjum tíu geta ekki gert greinarmun á rödd úr mannsbarka og rödd úr vélbarka gervigreindarvélmennis. 

„Tilraunin sýnir að við höfum þróað innlesara, eða raddir, sem eru í hæsta gæðaflokki,“ sagði Johan Ståhle, talsmaður Storytel.

Þann 14. mars var haldin mikil samkoma á vegum Storytel í Danmörku. Streymmisveitan veitti þar svonefnd Mofibo Awards besta lesara ársins í nokkrum flokkum. Að þessu sinni voru lesararnir af holdi og blóði en mögulega hlýtur vélbarki verðlaunin í framtíðinni. 

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …