Samfélagsmiðlar

Stjórnarmaðurinn fjárfesti í félagi sem Icelandair var nýbúið að gera samkomulag við

Hjá Icelandair er ekki talin ástæða til að greina frá aðkomu stjórnarmanns að stofnun nýs flugfélags eða fjárfestingu hans í fyrirtæki sem Icelandair er í samstarfi við.

Aðalfundur Icelandair Group fer fram í næstu viku og af því tilefni sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu fyrir helgi með upplýsingum um þau fimm sem eru í framboði til stjórnar. Þau sitja öll í stjórninni í dag enda kom ekkert mótframboð fram.

Í fyrrnefndri tilkynningunni eru núverandi og fyrrum störf stjórnarmannanna tiltekin og um leið eru hagsmunatengsl þeirra við viðskiptavini og keppinauta útilokuð.

Ekkert um Connect Airlines

Sjá má á ferilskrám tveggja stjórnarmannanna að bæði tengjast þau bandaríska flugfélaginu Waltzing Matilda. Það félag sérhæfir sig í flugi einkaþota og er í eigu John Thomas, stjórnarmanns í Icelandair. Nina Jonsson, sem kom inn í stjórn Icelandair með Thomas fyrir tveimur árum, situr í ráðgjafaráði Waltzing Matilda í tengslum við stofnun nýs flugfélags að því segir í tilkynningunni.

Heiti nýja flugfélagsins kemur ekki fram í tilkynningunni en þarna er væntanlega verið að vísa í Connect Airlines. En fyrrnefndur John Thomas hefur unnið að stofnun þess síðustu misseri og rætt áformin í viðtölum og þá komið fram sem eigandi og framkvæmdastjóri.

Connect Airlines er ætlað að sinna áætlunarflugi frá Toronto í Kanada til nærliggjandi borga í Bandaríkjunum. Flugmálayfirvöld vestanhafs hafa reyndar ekki ennþá veitt Connect Airlines leyfi til áætlunarflugs. Starfsemin átti upphaflega að hefjast sl. haust en nú er horft til þess að jómfrúarferðin verði farin í maí.

Fjárfestir í sama orkuskiptabúnaði og Icelandair er með til skoðunar

Í tilkynningu Icelandair til hlutahafa er heldur ekki tilgreint að stjórnarmaðurinn, í gegnum fyrrnefnt Waltzing Matilda, er meðal hluthafa í fyrirtækinu Universal Hydrogen. En Icelandair skrifaði undir viljayfirlýsingu við þetta sama fyrirtæki í júlí sl. um þróun á búnaði sem gæti nýst til að breyta gömlum Dash-8 vélum Icelandair í vetnisknúnar flugvélar.

Þremur mánuðum eftir samkomulagið við Icelandair þá efndi Universal Hydrogen til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 62 milljónir dollara eða um 8 milljarða króna. Í fréttatilkynningu frá félaginu, að hlutafjárútboðinu loknu, var flugfélag Thomas stjórnarmanns, nefnt sem einn af fjárfestunum.

Í desember sl. hófst svo samstarf Universal Hydrogen og Connect Airlines um vetnisknúnar Dash-8 flugvélar.

Telja óþarfa að upplýsa meira

Sem fyrr segir er þó ekki minnst einu orði á þessi tengsl Thomas við Universal Hydrogen í tilkynningu sem Icelandair sendi á hluthafa vegna stjórnarkjörsins í næstu viku. Spurð um ástæður þess þá segir í svari frá Icelandair að þau telji að möguleg áform Icelandair um samstarf við Universal Hydrogen séu ekki þess eðlis að Thomas sé háður Icelandair.

Af tuttugu stærstu hluthöfum Icelandair þá eru átta íslenskir lífeyrissjóðir. Stærsti hluthafinn er bandaríski lánasjóðurinn Bain Capital Credit en sá hlutur er reyndar skráður á Írlandi.

Og þegar spurt er afhverju hluthafar eru ekki upplýstir um aðkomu Thomas að stofnun nýs flugfélags, sem eigandi og framkvæmdastjóri, þá segir í svari Icelandair að umfjöllunin um hann í fyrrnefndri tilkynningu gefi glögga mynd af menntun og reynslu. Einnig er vísað til þess að starfsferill stjórnarmannsins spanni marga áratugi.

Túristi hefur óskað eftir skoðun Thomas sjálfs á mögulegum hagsmunaárekstrum vegna stjórnarsetu í Icelandair og fjárfestingar hans í Universal Hydrogen. Engin svör hafa borist. Túristi hefur áður leitað svara hjá Thomas um stofnun Connect Airlines og möguleg áhrif á störf hans fyrir Icelandair en þá hefur blaðafulltrúi hans vísað á Icelandair.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …