Samfélagsmiðlar

Massatúrismi af verstu gerð í höfuðborginni

clive turisti is

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir til Íslands í nærri fjóra áratugi og í ár munu um 10 þúsund Bretar koma hingað á hans vegum. Hann hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Clive Stacey hefur skipulagt ferðir til Íslands í nærri fjóra áratugi og í ár munu um 10 þúsund Bretar koma hingað á hans vegum. Hann hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.
Fréttir af ferðalöngum í ógöngum, skorti á aðstöðu við ferðamannastaði og ráðaleysi ráðamanna í málaflokknum hafa verið mjög áberandi síðustu misseri. Á sama tíma fjölgar túristum hér svo hratt að fá dæmi erum um annað eins í veröldinni. Ferðaskrifstofan Discover the World hefur lengi verið í fararbroddi í skipulagningu Íslandsferða frá Bretlandi og á næsta ári áforma stjórnendur hennar að bjóða upp á áætlunarflug frá London til Egilsstaða, fyrst fyrirtækja, líkt og Túristi greindi frá. Clive Stacey er eigandi Discover the World og Túristi lagði fyrir hann nokkrar spurningar um vanda ferðaþjónustunnar í dag. 

Eru of margir ferðamenn í höfuðborginni?
Vandamálið við Reykjavík, í sambandi við breska túrista, er það að margir þeirra eru afvegaleiddir af ferðaskrifstofum og flugfélögum sem fókusa á að fá eins marga til að bóka hjá sér og hægt er. Verðið er þá aðal aðdráttaraflið. Þessi fyrirtæki fela sig á bakvið vefsíðu og veita oft takmarkaðar upplýsingar. Viðskiptavinir þeirra hafa því mjög litla hugmynd um hvað er hægt að upplifa á Íslandi og sjá því aðeins lítinn hluta. Yfir vetrartímann koma margir sem hafa keypt pakkaferðir sem byggja á dvöl í Reykjavík og heldur fólkið að það sé komið á góðan stað til að upplifa norðurljós og íslenska nátttúru. Þeim er svo smalað upp í rútur og farið er með þau út fyrir borgina þar sem þau eiga oft litla möguleika á að upplifa það markverðasta á Íslandi. Þetta er massatúrismi af verstu gerð.
Ísland ætti heldur að reyna að laða til sín gesti sem eru að leita eftir ósvikinni upplifun og eyða meiru. Við hjá Discover the World kynnum til að mynda aðeins norðurljósaferðir út í náttúruna, fjarri ljósmenguninni, og reynum að sýna eins stóran hluta af fjölbreyttri náttúru Íslands og hægt er.
Hefurðu áhyggjur af öðrum landshlutum?
Skortur á áætlunum um hvernig eigi að taka á þessum stóra hópi ferðamanna veldur mér helst áhyggjum. Málin eru mikið rædd en það er lítið um aðgerðir. Á meðan fjölgar gestunum árlega um tugi prósenta og það skapast raunveruleg hætta á falleg náttúrusvæði verði eyðilögð. Það er mikilvægt að hafa í huga að eitt helsta aðdráttarafl Íslands er möguleikinn á að upplifa stór opin svæði fjarri hópum ferðamanna og ennþá búast margir túristar á Íslandi við því að fá þessa upplifun.

Hvaða leiðir eru færar til bæða ástandið?
Ástæðan fyrir því að við vonumst til að geta hafið beint flug til Egilsstaða er sú að við viljum gefa viðskiptavinum okkar færi á að ferðast um ný svæði sem eru áhugaverð, falleg og sjaldnast þétt setin ferðamönnum. Við munum sérstaklega reyna að höfða til fólks sem hefur þegar ferðast um suðvesturhluta Íslands en vill fá ósvikna upplifun fjarri massatúrismanum. 
Telurðu að ferðamenn myndu dreifast betur um landið ef boðið yrði upp á innanlandsflug um Leifsstöð?
Ég tel ekki að það sé lykillinn að því að dreifa ferðamönnum betur. Bretar vilja fljúga beint á áfangastað þegar þeir fara í stutt frí eins og þau sem eru vinsæl yfir vetrarmánuðina.
Þú bjóst eitt sinn á Vestfjörðum. Væri hægt að gera meira til að laða ferðamenn að því svæði?
Ég bjó á Flateyri árin 1972 og 1973 og mér þykir mjög vænt um þetta svæði. Ég er ánægður að sjá hversu takmörkuð uppbygging ferðaþjónustunnar hefur verið á þessu svæði og vonandi ratar það ekki skyndilega inn á vinsældalista einhvers bloggara því innviðir kerfisins eru mjög takmarkaðir þar.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …