Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Friðgeirs Einarssonar

fridgeir benedikt

Hann tekur alltaf með sér tannþráð í ferðalagið, er svag fyrir því að sofa undir berum himni og ætlar aldrei aftur til Hildesheim. Friðgeir Einarsson deilir hér nokkrum ferðasögum með lesendum Túrista en nýverið kom út hans fyrsta bók, smásagnasafnið Takk fyrir að láta mig vita.

Fyrsta ferðalagið til útlanda
Ég var orðinn þrettán ára þegar ég kom í fyrsta skipti til útlanda, þá orðinn æði forvitinn um hvað færi eiginlega fram í öðrum löndum. Ég dvaldi með hópi knattspyrnudrengja í sumarhúsabyggð í Hollandi, og þó að upplifunin hafi ekki beinlínis verið söguleg eða framandi – hún samanstóð af daglegum ferðir í sundlaug með vatnsrennibraut, heimsókn í sportvöruverslun og æfingaleikur við starfsmenn á hóteli í nágrenninu – þá fannst mér þetta heilmikið ævintýri sem ég skjalfesti ítarlega með ljósmyndum og í dagbókarfærslum.

Best heppnaða utanlandsferðin
Á þrítugsaldri fór ég í nokkrar velheppnaðar ferðir, þar á meðal Indlands, Kína og Suður-Ameríku. Tíminn var einna best nýttur í Ekvador, en þar sem ég dvaldist í mánuð með bróður mínum. Ekvador er ekki stórt land, en það má segja að þar megi finna sýnishorn af öllu sem ferðamönnum þykir almennt áhugaverðast við Suður-Ameríku; á einum mánuði náðum við að heimsækja regnskóga, fjallaborgir í Andes, klifum sexþúsund metra tind og silgdum í kringum Galapagos-eyjar. Það var engu líkt.

Tek alltaf með mér í ferðalagið
Ég tek alltaf með mér tannþráð því það getur verið gott að ná tægjum af framandi mat úr tönnunum, en ekki síður af því að hann er sterkur og þar með góður til viðgerða ef eitthvað gefur sig, klæðnaður eða töskur.

Ég ætla aldrei aftur til
Ef ég þyrfti aldrei að koma aftur til þýsku borgarinnar Hildesheim væri ég nokkuð sáttur við minn hlut. Þangað fór ég einu sinni til að sýna leiksýningu og leiddist dvölin alveg hræðilega. Þýskar borgir eru margar hverri annarri líkar, með eina göngugötu þar sem sömu verslunarkeðjurnar selja sama draslið og fullkomin meðalmennska gín við hvert sem litið er. Kannski var ég í vondu skapi þegar ég var í Hildesheim, en ég ákvað allavega að koma ekki þangað aftur ótilneyddur.
fridgeirEftirminnilegasta máltíðin í útlöndum
Ég reyni stundum að mana mig upp í að borða eitthvað skrítið og eftirminnilegt eins og hunda eða naggrísi eða eitthvað þess háttar, en gugna iðulega á því. Í Perú beit ég í lifandi lirfu af áeggjan leiðsögumanns. Það var ekki nándar nærri jafn viðbjóðslegt og ég hefði búist við, en samt ekki eitthvað sem mig langar að gera aftur. Um daginn var í Graz í Austurríki, skammt frá æskuheimili Arnold Schwarzeneggers, og snæddi þar villigölt. Það var kannski ekkert sérstaklega undarlegt, en alveg hrikalega gott.

Minnistæðasta hótelið sem ég hef búið á
Ég algjört svag fyrir að sofa undir berum himni. Á eynni Diu við Indland svaf ég einu sinni uppi á þaki afhelgaðrar kirkju og borgaði fyrir það fáeinar krónur. Þó að það hafi ekki beinlínis verið þægilegt, þá var það mér minnisstætt og ég lét meira að segja eina persónu í nýju bókinni minni, Takk fyrir að láta mig vita, tala um þennan gistimöguleika.

Uppáhalds áfangastaðurinn minn er
Það breytist ört, en ætli ég hafi ekki oftar þvælst til Berlínar en annarra staða. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað til dundurs þar. Ég fer stunda leikhúsin og listasöfnin, en Berlínarbúar taka menningu mjög alvarlega; framúrstefnulist og hvers kyns spennandi úrkynjun blómstrar.

Þangað er ferðinni heitið næst
Næst á dagskránni er ég einmitt ferð til Berlínar til að sýna leiksýningu. Í janúar sýni ég leikritið Crisis Meeting í samnorræna sendiráðinu ásamt félögum mínum í leikhópnum Kriðpleiri. Það er hluti af útrás Mengis sem stendur fyrir ýmsum listviðburðum þar í vetur.

Minnistæðasta ferðalagið um Ísland
Ferðir mínar um Ísland eiga það til að renna saman í eitt, en síðustu ár hef ég frekar sótt í að komast í kyrrð og ró á landsbyggðinni en að skoða náttúruminjar eða eitthvað slíkt. Þarsíðasta sumar leigðum við fjölskyldan orlofshús í Hrísey. Það var kyrrlátur tími og margar minningar sköpuðust, en það væri drepleiðinlegt fyrir lesundur ef ég færi að rekja ferðasöguna hér.
Í Takk fyrir að láta vita er að finna smásögu um ferðalag í safn tileinkuðu Arnold Schwarzenegger. Hana má lesa hér.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …