Samfélagsmiðlar

Halda því opnu að hefja flug til Íslands og jafnvel frá tveimur borgum

Sumaráætlun fluggeirans hefst formlega í lok mars og stendur yfir í sjö mánuði. Um þessar mundir eru flugfélög því að leggja lokahönd á skipulag komandi vertíðar. Jafnvel þó óvissan um hversu góð hún verður sé ennþá mikil.

Hluti af þeim undirbúningi er að tryggja sér hentuga lendingartíma á flugvöllum. Og eitt þeirra flugfélaga sem hefur tekið frá tíma á Keflavíkurflugvelli næsta sumar er kanadíska flugfélagið WestJet en það hefur hingað til ekki spreytt sig á Íslandsflugi.

Félagið var reyndar með frátekna lendingartíma á Keflavíkurflugvelli síðasta sumar fyrir flug hingað frá Toronto í Kanada. Stjórnendur WestJet tóku hins vegar ákvörðun löngu fyrir Covid-19 að hefja ekki flug til Íslands þá.

Fyrir komandi sumarvertíð hefur WestJet aftur tekið frá lendingartíma á Keflavíkuflugvelli, bæði fyrir flug frá Toronto en líka Calgary. Sú síðarnefnda er fjórða fjölmennasta borg Kanada og er í fylkinu Alberta. Í því fylki er líka borgin Edmonton sem þotur Icelandair hafa flogið til síðustu ár en flugfélagið geri þó ekki ráð fyrir að taka upp þráðinn þar í borg í sumar.

Aftur á móti flýgur Icelandair til Toronto, Montreal og Vancouver og Air Canada býður jafnframt upp á Íslandsflug frá þeim tveimur fyrrnefndu. Ef WestJet blandar sér í slaginn þá er útlit fyrir tíðar ferðir hingað frá Toronto næsta sumar.

Til viðbótar horfa forsvarsmenn Play líka til Kanada líkt og Túristi greindi frá í gær.

Talsmaður WestJet vill ekki segja af eða á hvort af flugi félagsins hingað verður næsta sumar. Í svari til Túrista segir að WestJet, líkt og svo mörg önnur flugfélög, sæki um afgreiðslutíma víða um heim til að öðlast skilning á því hvar lendingarleyfi eru á lausu en líka til að halda möguleikum opnum.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …