Samfélagsmiðlar

Tillögur vinnuhóps um viðbyggingu flugstöðvarinnar væntanlegar

Framkvæmdir við flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum eiga að hefjast fljótlega í takt við sérstakt flýtiátak ríkisstjórnarinnar. Samgönguráðherra segir flugvelli einn af lykilþáttum þess átaks.

Frá Akureyrarflugvelli.

Stækkun á flughlaði og flugstöð á Akureyri auk akbrautar á Egilsstaðaflugvelli eru meðal verkefna sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að hefjist strax. Þessi verk eru öll hluti af sérstöku fimmtán milljarða króna flýtifjárfestingarátaki sem kynnt var í Hörpu um síðustu helgi. Í frétt á vef Samgönguráðuneytisins segir að af þeim tuttugu milljörðum króna sem settir verði í átakið þá nemi fjárfestingar í samgönguframkvæmdum sex milljörðum.

Þar af er áformað að verja milli 500 til 600 milljónum til undirbúnings verkefna á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum á þessu ári. Vinnuhópur um flugstöðina á Akureyri mun skila tillögum um útfærslu og forhönnun viðbyggingarinnar í næstu viku. Í framhaldinu er ætlunin að  hönnun flugstöðvarinnar fari strax í gang sem og annar undirbúningur samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.

„Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að efla og fjárfesta í innviðum samfélagsins. Mikilvægt er að bregðast hratt við en gera jafnframt langtímaáætlanir eins og kostur er í þessari erfiðu stöðu sem samfélagið glímir við. Halda áfram að byggja upp vegi, flugvelli og hafnir svo samfélagið verði í stakk búið þegar Covid-19 faraldurinn verður um garð genginn. Þrátt fyrir hrun í ferðaþjónustunni er brýn þörf fyrir uppbyggingu innviða og eru flugvellir einn af lykilþáttum fjárfestingarátaksins. Verkefnin eru arðbær. Þeim er hægt að flýta og þau skapa fjölbreytt störf með skömmum fyrirvara. Notum því tímann vel og höldum áfram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í frétt á vef ráðuneytisins.

Þar segir jafnframt að í nýrri flugstefnu, sem kynnt er í samgönguáætlun, sé horft til lengri tíma og áhersla lögð á að alþjóðaflugvellir landsins mæti sem best þörfum flugrekanda fyrir varaflugvelli og hliðum inn til landsins verði fjölgað til að efla ferðaþjónustu. „Hjá ríkisstjórninni er annað átak í undirbúningi sem tekur við á árunum 2021 til 2023 og mun flýting þessara framkvæmda sem og annarra samgönguframkvæmda birtast þar,“ segir ráðherra.

Tilgangurinn með viðbyggingu við flugstöðina á Akureyri er að styðja við ferðaþjónustuna á Norðurlandi og stækkun á flughlaði fyrir norðan muni auka öryggi flugvallarins samkvæmt því sem segir í frétt ráðuneytisins. „Á Egilsstöðum eykst rekstraröryggi Egilsstaðarflugvallar og flugöryggi á Íslandi almennt. Að framkvæmdum loknum verður hægt að taka á móti taka á móti um tuttugu stærri flugvélum lokist Keflavíkurflugvöllur. Auk þess skapar framkvæmdin atvinnu á svæðinu á meðan hún stendur yfir.“


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …