Samfélagsmiðlar

Heimurinn með augum samkynhneigðs flugmanns

Mark Vanhoenacker er bandarískur flugmaður og rithöfundur. Nýjasta bók hans heitir Imagine a City: A Pilot´s Journey Across the Urban World. Þar lýsir höfundur reynslunni af því að alast upp í smábæ í Massachusetts, leit að eigin sjálfsmynd sem homma, og hvernig samkynhneigðir horfa á heiminn. Hryðjuverkaárásin í Ósló er áminning um þær ógnir sem sam samkynhneigðir lifa við.

Úr NYT

Bókina hefur ekki rekið á fjörur Túrista en í vikunni ritaði þessi athyglisverði flugmaður pistil í ferðablað The New York Times. Fyrirsögnin var upp á íslensku: Samkynhneigður flugmaður varpar ljósi á þýðingu ferðalaga fyrir hinsegin fólk. Forvitnin var vakin. Víða um heim hafa gleðigöngur homma og lesbía mikið aðdráttarafl, Gay Pride er fagnað með tilþrifum og undirstrikað er hversu mikilvægur sýnileiki menningar samkynhneigðra er í samtímanum. Löng og erfið barátta hefur þá skilað þessum árangri þó enn sé á brattann að sækja. Hryðjuverkaárásinni í miðborg Óslóar var einmitt beint að samkynhneigðum í aðdraganda gleðigöngu í einu af frjálslyndari löndum heims. Þetta er áfall fyrir Norðmenn, samfélag hinsegin fólks og alla sem styðja opið og frjálst samfélag.

Mark Vanhoenacker þekkir baráttuna, þurfti sjálfur að heyja innri baráttu og styrkja eigin sjálfsmynd sem hommi. Í þessari grein í New York Times segir hann frá þeim borgum sem hjálpuðu honum einmitt til þess – að finna sjálfan sig og láta drauma sína rætast.

Fyrsta nefnir Mark Vanhoenacker Amsterdam í Hollandi. Þangað flaug hann 14 ára, dvaldi hjá lesbíum, vinkonum foreldra hans, kynntist daglegri rútínu þeirra og notalegu fjölskyldulífi. Þarna segist Mark hafa skilist að djúpstæðasti ótti hans var óþarfur: Fyrst að foreldrar hans voru svona góðir vinir þessa lesbíska pars í Amsterdam hlutu þau einhvern tímann að geta elskað hann sjálfan – ef hann segði þeim sannleikann um sig einn daginn. Næst var það Montreal, höfuðborg franskra menningaráhrifa vestanhafs, sem er aðeins dagleið frá smábænum þar sem hann ólst upp hinum megin landamæranna, en þarna á milli var meginmunur á menningu. Loks var það í Tokyo í Japan, þar sem höfundur bjó um tíma og kynntist meira frelsi en nokkru sinni áður. Sjálfsmyndin var mótuð.

„Fyrir flest LBGT+ fólk sem hefur tíma, efni og svigrúm til að ferðast er nærtækasta skýringin á ferðaáhuga sú að hitta annað hinsegin fólk,“ segir Mark. Fyrir þá sem enn eru að átta sig á sjálfum sér eru ferðalögin tilvalin en raunar er tilgangur annarra hreinlega að flýja fordóma og kúgun, segir hann. Ekki er enn sjálfsagt fyrir hinsegin fólk að njóta virðingar og jafnréttis, í mörgum löndum má það búa við stöðuga áreitni, jafnvel ofbeldi og fangelsanir, eins og allir vita. Árásin í Ósló er áminning um hversu brothætt samfélagið er og réttindi okkar viðkvæm.

Mark Vanhoenacker dreymdi um frelsi og ferðaðist fyrst í huganum. Fyrsta ferðalag allra, ekki síst þeirra sem líður illa, er auðvitað í huganum. Mark dreymdi ungan um að verða flugmaður og ferðast til fjarlægra borga í von um nýtt og hinsegin líf. „Þegar mestu áhyggjurnar sóttu að á æskuárunum vaknaði vonin um að verða ég sjálfur einn daginn á einhverjum öðrum stað.“

Þú færð aðgang að öllu efni Túrista næstu tvo mánuði fyrir 2.000 kr. Notaðu afsláttarkóðann SUMAR2022 hér. Áskrift endurnýjast á fullu verði í framhaldinu en alltaf hægt að segja upp.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …