Samfélagsmiðlar

Allt að 1 milljón í sekt vegna heimagistingar

reykjavik Tim Wright

Um áramót gengu í gildi nýjar og hertari reglur um skammtímaleigu á húsnæði. Um áramót gengu í gildi nýjar og hertari reglur um skammtímaleigu á húsnæði.
Frá og með gærdeginum takmarkast skammtímaleiga á íbúðahúsnæði við 90 daga á almanaksárinu og hámarkstekjur af útleigunni mega ekki nema meira en 2 milljónum yfir árið. Hver einstaklingur getur skipt þessum 90 dögum milli tveggja eigna, til dæmis íbúðarhúsnæði og sumarbústaðar. Með breytingunum er verið að skýra betur mörkin milli gististarfsemi í atvinnuskyni og tímabundinnar leigu einstaklinga gegnum deilihagkerfið samkvæmt tilkynningu frá Atvinnuvegaráðuneytinu.
En líkt og kom fram í nýlegri úttekt Íslandsbanka þá var að jafnaði áttunda hver íbúð í miðborg Reykjavíkur leigð út til ferðamanna í júlí sl. á vegum Airbnb. Umsvif þessa bandaríska fyrirtækisins hafa vaxið mjög hratt hér á landi í takt við aukin ferðamannastraum og samkvæmt svari fyrirtækisins við fyrirspurn Túrista í janúar 2016 þá hafði fjöldi íslenskra skráninga hjá Airbnb tvöfaldast frá byrjun árs 2015 og fyrirtækið hafði þá á sínum snærum fleiri gistikosti hér á landi en þrjár stærstu hótelkeðjur landsins samanlagt.

Leyfisnúmer komi fram í auglýsingum

Það er Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sem fer með eftirlit með heimagistingu samkvæmt reglugerð nýju laganna og verða allir leigusalar að skrá fasteignir sínar hjá embættinu og kostar það 8 þúsund krónur. Ef eign er leigð út í heimagistingu án þess að hún hafi verið skráð verður lögð á eigandann stjórnvaldssekt og getur upphæð hennar numið frá 10 þúsund kr. upp í eina milljón kr. Skráningarnúmerið sem fæst hjá sýslumanni skal jafnframt nota í markaðssetningu á fasteigninni, t.d. á bókunarvefsíðum eins og Airbnb. Samkvæmt lauslegri athugun Túrista eru skráningarnúmer ennþá ekki sýnileg á auglýsingum Airbnb á íslenskum gistikostum.

Spurningar og svör varðandi heimagistingu – Frá Atvinnuvegaráðuneytinu

Hvað má leigja fasteign út í marga daga þannig að hún falli undir reglur um heimagistingu?
Svar: 90 daga á ári.

Hvað má leigja út margar fasteignir?
Svar: Tvær eignir.

Hvað þarf að gera ef leigja á út herbergi, íbúð eða sumarbústað í heimagistingu?
Svar: Skrá viðkomandi eign hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og fá starfsleyfi hjá heilbrigðisnefnd. Eignin fær svo úthlutað skráningarnúmeri sem þarf að nota við markaðssetningu.

Hver sér um eftirlit með heimagistingu?
Svar: Lögreglustjórar hafa áfram eftirlit með framkvæmd laganna skv. 21. gr. laganna. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar eftirlit með heimagistingu og mun hann til dæmis fylgjast með því að skráningarnúmer sé notað á þeim miðlum sem notaðir eru til að auglýsa heimagistingu.

Hvað þarf að gera ef leyfi fyrir heimagistingu er þegar fyrir hendi á grundvelli eldri laga og ætlunin er að leigja eignina meira en 90 daga á ári?
Svar: Leyfið gildir út gildistímann. Þegar það rennur út þarf að sækja um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II.

Hvað gerist ef eign er leigð út í heimagistingu án þess að hún hafi verið skráð hjá Sýslumanni?
Svar: Þá verður lögð á stjórnvaldssekt sem getur numið allt að einni milljón króna.

Er mikilvægt að nota skráningarnúmerið í öllum auglýsingum?
Svar: Já, það er lögbundin skylda. Brot á því getur valdið stjórnvaldssekt.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …