Samfélagsmiðlar

Bestu borgaranir í New York

Fjórir hamborgarastaðir sem matgæðingar New York borgar mæla með.

Ætli stór hluti þeirra sem leggja leið sína til New York gæði sér ekki á alla vega einum hamborgara í ferðinni. Hér eru fjórar hamborgarabúllur sem skríbentar matarsíðunnar ny.eater.com mæla með við lesendur ferðablaðs The Times. Þeir sem vilja safaríkan og góðan borgara í næstu New York reisu ættu því að leita uppi þessa fjóra staði og sleppa því að fara inn á eitt af útibúum heimsþekktu hamborgarastaðanna á Manhattan.

Shake Shack

Hér er hakkað Angus nautakjöt sett í mjúka brauðbollu ásamt sósu og smá salati og herlegheitunum skolað niður með sjeik. Einfalt og ódýrt og vinsældirnar hafa verið svo miklar að Shake Shack staðirnir eru nú orðnir fimm í New York.

Sá fyrsti er við Madison Square Park og þar er tilvalið að koma við og gæða sér á þjóðarrétti Bandaríkjamanna. Einfaldur borgari er á um 500 íslenskar og tvöfaldur um 850.

Shake Shack er á níu stöðum í New York, sjá á heimasíðunni: www.shakeshack.com

Minetta Tavern

Það getur verið erfitt að fá borð á þessu vinsæla steikhúsi en þá er bara að koma snemma kvölds og setjast við barinn og panta sér Black Label Burger hússins. Sá er víst virði allra þrjú þúsund krónanna sem hann kostar enda á hann meira skilt við stóra steik en venjulegan hamborgara. Kjötið er steikt uppúr smjöri og borið fram í mjúkri bollu með karamelluseruðum lauk.

Minetta Tavern er við 113 MacDougal St.

www.minettatavernny.com

Corner Bistro

Bræddur ostur og stökkt beikon eru nautahakkinu til halds og trausts í brauðbollunni sem partífólkið í West Greenwich Village pantar sér á þessum vinsæla bar. Borgari hússins kostar um 800 krónur (6,75 dollara) og vinsælasti drykkurinn, bjórinn, kostar um þrjú hundruð (2,5 dollara).

Corner Bistro er við 331 West 4th St

www.cornerbistrony.com

Social Eatz

Hér er það Bibimbap borgarinn sem mælt er með að fólk panti. Sá er svo sannarlega ekki hefðbundinn því hugmyndin sem býr að baki þessum borgara er sótt í kóreskan hrísgrjónarétt. Kjötið er steikt í sætri chili sósu og ofan á eru settar baunaspírur, gúrkur, gulrætur, hægeldað egg og heimalagað majónes. Þetta er borið fram í brioche brauðhnúðum og kostar um 1400 krónur.

Social Eatz er við 232 East 53nd S

www.socialeatz.com

HÓTEL: Smelltu til að gera verðsamanburð á hótelum í New York

Mynd: Shake Shack

 

 

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …