Samfélagsmiðlar

Ný hraðlestartenging milli Lissabon og Porto

Forsætisráðherra Portúgals, António Costa, hefur greint frá áformum um nýja hraðlestartengingu milli Lissabon og Porto, tveggja stærstu borga landsins, sem taka á í notkun árið 2030. Með nýju hraðlestinni styttist ferðatíminn um meira en helming, verður aðeins 75 mínútur.

Frá Porto. Brúin Dom Luís I yfir Douro-ána.

Lissabon er mögnuð borg og þar er margt að sjá og upplifa en auðvitað er líka freistandi fyrir þau sem þangað koma að skoða dálítið meira af landinu í leiðinni, fara í suðurátt að sólarströndum Algarve eða í norður til annarrar stærstu borgar landsins, Porto. 

Góður ferðamáti í Lissabon – Mynd: ÓJ

Það tekur núna rétt um þrjár klukkustundir að ferðast með hraðlest milli borganna tveggja, frá Oriente-stöðinni í Lissabon á Campanhã-stöðina í Porto og fargjaldið fyrir fullorðinn aðra leið er 56 evrur. Nú er boðuð mikil breyting á lestarsamgöngum með nýrri hraðlestartengingu – eigum við að segja ofurlest – sem tekin verður í notkun eftir átta ár, eða 2030, ef áætlanir standast. Þá getur farþeginn þeyst á um 300 kílómetra hraða milli Lissabon og Porto, nær ekki að láta sér leiðast að ráði því ferðin mun aðeins taka klukkutíma og korter. Síðan er ætlunin að lengja þessa lestartengingu upp til Vigo á Spáni, en spænska ríkisstjórnin kynnti einmitt nýlega fyrirætlanir um nýjar hraðlestarlínur sem tengja eiga höfuðborgina Madríd við strandborgirnar Valencia og Alicante. Þau áform koma í framhaldi af nýrri hraðlestartengingu milli Barselóna og Madrídar. Ný framfaraöld er því hafin í lestarsamgöngum á Íberíuskaga.

António Costa, forsætisráðherra, kynnir áformin um nýju hraðlestina – Mynd: Twitter

Áætlaður kostnaður við nýju hraðlestartenginguna milli Lissabon og Porto er um 5 milljarðar evra. Gert er ráð fyrir að lestin komi við í Leiria, Coimbra, Aveiro og Gaia. Eins og áður sagði á síðan að halda áfram í norðurátt og tengjast hraðlestarkerfi Spánar. Markmið portúgölsku ríkisstjórnainnar er að auka samkeppnishæfni landsins með bættum samgöngum – draga að meiri erlenda fjárfestingu, en um leið er verið að bregðast við áskorunum í loftslagsmálum og styrkja byggð í landinu öllu. Þessi væntanlega hraðlestartenging meðfram Atlantshafsströnd Portúgals á örugglega eftir að vekja áhuga ferðafólks, sem þá getur ferðast á enn þægilegri máta en nú milli Lissabon og Porto – og bætt við skoðunarferð um vínræktardalinn magnaða Douro, bakgarð Porto.

Í Douro-dalnum – Mynd: ÓJ

Loftslagsmálin hafa aukið mjög áhuga og vilja ríkisstjórna víða um heim til að efla lestarsamgöngur. Hækkanir á verði eldsneytis eftir innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt undir viðleitni til að nýta betur lestarsamgöngur. Frakkar bönnuðu stutt innanlandsflug ef komast má með lest milli viðkomandi staða á innan við tveimur og hálfri klukkustund. Þá heppnaðist með ágætum tilraun Þjóðverja í sumar með því að bjóða lestarferðir á níu evrur.

Ekki þarf að hafa mörg orð til að sannfæra Portúgala um mikilvægi aðgerða vegna loftslagsbeytinga. Þjóðin er minnt á það nú á hverju sumri með miklum hitum og skógareldum að bregðast verður skjótt við. 

Gróðureldar í Portúgal í sumar – Mynd: ÓJ
Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …