Samfélagsmiðlar

Skúli segist „klára sig“

Forstjóri og eigandi WOW air segir nauðsynlegt að taka eitt skref aftur á bak til að koma félaginu á rétta kjöl.

wow skuli airbus

„Það er mikilvægt að geta horft í augu við mistökin og það er augljóst að við höfum gert nokkur afdrífarík,” segir Skúli Mogensen.

Uppsagnirnar sem WOW tilkynnti um í dag ná til 111 fastráðinna starfsamanna og tvö hundruð verktaka og fólks með tímabundna samninga. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segir í samtali við Túrista að það sé ömurlegt að þurfa að grípa til svona aðgerða en augljóslega væri hann ekki að þessu nema til að koma félaginu á réttan kjöl. Aðspurður hvort félagið geti staðið á eigin fótum fram að áramótum og út fyrsta ársfjórðung næsta árs þá svarar Skúli því játandi. „Ég klára mig,” bætir hann við.

Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna uppsagna og fækkunar í flugflota nemi mörg hundruð milljónum króna. Í tilkynningu sem WOW sendi frá sér í dag kemur þó fram að félagið vinni að sölu á fjórum flugvélum sem geti skilað því tekjum upp á um 1,2 milljarð króna (10 milljónir dollar). Þar með batni lausafjárstaða félagsins. Skúli vill þó ekki leggja mat á hvort stór hluti upphæðarinnar fari einfaldlega í boðaða endurskipulagningu. „Eins og fram hefur komið í tengslum við viðræður okkar við Indigo þá settu þeir nokkur skilyrði og við erum að vinna í því að uppfylla þau. Þessar uppsagnir eru liður í því og annað skilyrði er að losa okkur við flugvélar og þeirri vinnu miðar vel áfram og við erum samstíga Indigo í þessu. Við erum með þessu að fara í upprunalega búning félagsins. Því miður fórum við af þeirri vegferð og það er að reynast okkur mjög dýrkeypt lexía.”

Það var síðla árs 2016 sem WOW hóf flug til Kaliforníu með breiðþotum af gerðinni Airbus 330. Skúli dregur ekki dul á að með þessari viðbót í flugflotann hafi reksturinn orðið flóknari. „Við fórum of geyst og ég tek það á sjálfan mig því ég var óþolinmóður að komast lengra. Það er erfitt að fylla breiðþotur og flækjustigið í rekstrinum verður miklu meira. Það er góð ástæða fyrir því að lággjaldaflugfélög eru með einsleitna flota. Það er mikilvægt að geta horft í augu við mistökin og það er augljóst að við höfum gert nokkur afdrífarík,” segir Skúli og bætir því við að afkoman í ár sé langt undir væntingum. Hann segir þó margt hafa tekist vel hjá WOW sem hann telur vera leiðandi í lággjaldaflugi yfir hafið og bendir á að reksturinn hafi skilað mjög góðr niðurstöðu fyrr en flesta grunaði.

Það er engum blöðum um það að fletta að skuldabréfaútboð WOW air í haust hefur gert félaginu erfitt fyrir í leit að nýjum fjárfestum. Skúli vill þó ekkert gefa upp um hvort eigendur bréfanna þurfi að afskrifa stóran hluta af virði bréfanna. Hann segir vinnu við lausn á málinu vera í gangi líkt og muni koma fram í formlegu bréfi til skuldabréfaeigenda sem birt verður opinberlega.

Þriðja málið úrlausnarefnið sem forsvarsmenn Indigo og WOW air vinna að er leiðakerfi WOW. Og það er ljóst miðað við niðurskurð í flugflota að félagið hættir flugi til Kaliforníu og Indlands þar sem breiðþoturnar detta úr flotta WOW. Skúli vill þó ekki segja til um hvort nýtt leiðakerfi hafi í för með sér tíðar ferðir til færri áfangastaða eða færri ferðir til margra borga.

 

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …