Samfélagsmiðlar

Ráðherra ferðamála sver af sér hækkun á virðisaukaskatti

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir það ekki hafa verið sína hugmynd að tvöfalda virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir málið mega rekja til formanna stjórnarflokkanna.

„Það er sagt að einn maður hafi bjargað okkur upp úr hruninu og það er ferðamaðurinn,“ segir Þórdís Kolbrún, ráðherra ferðamála.

Áform fráfarandi ríkisstjórnar um að tvöfalda virðisaukaskatt á ferðaþjónustu hafa verið brennidepli allt frá því að þau voru kynnt í vetrarlok. Þá sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, að ekki væru lengur rök fyrir því að ferðaþjónustan fengi sérstakar undanþágur varðandi virðisaukaskatt. Það kvað hins vegar við nýjan tón í ræðu Þórdísar Kolbrúnar á Ferðamálaþingi í vikunni þar sem hún sagði skattabreytinguna ekki hafa verið draumatillögu frá sínum bæjardyrum séð. „Þessi áform um að færa ferðaþjónustuna í hið almenna þrep voru ekki mín hugmynd. Þau urðu ekki til á mínu borði,“ sagði Þórdís svo í viðtali við Fréttablaðið á föstudaginn.

Auk Þórdísar Kolbrúnar var það Benedikt Jóhannessson, fjármálaráðherra, sem mælti með og varði hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Aðspurður um hvort fjármálaráðherra sé, öfugt við ferðamálaráðherrann, ennþá sannfærður um ágæti hækkunarinnar þá segir Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður Benedikts Jóhannesssonar, að málið eigi uppruna sinn hjá leiðtogum stjórnaflokkanna. „Tillagan varð til á borði formanna stjórnarflokkanna þar sem skoðaðar voru ýmsar leiðir til að setja aukinn pening í velferðarmál og innviðauppbyggingu, en á sama tíma skila afgangi til niðurgreiðslu skulda og einfalda skattkerfið. Fjármálaráðherra hafði svo það hlutverk að útfæra og kynna niðurstöðuna,” segir í svari Gylfa. „Það var alltaf ljóst að niðurstaðan yrði hvorki áferðarfalleg né óumdeild.”

Upphaflega stóð til að færa ferðaþjónustuna upp í hæsta þrep virðisaukaskatts um mitt næsta ári en því var svo frestað fram til ársbyrjunnar 2019. „Þegar fjárhagur ríkisins breyttist – einkum vegna uppgreiðslu erlends láns – varð úr að hægt var að fresta gildistöku breytingarinnar til 2019 og það er sú tillaga sem unnið er með nú. Hagfræðingar og erlendar stofnanir sem skoðað hafa tillögurnar eru sammála um að afnám skattaívilnunnar ferðaþjónustunnar sé skref í rétta átt. Ýmsar aðrar leiðir hafa verið skoðaðar og verða skoðaðar, þ.m.t. komugjöld. Þá eru í undirbúningi mótvægisaðgerðir sem sérstaklega eiga að taka á vanda byggða sem ekki hafa séð sama vöxt í ferðaþjónustu og höfuðborgarsvæðið,” segir Gylfi.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …